Forseti GSÍ: Á alþjóðlegum mælikvarða er mjög ódýrt að leika golf Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júlí 2019 20:15 Kylfingum á Íslandi fjölgaði um fjögur prósent á síðasta ári á landsvísu en þetta kemur fram í tölum sem Golfsamband Íslands greindi frá í gær. Í heildina eru nú 17.589 kylfingar skráðir í golfklúbba landsins en ekki hefur verið jafn mikil fjölgun í kylfingum frá því árið 2009. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það séu margar ástæður fyrir því að þessi aukning hafi átt sér stað. „Þetta er samspil af mikilli og góðri kynningu sem golfið hefur fengið undanfarin ár, árangri okkar bestu kylfinga, umfjöllun í fjölmiðlum um golf og veðri,“ sagði Haukur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „En þegar öllu er á botninn hvolft held ég að golfklúbbarnir séu að standa sig býsna vel í að kynna íþróttina og vonandi við hjá GSÍ líka. Við fáum fleiri til að skrá sig til leiks og það hefur tekist svona vel á þessu ári.“ Mesta fjölgunin var í tveimur hópum; níu ára og yngri og svo 60 ára og eldri. „Það er fjölgun í 60 ára og eldri sem hefur sýnt það sem við höfum verið að reyna að koma á framfæri að þetta er lýðheilsusport. Okkar kylfingar geta verið að spila golf langt fram eftir aldri sem er einstakt hvað golfið varðar. Það er ánægjulegt að sjá þá fjölgun og það sýnir að það er hægt að stunda þetta endalaust.“ Umræða um að það sé of dýrt að stunda golf hefur oft verið á yfirborðinu en Haukur gefur lítið fyrir þær fullyrðingar. „Auðvitað kostar öll afþreying peninga en sé þetta sett í samhengi við aðrar íþróttagreinar eða aðra afþreyingu þá verð ég að vera ósammála því að það sé dýrt að byrja í golfi.“ „Ég myndi segja að á alþjóðlegum mælikvarða er mjög ódýrt að leika golf og það er ástæðan fyrir því að við erum sú þjóð í heiminum sem hefur lang flesta kylfinga varðandi höfðatölu.“ Fréttina má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Golf Tengdar fréttir Kylfingum hefur ekki fjölgað meira í heilan áratug Golfsamband Íslands vekur athygli á mikilli fjölgun í íþrótt sinni á þessu ári en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Ungum og gömlum kylfingum fjölgar mest. 23. júlí 2019 17:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Kylfingum á Íslandi fjölgaði um fjögur prósent á síðasta ári á landsvísu en þetta kemur fram í tölum sem Golfsamband Íslands greindi frá í gær. Í heildina eru nú 17.589 kylfingar skráðir í golfklúbba landsins en ekki hefur verið jafn mikil fjölgun í kylfingum frá því árið 2009. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það séu margar ástæður fyrir því að þessi aukning hafi átt sér stað. „Þetta er samspil af mikilli og góðri kynningu sem golfið hefur fengið undanfarin ár, árangri okkar bestu kylfinga, umfjöllun í fjölmiðlum um golf og veðri,“ sagði Haukur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „En þegar öllu er á botninn hvolft held ég að golfklúbbarnir séu að standa sig býsna vel í að kynna íþróttina og vonandi við hjá GSÍ líka. Við fáum fleiri til að skrá sig til leiks og það hefur tekist svona vel á þessu ári.“ Mesta fjölgunin var í tveimur hópum; níu ára og yngri og svo 60 ára og eldri. „Það er fjölgun í 60 ára og eldri sem hefur sýnt það sem við höfum verið að reyna að koma á framfæri að þetta er lýðheilsusport. Okkar kylfingar geta verið að spila golf langt fram eftir aldri sem er einstakt hvað golfið varðar. Það er ánægjulegt að sjá þá fjölgun og það sýnir að það er hægt að stunda þetta endalaust.“ Umræða um að það sé of dýrt að stunda golf hefur oft verið á yfirborðinu en Haukur gefur lítið fyrir þær fullyrðingar. „Auðvitað kostar öll afþreying peninga en sé þetta sett í samhengi við aðrar íþróttagreinar eða aðra afþreyingu þá verð ég að vera ósammála því að það sé dýrt að byrja í golfi.“ „Ég myndi segja að á alþjóðlegum mælikvarða er mjög ódýrt að leika golf og það er ástæðan fyrir því að við erum sú þjóð í heiminum sem hefur lang flesta kylfinga varðandi höfðatölu.“ Fréttina má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Golf Tengdar fréttir Kylfingum hefur ekki fjölgað meira í heilan áratug Golfsamband Íslands vekur athygli á mikilli fjölgun í íþrótt sinni á þessu ári en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Ungum og gömlum kylfingum fjölgar mest. 23. júlí 2019 17:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Kylfingum hefur ekki fjölgað meira í heilan áratug Golfsamband Íslands vekur athygli á mikilli fjölgun í íþrótt sinni á þessu ári en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Ungum og gömlum kylfingum fjölgar mest. 23. júlí 2019 17:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti