HB frá Færeyjum gerði 2-2 jafntefli við Linfield frá Norður-Írlandi í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar er liðin mættust í Færeyjum í dag.
Linfield, sem urðu meistarar í Norður-Írlandi, komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og það sló leikmenn HB aðeins út af laginu.
HB jafnaði þó fyrir hlé með marki Adrian Justinussen úr vítaspyrnu á 37. mínútu og staðan var jöfn, 1-1, er liðin gengu til búningsherbergja.
Önnur vítaspyrna var dæmd á 88. mínútu en hana fengu gestirnir frá Norður-Írlandi. Á punktinn steig Andrew Waterworth og skoraði. Dramatíkinni var þó ekki lokið.
Paetur Petersen náði að jafna metin fyrir HB mínútu síðar eftir undirbúning fyrrum Keflvíkingsins, Símun Samulsen, og lokatölur 2-2.
Staðan er því jöfn fyrir síðari leik liðanna sem fer fram í Norður-Írlandi eftir viku en Heimir Guðjónsson er sem kunnugt þjálfari HB. Brynjar Hlöðversson lék fyrstu 85 mínútur leiksins.
Dramatískt jafntefli hjá Heimi og Brynjari í fyrri leiknum gegn Linfield
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
Íslenski boltinn




„Mæti honum með bros á vör“
Körfubolti

