Fótbolti

Emil er ekki á leið í Pepsi-deildina: Áhugi erlendis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil í leik með Frosinone.
Emil í leik með Frosinone. vísir/getty
Emil Hallfreðsson hefur komist að samkomulagi um við Frosinone um að fá samningi sínum rift eins og Vísir greindi frá í gær.

Emil ræddi þessa ákvörðun sína við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu og þar sagði Emil hann hafa verið ánægður með þessa niðurstöðu og sagði Emil að þessi ákvörðun væri sú besta fyrir hann og hans fjölskyldu.

Aðspurður hvort að hann væri á leiðinni heim til Íslands sagði Emil að svo væri ekki. Félagsskiptaglugginn á Ítalíu er opin lengur en til að mynda á Englandi svo Emil hefur góðan tíma til að finna sér nýtt lið.

„Ég hef tíma til 28. febrúar til að skrifa undir hjá öðru félagi á Ítal­íu og ég veit að það er áhugi á mér en eins og staðan er núna er ég að jafna mig eftir aðgerðina, sagði Emil.

„Ég er allur að koma til. Aðgerðin tókst vel og það hefur ekki komið neitt uppá. Ég átti að vera frá keppni í þrjá til fjóra mánuði og það verður gam­an að heyra hvað læknirinn seg­ir mér á morgun. Ég kem svo heim til Íslands og held áfram í endurhæfingunni þar.“

„Ég tel mig eiga nóg eftir og þegar hnéð verður komið í lag þá verð ég í toppstandi. Mig langar að vera áfram úti og spila í nokkur ár til viðbót­ar,“ sagði Emil að lokum.

Hafnfirðingurinn er meiddur þessa stundina eftir að hafa farið í aðgerð á hné í Barcelona í desember og er að jafna sig eftir hana. Talið var að hann yrði frá í þrjá til fjóra mánuði en í viðtalinu við Morgunblaðið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×