Golf

Guðrún komin með þriggja högga forystu á Íslandsmótinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún Brá lék á tveimur höggum undir pari í dag.
Guðrún Brá lék á tveimur höggum undir pari í dag. MYND/GSÍMYNDIR/SETH
Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með þriggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli.

Guðrún Brá lék afar vel á fyrri níu holunum þar sem hún fékk þrjá fugla og einn örn. Á seinni níu fékk sjö pör og tvo skolla.

Íslandsmeistarinn lék á tveimur höggum undir pari í dag og er samtals á þremur höggum undir pari. Nína Björk Geirsdóttir lék einnig á tveimur höggum undir pari í dag en þær Guðrún Brá voru þær einu sem léku undir parinu í dag. Nína Björk er í 2. sæti á pari.

Saga Traustadóttir, sem var með forystu eftir fyrsta hringinn ásamt Huldu Clöru Gestsdóttur, er í 3. sæti á samtals einu höggi yfir pari. Hún lék á á þremur höggum yfir pari í dag.

Hulda Clara náði sér ekki á strik í dag, lék á sjö höggum yfir pari og er í 5. sæti á samtals fimm höggum yfir pari. Berglind Björnsdóttir er fjórða á samtals fjórum höggum yfir pari.

Þrettán kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn sem miðaðist við 18 högg yfir pari. Eftir standa því 22 kylfingar.

Staðan í kvennaflokki eftir fyrstu tvo hringina:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK -3

2. Nína Björk Geirsdóttir, GM par

3. Saga Traustadóttir, GR +1

4. Berglind Björnsdóttir, GR +4

5. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG +5

6. Ásdís Valtýsdóttir, GR +6

7. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR +7

8. Helga Kristín Einarsdóttir, GK +9

8. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK +9

10. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS +10

10. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +10


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×