Viðskipti innlent

Sölustjóri Strætó verður sölustjóri Hreint

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skúli Örn Sigurðsson.
Skúli Örn Sigurðsson. hreint
Skúli Örn Sigurðsson hefur tekið við sem sölustjóri hjá Hreint ehf.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu er greint frá því að Skúli sé með B.S. í viðskiptafræði og að ljúka MS prófi í nýsköpun og viðskiptaþróun. Hann hafi m.a. starfað hjá Íslenska útvarpsfélaginu sem sölustjóri og dagskrárgerðarmaður, Fasteignamiðlun Kópavogs sem sölufulltrúi og hjá Hvalalíf ehf. sem markaðs- og sölustjóri.

Síðustu þrjú árin hefur Skúli gegnt starfi sölustjóra hjá Strætó BS. Skúli sat einnig í stjórn faghóps hjá Stjórnvísi um góða stjórnarhætti. Skúli er trúlofaður Berglindi Hrönn Edvarsdóttir og eiga þau saman tvo drengi.

Hreint ehf. var stofnað í lok árs 1983 og er því ein elsta ræstingaþjónustu landsins. Fyrirtækið er aðili að Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ), Samtökum atvinnulífsins (SA) sem og þjónustusamtökunum Danske Service (DS) í Danmörku






Fleiri fréttir

Sjá meira


×