Guðrún komin með þriggja högga forystu á Íslandsmótinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2019 16:55 Guðrún Brá lék á tveimur höggum undir pari í dag. MYND/GSÍMYNDIR/SETH Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með þriggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli. Guðrún Brá lék afar vel á fyrri níu holunum þar sem hún fékk þrjá fugla og einn örn. Á seinni níu fékk sjö pör og tvo skolla. Íslandsmeistarinn lék á tveimur höggum undir pari í dag og er samtals á þremur höggum undir pari. Nína Björk Geirsdóttir lék einnig á tveimur höggum undir pari í dag en þær Guðrún Brá voru þær einu sem léku undir parinu í dag. Nína Björk er í 2. sæti á pari.Saga Traustadóttir, sem var með forystu eftir fyrsta hringinn ásamt Huldu Clöru Gestsdóttur, er í 3. sæti á samtals einu höggi yfir pari. Hún lék á á þremur höggum yfir pari í dag. Hulda Clara náði sér ekki á strik í dag, lék á sjö höggum yfir pari og er í 5. sæti á samtals fimm höggum yfir pari. Berglind Björnsdóttir er fjórða á samtals fjórum höggum yfir pari. Þrettán kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn sem miðaðist við 18 högg yfir pari. Eftir standa því 22 kylfingar.Staðan í kvennaflokki eftir fyrstu tvo hringina: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK -3 2. Nína Björk Geirsdóttir, GM par 3. Saga Traustadóttir, GR +1 4. Berglind Björnsdóttir, GR +4 5. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG +5 6. Ásdís Valtýsdóttir, GR +6 7. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR +7 8. Helga Kristín Einarsdóttir, GK +9 8. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK +9 10. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS +10 10. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +10 Golf Tengdar fréttir Saga og Hulda Clara efstar hjá konunum eftir fyrsta dag Heimakonan Saga Traustadóttir úr GR og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG eru efstar og jafnar eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli. 8. ágúst 2019 14:49 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með þriggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli. Guðrún Brá lék afar vel á fyrri níu holunum þar sem hún fékk þrjá fugla og einn örn. Á seinni níu fékk sjö pör og tvo skolla. Íslandsmeistarinn lék á tveimur höggum undir pari í dag og er samtals á þremur höggum undir pari. Nína Björk Geirsdóttir lék einnig á tveimur höggum undir pari í dag en þær Guðrún Brá voru þær einu sem léku undir parinu í dag. Nína Björk er í 2. sæti á pari.Saga Traustadóttir, sem var með forystu eftir fyrsta hringinn ásamt Huldu Clöru Gestsdóttur, er í 3. sæti á samtals einu höggi yfir pari. Hún lék á á þremur höggum yfir pari í dag. Hulda Clara náði sér ekki á strik í dag, lék á sjö höggum yfir pari og er í 5. sæti á samtals fimm höggum yfir pari. Berglind Björnsdóttir er fjórða á samtals fjórum höggum yfir pari. Þrettán kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn sem miðaðist við 18 högg yfir pari. Eftir standa því 22 kylfingar.Staðan í kvennaflokki eftir fyrstu tvo hringina: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK -3 2. Nína Björk Geirsdóttir, GM par 3. Saga Traustadóttir, GR +1 4. Berglind Björnsdóttir, GR +4 5. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG +5 6. Ásdís Valtýsdóttir, GR +6 7. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR +7 8. Helga Kristín Einarsdóttir, GK +9 8. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK +9 10. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS +10 10. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +10
Golf Tengdar fréttir Saga og Hulda Clara efstar hjá konunum eftir fyrsta dag Heimakonan Saga Traustadóttir úr GR og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG eru efstar og jafnar eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli. 8. ágúst 2019 14:49 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Saga og Hulda Clara efstar hjá konunum eftir fyrsta dag Heimakonan Saga Traustadóttir úr GR og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG eru efstar og jafnar eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli. 8. ágúst 2019 14:49