Sjötíu handteknir í alþjóðlegri aðgerð gegn barnamansali Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 13:43 Íslenska lögreglan tók þátt í aðgerðunum. Vísir/vilhelm Lögregla á Íslandi tók þátt í samevrópskum aðgerðum Europol gegn mansali á börnum í júní síðastliðnum. Sjötíu voru handteknir í aðgerðunum, sem lögregla í Bretlandi fór fyrir. Enginn var þó handtekinn á Íslandi en hlutur íslensku lögreglunnar fólst aðallega í auknu eftirliti. Í tilkynningu frá Europol segir að sextán lönd Evrópusambandsins, auk Íslands og Sviss, hafi staðið að handtökunum. Aðgerðirnar beindust gegn mansali á börnum, sem lýtur bæði að kynlífs- og vinnuþrælkun. Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðunum ræddu við yfir 127 þúsund einstaklinga, skoðuðu yfir 63 þúsund farartæki og heimsóttu á annað þúsund staði, þar á meðal hafnir, flugvelli og landamærahlið, við rannsóknina. Alls 34 voru handteknir vegna gruns um mansal og 36 handteknir til viðbótar fyrir aðra glæpi á borð við rán, dreifingu á barnaklámi og að stuðla að ólöglegum fólksflutningum milli landa. Þá bar lögregla kennsl á 206 ætluð fórnarlömb, þar af voru 53 undir lögaldri. 31 mansalsmál er nú til skoðunar í þátttökulöndunum eftir að ráðist var í aðgerðirnar. Auk Íslands tóku eftirfarandi lönd þátt í umræddum aðgerðum: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Króatía, Þýskaland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Holland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Bretland. Lögregluyfirvöld í hinu síðastnefnda leiddu aðgerðina, eins og áður sagði. Ekki er frekar greint frá aðkomu lögreglu í hverju landi fyrir sig í tilkynningu Europol og þá liggur ekki fyrir hvort einhverjir hinna grunuðu hafi verið handteknir á Íslandi.Fréttin var uppfærð klukkan 17:05. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Lögregla á Íslandi tók þátt í samevrópskum aðgerðum Europol gegn mansali á börnum í júní síðastliðnum. Sjötíu voru handteknir í aðgerðunum, sem lögregla í Bretlandi fór fyrir. Enginn var þó handtekinn á Íslandi en hlutur íslensku lögreglunnar fólst aðallega í auknu eftirliti. Í tilkynningu frá Europol segir að sextán lönd Evrópusambandsins, auk Íslands og Sviss, hafi staðið að handtökunum. Aðgerðirnar beindust gegn mansali á börnum, sem lýtur bæði að kynlífs- og vinnuþrælkun. Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðunum ræddu við yfir 127 þúsund einstaklinga, skoðuðu yfir 63 þúsund farartæki og heimsóttu á annað þúsund staði, þar á meðal hafnir, flugvelli og landamærahlið, við rannsóknina. Alls 34 voru handteknir vegna gruns um mansal og 36 handteknir til viðbótar fyrir aðra glæpi á borð við rán, dreifingu á barnaklámi og að stuðla að ólöglegum fólksflutningum milli landa. Þá bar lögregla kennsl á 206 ætluð fórnarlömb, þar af voru 53 undir lögaldri. 31 mansalsmál er nú til skoðunar í þátttökulöndunum eftir að ráðist var í aðgerðirnar. Auk Íslands tóku eftirfarandi lönd þátt í umræddum aðgerðum: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Króatía, Þýskaland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Holland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Bretland. Lögregluyfirvöld í hinu síðastnefnda leiddu aðgerðina, eins og áður sagði. Ekki er frekar greint frá aðkomu lögreglu í hverju landi fyrir sig í tilkynningu Europol og þá liggur ekki fyrir hvort einhverjir hinna grunuðu hafi verið handteknir á Íslandi.Fréttin var uppfærð klukkan 17:05.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira