Slæmur jarðvegur hefur tafið fyrir björgunaraðgerðum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. janúar 2019 19:00 Mikill viðbúnaður er á vettvangi. EPA/Daniel Perez Tíu dagar eru síðan hinn tveggja ára gamli Julen Rosello féll ofan í borholu rétt hjá bænum Totalán nærri Malaga á suðurhluta Spánar. Klukkan sex í morgun að spænskum tíma kláruðu björgunaraðilar að bora lóðrétt göng samhliða borholunni sem Julen féll í. Nú mun hópur fjögurra sérfræðinga í námugreftri fara niður í 60 metra djúpa holuna í lyftu. Þar munu þeir grafa sér leið yfir á staðinn þar sem jarðvegur hefur lokað borholunni á um 73 metra dýpi. Þannig vonast þeir til að geta losað jarðveginn sem lokar holunni og þannig náð til Julen.Jarðvegur lokar borholunni á 73 metra dýpi. 4 manna teymi fer niður í holu sem hefur verið boruð samsíða og reyndir að grafa sér leið yfir.Mynd/SkjáskotHingað til hefur verið notast við bora og vinnuvélar en þessi hluti verksins verður gerður handvirkt og mun reynast erfiðisverk. Tveggja manna teymi grafa á 40 til 60 mínútna vöktum og talið er að verkið muni taka 24 klukkustundir og klárast seint í nótt eða í fyrramálið. Lélegur jarðvegur og slæm veðurskilyrði hafa ítrekað sett strik í reikninginn. Jarðvegurinn er harður og mikið er um stóra grjóthnullunga. Borholan sem Julen féll í er einungis um 25 til 30 sentímetrar í þvermál og um hundrað metra djúp. Á um 73 metra dýpi hefur jarðvegur færst til og lokar hann holunni. Þar hefur fundist hár af drengnum ásamt sælgæti og plastbolla sem hann var með þegar hann féll ofan í. Hinsvegar hafa myndavélar ekki komið auga á drenginn sjálfan og engar vísbendingar hafa fengist um hvort hann sé á lífi. Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en foreldrar Julen misstu annan son, eins og hálfs árs gamlan, af slysförum fyrir tveimur árum síðan. Spænsk yfirvöld rannsaka nú slysið en borholan sem um ræðir var boruð ólöglega og ekki innsigluð líkt og reglur kveða á um. Spánn Tengdar fréttir Tveggja ára drengur féll ofan í brunn nærri Malaga Spænskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga tveggja ára dreng sem féll ofan í brunn nærri Malaga í dag. 13. janúar 2019 21:29 Vonast til að ná til Julen á morgun Björgunaraðilar berjast við að bora holu niður til drengsins. 22. janúar 2019 19:00 Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48 Reyna að grafa göng til drengsins í borholunni Björgunaraðilar leita frumlegra leiða til að ná til drengsins. 15. janúar 2019 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Tíu dagar eru síðan hinn tveggja ára gamli Julen Rosello féll ofan í borholu rétt hjá bænum Totalán nærri Malaga á suðurhluta Spánar. Klukkan sex í morgun að spænskum tíma kláruðu björgunaraðilar að bora lóðrétt göng samhliða borholunni sem Julen féll í. Nú mun hópur fjögurra sérfræðinga í námugreftri fara niður í 60 metra djúpa holuna í lyftu. Þar munu þeir grafa sér leið yfir á staðinn þar sem jarðvegur hefur lokað borholunni á um 73 metra dýpi. Þannig vonast þeir til að geta losað jarðveginn sem lokar holunni og þannig náð til Julen.Jarðvegur lokar borholunni á 73 metra dýpi. 4 manna teymi fer niður í holu sem hefur verið boruð samsíða og reyndir að grafa sér leið yfir.Mynd/SkjáskotHingað til hefur verið notast við bora og vinnuvélar en þessi hluti verksins verður gerður handvirkt og mun reynast erfiðisverk. Tveggja manna teymi grafa á 40 til 60 mínútna vöktum og talið er að verkið muni taka 24 klukkustundir og klárast seint í nótt eða í fyrramálið. Lélegur jarðvegur og slæm veðurskilyrði hafa ítrekað sett strik í reikninginn. Jarðvegurinn er harður og mikið er um stóra grjóthnullunga. Borholan sem Julen féll í er einungis um 25 til 30 sentímetrar í þvermál og um hundrað metra djúp. Á um 73 metra dýpi hefur jarðvegur færst til og lokar hann holunni. Þar hefur fundist hár af drengnum ásamt sælgæti og plastbolla sem hann var með þegar hann féll ofan í. Hinsvegar hafa myndavélar ekki komið auga á drenginn sjálfan og engar vísbendingar hafa fengist um hvort hann sé á lífi. Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en foreldrar Julen misstu annan son, eins og hálfs árs gamlan, af slysförum fyrir tveimur árum síðan. Spænsk yfirvöld rannsaka nú slysið en borholan sem um ræðir var boruð ólöglega og ekki innsigluð líkt og reglur kveða á um.
Spánn Tengdar fréttir Tveggja ára drengur féll ofan í brunn nærri Malaga Spænskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga tveggja ára dreng sem féll ofan í brunn nærri Malaga í dag. 13. janúar 2019 21:29 Vonast til að ná til Julen á morgun Björgunaraðilar berjast við að bora holu niður til drengsins. 22. janúar 2019 19:00 Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48 Reyna að grafa göng til drengsins í borholunni Björgunaraðilar leita frumlegra leiða til að ná til drengsins. 15. janúar 2019 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Tveggja ára drengur féll ofan í brunn nærri Malaga Spænskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga tveggja ára dreng sem féll ofan í brunn nærri Malaga í dag. 13. janúar 2019 21:29
Vonast til að ná til Julen á morgun Björgunaraðilar berjast við að bora holu niður til drengsins. 22. janúar 2019 19:00
Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48
Reyna að grafa göng til drengsins í borholunni Björgunaraðilar leita frumlegra leiða til að ná til drengsins. 15. janúar 2019 20:00