IWF segir frumvarp sjávarútvegsráðherra stríðsyfirlýsingu Andri Eysteinsson skrifar 6. janúar 2019 20:29 Kristján Þór Júlíusson er harðlega gagnrýndur vegna draga hans að frumvarpi um breytingu laga sem snýr að fiskeldi, líkt og þessu í Patreksfirði. Vísir/Einar/Vilhelm Drög sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi er stríðsyfirlýsing á hendur þeim sem vernda vilja lífríkið og starfa á vísindalegum grundvelli. Þetta segir í yfirlýsingu frá Icelandic Wildlife Fund, IWF. Frumvarpið sem um ræðir snýr að breytingum á lögum um fiskeldi, nr. 71/2008. Samráð stendur nú yfir vegna frumvarpsins og má senda inn umsagnir til ráðuneytisins á vef samráðsgáttarinnar til 13. þessa mánaðar.Skiltið hékk í innritunarsal Leifsstöðvar í tíu daga en var þá tekið niður að ákvörðun Isavia. Ákvörðun sem kom Icelandic Wildlife Fund mjög á óvart.IWFRáðherra hafi tekið sér stöðu gegn náttúruverndarsamtökumSamtökin IWF vöktu athygli á haustmánuðum til að mynda vegna auglýsingar samtakanna sem ekki fékk að standa í Leifsstöð.Umrædd auglýsing byggði að sögn Jóns Kaldal, talsmanns Icelandic Wildlife Fund, á óumdeildum vísindalegum staðreyndum um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og lífríkið og að auglýsingin hafi hvorki beinst að nafngreindum fyrirtækjum né hafi fólk verið hvatt til að sniðganga tilteknar vörur. Jón sagði samtökin einnig hissa á því að Isavia hafi tekið auglýsinguna niður.Svör Isavia voru á þá leið að höfuðáhersla væri lögð á að auglýsa vörur og þjónustu en ekki auglýsingar um álitamál þar sem tveir hópar takast á við umdeild málefni. Í yfirlýsingu IWF, sem birtist á Facebook síðu samtakanna, segir að ráðherra hafi með því að leggja fram drögin að frumvarpinu, tekið sér stöðu með sjókvíaeldisfyrirtækjanna gegn vísindamönnum Hafrannsóknarstofnunnar og náttúruverndarsamtökum.Í frumvarpsdrögunum eru þær breytingar gerðar á núgildandi lögum að áhættumat erfðablöndunar verði fær frá Hafrannsóknarstofnun til ráðherra, áður hafi þó mat Hafrannsóknarstofnunar verið bindandi fyrir ráðherra. IWF segir algjörlega óásættanlegt að áhættumatið verði gert pólitískt með þessum hætti.Merki samtakanna IWFFacebook/IWFFyrirkomulag samráðsvettvangs fráleitt Einnig gagnrýna samtökin þær áætlanir að ráðherra skipi samráðsvettvang sem eigi að vera stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. IWF segir að ekki sé gert ráð fyrir vísindafólki í samráðsvettvangnum til að rýna í fræðilegar niðurstöður og gögn.Í drögum að frumvarpinu segir „Þrír fulltrúar skulu skipaðir án tilnefningar og er einn þeirra formaður, einn samkvæmt tilnefningu Hafrannsóknastofnunar, einn samkvæmt sameiginlegri tilnefningu fiskeldisstöðva, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands veiðifélaga og einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga.“ IWF segir fyrirkomulagið fráleitt og segir að hópur sem þessi, með þetta hlutverk, ætti að vera skipaður hlutlausu vísindafólki. Samtökin saka ráðherra um að ætla að láta undir þrýstingi sjókvíeldisfyrirtækjanna og hækka þröskuld áhættumatsins, þvert á viðvaranir vísindamanna. Samtökin segja enn fremur að óásættanlegt sé að nokkur einasti norski eldislax gangi í íslenskar ár, því muni samtökin berjast gegn frumvarpinu með öllum tiltækum ráðum. Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07 Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð fiskeldis á Vestfjörðum Um 46 prósent landsmanna eru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en rétt tæp 30 prósent eru neikvæðir. 28. desember 2018 12:56 Umdeild mál ekki leyfð á veggjum Leifsstöðvar Auglýsingaskilti um íslenska laxastofninn fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð þrátt fyrir breytingar og úrskurð siðanefndar. Isavia vill ekki umdeild mál á veggjum flugstöðvarinnar. Talsmaður segir málið snúast um tjáningarfrelsi. 26. október 2018 06:00 Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Drög sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi er stríðsyfirlýsing á hendur þeim sem vernda vilja lífríkið og starfa á vísindalegum grundvelli. Þetta segir í yfirlýsingu frá Icelandic Wildlife Fund, IWF. Frumvarpið sem um ræðir snýr að breytingum á lögum um fiskeldi, nr. 71/2008. Samráð stendur nú yfir vegna frumvarpsins og má senda inn umsagnir til ráðuneytisins á vef samráðsgáttarinnar til 13. þessa mánaðar.Skiltið hékk í innritunarsal Leifsstöðvar í tíu daga en var þá tekið niður að ákvörðun Isavia. Ákvörðun sem kom Icelandic Wildlife Fund mjög á óvart.IWFRáðherra hafi tekið sér stöðu gegn náttúruverndarsamtökumSamtökin IWF vöktu athygli á haustmánuðum til að mynda vegna auglýsingar samtakanna sem ekki fékk að standa í Leifsstöð.Umrædd auglýsing byggði að sögn Jóns Kaldal, talsmanns Icelandic Wildlife Fund, á óumdeildum vísindalegum staðreyndum um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og lífríkið og að auglýsingin hafi hvorki beinst að nafngreindum fyrirtækjum né hafi fólk verið hvatt til að sniðganga tilteknar vörur. Jón sagði samtökin einnig hissa á því að Isavia hafi tekið auglýsinguna niður.Svör Isavia voru á þá leið að höfuðáhersla væri lögð á að auglýsa vörur og þjónustu en ekki auglýsingar um álitamál þar sem tveir hópar takast á við umdeild málefni. Í yfirlýsingu IWF, sem birtist á Facebook síðu samtakanna, segir að ráðherra hafi með því að leggja fram drögin að frumvarpinu, tekið sér stöðu með sjókvíaeldisfyrirtækjanna gegn vísindamönnum Hafrannsóknarstofnunnar og náttúruverndarsamtökum.Í frumvarpsdrögunum eru þær breytingar gerðar á núgildandi lögum að áhættumat erfðablöndunar verði fær frá Hafrannsóknarstofnun til ráðherra, áður hafi þó mat Hafrannsóknarstofnunar verið bindandi fyrir ráðherra. IWF segir algjörlega óásættanlegt að áhættumatið verði gert pólitískt með þessum hætti.Merki samtakanna IWFFacebook/IWFFyrirkomulag samráðsvettvangs fráleitt Einnig gagnrýna samtökin þær áætlanir að ráðherra skipi samráðsvettvang sem eigi að vera stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. IWF segir að ekki sé gert ráð fyrir vísindafólki í samráðsvettvangnum til að rýna í fræðilegar niðurstöður og gögn.Í drögum að frumvarpinu segir „Þrír fulltrúar skulu skipaðir án tilnefningar og er einn þeirra formaður, einn samkvæmt tilnefningu Hafrannsóknastofnunar, einn samkvæmt sameiginlegri tilnefningu fiskeldisstöðva, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands veiðifélaga og einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga.“ IWF segir fyrirkomulagið fráleitt og segir að hópur sem þessi, með þetta hlutverk, ætti að vera skipaður hlutlausu vísindafólki. Samtökin saka ráðherra um að ætla að láta undir þrýstingi sjókvíeldisfyrirtækjanna og hækka þröskuld áhættumatsins, þvert á viðvaranir vísindamanna. Samtökin segja enn fremur að óásættanlegt sé að nokkur einasti norski eldislax gangi í íslenskar ár, því muni samtökin berjast gegn frumvarpinu með öllum tiltækum ráðum.
Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07 Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð fiskeldis á Vestfjörðum Um 46 prósent landsmanna eru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en rétt tæp 30 prósent eru neikvæðir. 28. desember 2018 12:56 Umdeild mál ekki leyfð á veggjum Leifsstöðvar Auglýsingaskilti um íslenska laxastofninn fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð þrátt fyrir breytingar og úrskurð siðanefndar. Isavia vill ekki umdeild mál á veggjum flugstöðvarinnar. Talsmaður segir málið snúast um tjáningarfrelsi. 26. október 2018 06:00 Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38 Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Stefnir að frumvarpi um fiskeldi á þessu þingi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir úrskurði sem fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja til sjókvíaeldis á Vestfjörðum gefa tilefni til að endurskoða regluverk um leyfisveitingar. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp að lögum um fiskeldi í vetur. Málið er í algjörum forgangi hjá Matvælastofnun og fyrirtækin hafa óskað eftir frestun réttaráhrifa. 1. október 2018 18:07
Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð fiskeldis á Vestfjörðum Um 46 prósent landsmanna eru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en rétt tæp 30 prósent eru neikvæðir. 28. desember 2018 12:56
Umdeild mál ekki leyfð á veggjum Leifsstöðvar Auglýsingaskilti um íslenska laxastofninn fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð þrátt fyrir breytingar og úrskurð siðanefndar. Isavia vill ekki umdeild mál á veggjum flugstöðvarinnar. Talsmaður segir málið snúast um tjáningarfrelsi. 26. október 2018 06:00
Úrskurðir um laxeldi í sjókvíum hafa vakið hörð viðbrögð Úrskurðirnir hafa vakið hörð viðbrögð bæði sveitarstjórnarmanna og ýmissa þingmanna. Farið hefur verið fram á að réttaráhrifum þeirra verði frestað. 2. október 2018 23:38
Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53