Ísland tapaði fyrir Portúgal, 24-28, í þriðja leik sínum D-riðli heimsmeistaramóts U-19 ára í handbolta karla. Mótið fer fram í Norður-Makedóníu.
Íslensku strákarnir voru í miklum vandræðum í sókninni í leiknum í dag. Í fyrri hálfleik skoruðu þeir aðeins tíu mörk gegn 15 mörkum Portúgala.
Ísland náði aldrei að minnka muninn í meira en tvö mörk í seinni hálfleik. Á endanum munaði fjórum mörkum á liðunum, 24-28.
Haukur Þrastarson var langbesti leikmaður Íslands í leiknum. Selfyssingurinn skoraði níu mörk. Arnór Snær Óskarsson og Einar Örn Sindrason skoruðu fjögur mörk hvor.
Markvarsla íslenska liðsins var afleit í leiknum í dag. Þeir Sigurður Dan Óskarsson og Svavar Sigmundsson vörðu samtals fjögur af þeim 32 skotum sem þeir fengu á sig (13%).
Næsti leikur Íslands er gegn Serbíu á morgun.

