Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Sylvía Hall skrifar 25. júní 2019 21:01 Óli Björn hefur ekki mikla trú á sykurskatti. FBL/ERNIR Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir það vera sjálfsagt mál að ræða hvernig hægt sé að bæta heilsu þjóðarinnar almennt. Hann er þó ekki sannfærður um að sykurskattur sé rétta leiðin. Þetta kom fram í viðtali við Óla Björn í Reykjavík síðdegis í dag þar sem aðgerðaáætlun landlæknis til að draga úr sykurneyslu var rædd. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að sælgæti og gosdrykkir sem innihalda sykur og sætuefni verði færð úr neðra þrepi virðisaukaskatts í hærra þrep. Óli Björn segir engar rannsóknir benda til þess að slík hækkun leiði til bætts heilsufars þjóða. Hann vitnaði þar í skýrslu sem unnin var á vegum heilbrigðisráðuneytis Nýja-Sjálands sem fór yfir rannsóknir í þessum efnum. „Auðvitað hafa skattar einhver áhrif á hegðan fólks en veltum því fyrir því okkur hvernig verð hefur áhrif á eftirspurn eftir vöru. Neysluvörur eru til dæmis ekki mjög verðteygnar, það er að segja verðið hefur ekki mikil áhrif á nauðsynjavörur,“ segir Óli Björn og bætir við að það sama eigi við um ávanabindandi vörur. „Ávanabindandi er sykur, ég held að fólk sé að gera sér grein fyrir því að það er. Það má draga ályktun af því að jafnvel þótt að menn leggi hér alveg gríðarlega háan skatt á sykur þá muni það ekki draga úr neyslu á sykri hjá þeim sem við erum að reyna að ná til.“ Meðal tillagna er að hækka verð á gosdrykkjum um hið minnsta 20 prósent. Auk þess verða verslanir hvattar til að hætta að vera með nammibari.VísirViðhorfið skiptir mestu máli Óli Björn segist vera fylgjandi því að grípa til aðgerða til þess að bæta lýðheilsu þjóðarinnar. Hann hafi þó ekki séð nein sannfærandi rök fyrir því að leggja hér á sykurskatt. „Þvert á móti, ég hygg að þetta muni verða til þess að einhverjum ráðamönnum líði betur þegar þeir telja sér trú um það að þeir séu að taka þátt í baráttu gegn offitu og ofneyslu á sykri,“ segir Óli Björn sem telur að sykurskatturinn yrði til þess að mikilvægari aðgerðir myndu sitja á hakanum. Í stað þess að skattleggja sykur ætti frekar að vinna í því að efla forvarnir og breyta viðhorfi fólks til sykurneyslu. „Ég held að þetta snúist fremur um viðhorf heldur en skattlagningu og við höfum séð hvernig viðhorfið hefur verið að breytast hér til bættrar heilsu, viðhorf gagnvart reykingum, gagnvart áfengisneyslu í hófsemi og gagnvart hreyfingu.“ Viðtalið við Óla Björn má heyra í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir það vera sjálfsagt mál að ræða hvernig hægt sé að bæta heilsu þjóðarinnar almennt. Hann er þó ekki sannfærður um að sykurskattur sé rétta leiðin. Þetta kom fram í viðtali við Óla Björn í Reykjavík síðdegis í dag þar sem aðgerðaáætlun landlæknis til að draga úr sykurneyslu var rædd. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að sælgæti og gosdrykkir sem innihalda sykur og sætuefni verði færð úr neðra þrepi virðisaukaskatts í hærra þrep. Óli Björn segir engar rannsóknir benda til þess að slík hækkun leiði til bætts heilsufars þjóða. Hann vitnaði þar í skýrslu sem unnin var á vegum heilbrigðisráðuneytis Nýja-Sjálands sem fór yfir rannsóknir í þessum efnum. „Auðvitað hafa skattar einhver áhrif á hegðan fólks en veltum því fyrir því okkur hvernig verð hefur áhrif á eftirspurn eftir vöru. Neysluvörur eru til dæmis ekki mjög verðteygnar, það er að segja verðið hefur ekki mikil áhrif á nauðsynjavörur,“ segir Óli Björn og bætir við að það sama eigi við um ávanabindandi vörur. „Ávanabindandi er sykur, ég held að fólk sé að gera sér grein fyrir því að það er. Það má draga ályktun af því að jafnvel þótt að menn leggi hér alveg gríðarlega háan skatt á sykur þá muni það ekki draga úr neyslu á sykri hjá þeim sem við erum að reyna að ná til.“ Meðal tillagna er að hækka verð á gosdrykkjum um hið minnsta 20 prósent. Auk þess verða verslanir hvattar til að hætta að vera með nammibari.VísirViðhorfið skiptir mestu máli Óli Björn segist vera fylgjandi því að grípa til aðgerða til þess að bæta lýðheilsu þjóðarinnar. Hann hafi þó ekki séð nein sannfærandi rök fyrir því að leggja hér á sykurskatt. „Þvert á móti, ég hygg að þetta muni verða til þess að einhverjum ráðamönnum líði betur þegar þeir telja sér trú um það að þeir séu að taka þátt í baráttu gegn offitu og ofneyslu á sykri,“ segir Óli Björn sem telur að sykurskatturinn yrði til þess að mikilvægari aðgerðir myndu sitja á hakanum. Í stað þess að skattleggja sykur ætti frekar að vinna í því að efla forvarnir og breyta viðhorfi fólks til sykurneyslu. „Ég held að þetta snúist fremur um viðhorf heldur en skattlagningu og við höfum séð hvernig viðhorfið hefur verið að breytast hér til bættrar heilsu, viðhorf gagnvart reykingum, gagnvart áfengisneyslu í hófsemi og gagnvart hreyfingu.“ Viðtalið við Óla Björn má heyra í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00 SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00
SI óttast óhagræði af sykurskatti Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. 25. júní 2019 16:15
Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30