Tillaga Batterísins – arkitekta að 5.500 fermetra nýbyggingu Kársnesskóla við Skólagerði hefur verið samþykkt í bæjarráði Kópavogs.
Húsnæði Kársnesskóla var rifið í fyrrahaust vegna raka- og mygluvandamála. Meginbyggingin nýja á að verða tveggja og þriggja hæða. Í skólabyggingunni verður samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund. „Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan,“ segir Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla, við Fréttablaðið þegar niðurrifið var að hefjast í fyrra.
Kárssnesskóli endurbyggður
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
