Lið Airport Direct hjólar í mark í morgun.Mynd/wow cyclothon
Lið Airport Direct kom fyrst í mark í B-flokki tíu manna liða í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon snemma á níunda tímanum í morgun. Tími liðsins var 37:17:59. Lið World Class kom fast á hæla Airport Direct og lenti í öðru sæti.
Airport Direct vann í flokki A-liða í fyrra en taka nú við titlinum í B-flokki af liði Sensa, sem kom fyrst í mark á síðasta ári. Airport Direct hefur verið í forystu frá því að keppnin hófst við Egilshöll í fyrradag en samkvæmt skipuleggjendum er von á næstu liðum, Advania, Securitas, Cyren og Fjallabræðrum, í mark næsta klukkutímann en ljóst þykir að eitthvert þeirra muni hreppa þriðja sætið.
Hér að neðan má sjá Airport Direct sigla í mark í morgun.
Sigurvegari einstaklingskeppninnar, Chris Burkard, kom í mark rétt fyrir miðnætti í gær á nýju einstaklingsmeti, 52:36:19. Bukard bætti þannig fyrra met Eiríks Inga Jóhannssonar, sem var 56:12:40, um rúmar þrjár klukkustundir.
Sigurvegararnir fagna eftir langt og strangt ferðalag.Mynd/Wow cyclothonLiðsmenn voru ánægðir með sigurinn.Mynd/WOw cyclothonLið World Class var í öðru sæti á tímanum 37:18:00.Mynd/wow cyclothon
Þórður Þorsteinss, hjólreiðakappi í liði verkfræðistofunnar Verkís í WOW Cyclothon, var klæddur í leður frá toppi til táar á leið sinni í gegnum Egilsstaði í dag.