Innlent

Sigurður dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigurður Kristinsson ásamt verjanda sínum Stefáni Karli Kristjánssyni.
Sigurður Kristinsson ásamt verjanda sínum Stefáni Karli Kristjánssyni. Vísir/Vilhelm
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Ragnar Kristinsson til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar vegna aðildar hans að Skáksambandsmálinu svokallaða.

Dómurinn var kveðinn upp í morgun en hefur ekki verið birtur á vef dómstóla. Fyrst var greint frá niðurstöðu hans á vef Fréttablaðsins.

Tveir aðrir voru ákærðir í málinu, annars vegar Hákon Örn Bergmann sem hlaut tólf mánaða fangelsisdóm og Jóhann Axel Viðarsson sem hlaut níu mánaða fangelsisdóm, en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir.

Málið varðar innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar í fyrra.

Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands þann 8. janúar í fyrra. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku.

Á annan tug sérsveitarmanna komu að aðgerðunum í húsakynnum Skáksambandsins í Faxafeni en enginn handtekinn ef frá er talinn forseti Skáksambandsins. Honum var sleppt um leið og ljóst lá fyrir að hann tengdist málinu ekki á nokkurn hátt.


Tengdar fréttir

Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar

Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.

Sendlinum krossbrá þegar fjöldi lögreglumanna beið hans

Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×