Fortnite setur YouTube-stjörnu í lífstíðarbann vegna svindls Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2019 08:58 FaZe Jarvis er miður sín. YouTube-stjarna, með rúmlega tvær milljónir fylgjenda, hefur verið settur í lífstíðarbann hjá tölvuleiknum Fortnite eftir að upp komst að hann hafði svindlað í leiknum. FaZe Jarvis, sem er hluti rafíþróttahópsins FaZe Clan, notaðist við svokallaða „aimbots“ í leik sem hann streymdi beint á YouTube-rás sinni. Tölvuleikjafyrirtækið Epic Games setti hann í lífstíðarbann um leið og upp komst um málið en í reglum leiksins segir að notendur geti við settir í lífstíðarbann fyrir svindl. Jarvis er jafnframt meinað að sækja viðburði tengdnum Fortnite, auk þess að skapa efni tengdu leiknum. Fortnite Battle Royale er skotleikur þar sem leikmenn keppast um að drepa aðra og vera síðasti maður á lífi á eyju, en „aimbots“ eru tól sem sjálfkrafa miða skotvopnin á andstæðing og gera þannig notandanum auðveldara fyrir að drepa. Hinn sautján ára Jarvis hefur birt myndband á YouTube-rás sinni þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni. Segist hann ekki hafa dottið það í hug að gjörðir sínar gætu leitt til lífstíðarbanns. „Þetta voru risastór mistök og ég var hafði rangt við.“ Jarvis leggur áherslu á að hann hafi ekki notast við tólin í keppnum. Rafíþróttir Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
YouTube-stjarna, með rúmlega tvær milljónir fylgjenda, hefur verið settur í lífstíðarbann hjá tölvuleiknum Fortnite eftir að upp komst að hann hafði svindlað í leiknum. FaZe Jarvis, sem er hluti rafíþróttahópsins FaZe Clan, notaðist við svokallaða „aimbots“ í leik sem hann streymdi beint á YouTube-rás sinni. Tölvuleikjafyrirtækið Epic Games setti hann í lífstíðarbann um leið og upp komst um málið en í reglum leiksins segir að notendur geti við settir í lífstíðarbann fyrir svindl. Jarvis er jafnframt meinað að sækja viðburði tengdnum Fortnite, auk þess að skapa efni tengdu leiknum. Fortnite Battle Royale er skotleikur þar sem leikmenn keppast um að drepa aðra og vera síðasti maður á lífi á eyju, en „aimbots“ eru tól sem sjálfkrafa miða skotvopnin á andstæðing og gera þannig notandanum auðveldara fyrir að drepa. Hinn sautján ára Jarvis hefur birt myndband á YouTube-rás sinni þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni. Segist hann ekki hafa dottið það í hug að gjörðir sínar gætu leitt til lífstíðarbanns. „Þetta voru risastór mistök og ég var hafði rangt við.“ Jarvis leggur áherslu á að hann hafi ekki notast við tólin í keppnum.
Rafíþróttir Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira