Sportpakkinn: Blikar ætla að koma aftur á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2019 16:30 Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. Fyrstu deildar lið Breiðabliks, sem vann afar óvæntan sigur á ÍR í 32-liða úrslitunum, dróst á móti Val í karlaflokki. „Við erum í bikarkeppninni til að keppa á móti svona liðum. Sérstaklega þegar maður er í 1. deildinni vill maður fá lið sem er skemmtilegt að spila við, eins og Val,“ sagði Snorri Vignisson, lykilmaður Breiðabliks. „Þetta er bara önnur umferð og við erum bara búnir að koma einu sinni á óvart ef svo má segja. Þetta er geggjað. Ég er mjög spenntur fyrir þessu.“ Snorri segir að sigurinn á ÍR-ingum hafi ekki komið Blikum á óvart. „Það var ró yfir liðinu. Það er oft þannig þegar fyrstu deildar lið mætir úrvalsdeildarliði er búist við að liðið úr úrvalsdeildinni fari áfram. Það skipti miklu að þessi pressa var ekki á okkur. Við höfðum gaman að þessu og hittum úr skotunum okkar,“ sagði Snorri. Hann segir að Blikar geti komið aftur á óvart og slegið Valsmenn úr leik. „Við höfum trú á okkur. Þetta er bikarkeppni; við höfum oft séð lið koma á óvart. Ég held að við getum klárlega farið lengra,“ sagði Snorri. Átti ekkert óskaliðMeðal leikja í 16-liða úrslitum Geysisbikars kvenna er viðureign Haukar, liðsins í 2. sæti Domino's deildarinnar, og Tindastóls, toppliðs 1. deildar. „Ég var ekki með neitt óskalið. Þetta lítur bara vel út fyrir okkur. Við mættum Grindavík, sem var þá í 1. deild, í fyrra og það gekk mjög brösuglega hjá okkur. Við þurfum að mæta með huga og hjarta á réttum stað og þá ættum við sigla þessu heim,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir, landsliðskona úr Haukum. Þóra kvaðst ánægð með hvernig Haukar hafa byrjað tímabilið. Liðið fær hins vegar tvö stór próf í vikunni. „Við eigum tvo erfiða leiki gegn Val og KR. Við þurfum að stíga upp og gera aðeins betur ef við ætlum að vinna þá leiki,“ sagði Þóra. Að hennar sögn stefna Haukar á að komast í undanúrslit í deild og bikar.Sjá má dráttinn í 16-liða úrslit Geysisbikarsins með því að smella hér. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. 5. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Sjá meira
Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. Fyrstu deildar lið Breiðabliks, sem vann afar óvæntan sigur á ÍR í 32-liða úrslitunum, dróst á móti Val í karlaflokki. „Við erum í bikarkeppninni til að keppa á móti svona liðum. Sérstaklega þegar maður er í 1. deildinni vill maður fá lið sem er skemmtilegt að spila við, eins og Val,“ sagði Snorri Vignisson, lykilmaður Breiðabliks. „Þetta er bara önnur umferð og við erum bara búnir að koma einu sinni á óvart ef svo má segja. Þetta er geggjað. Ég er mjög spenntur fyrir þessu.“ Snorri segir að sigurinn á ÍR-ingum hafi ekki komið Blikum á óvart. „Það var ró yfir liðinu. Það er oft þannig þegar fyrstu deildar lið mætir úrvalsdeildarliði er búist við að liðið úr úrvalsdeildinni fari áfram. Það skipti miklu að þessi pressa var ekki á okkur. Við höfðum gaman að þessu og hittum úr skotunum okkar,“ sagði Snorri. Hann segir að Blikar geti komið aftur á óvart og slegið Valsmenn úr leik. „Við höfum trú á okkur. Þetta er bikarkeppni; við höfum oft séð lið koma á óvart. Ég held að við getum klárlega farið lengra,“ sagði Snorri. Átti ekkert óskaliðMeðal leikja í 16-liða úrslitum Geysisbikars kvenna er viðureign Haukar, liðsins í 2. sæti Domino's deildarinnar, og Tindastóls, toppliðs 1. deildar. „Ég var ekki með neitt óskalið. Þetta lítur bara vel út fyrir okkur. Við mættum Grindavík, sem var þá í 1. deild, í fyrra og það gekk mjög brösuglega hjá okkur. Við þurfum að mæta með huga og hjarta á réttum stað og þá ættum við sigla þessu heim,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir, landsliðskona úr Haukum. Þóra kvaðst ánægð með hvernig Haukar hafa byrjað tímabilið. Liðið fær hins vegar tvö stór próf í vikunni. „Við eigum tvo erfiða leiki gegn Val og KR. Við þurfum að stíga upp og gera aðeins betur ef við ætlum að vinna þá leiki,“ sagði Þóra. Að hennar sögn stefna Haukar á að komast í undanúrslit í deild og bikar.Sjá má dráttinn í 16-liða úrslit Geysisbikarsins með því að smella hér. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. 5. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Sjá meira
Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. 5. nóvember 2019 12:15