Aðeins 15 af 63 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. júní 2019 12:40 Valborg segir að þrátt fyrir aukningu í námið sé ekki verið að fjölga í hópi leikskólakennara. Um sé að ræða fólk sem starfi á leikskólum sem hafi ákveðið að sækja sér menntun. vísir/vilhelm Aðeins 15 leikskólar af 63 í Reykjavík eru fullmannaðir fyrir haustið. Leikskólastjórar segja ástandið þó betra en áður og hafa meiri áhyggjur af mönnunarvanda í stjórnunarstöður innan leikskólanna. Eins og staðan er í dag vantar í 113 stöðugildi hjá leikskólum Reykjavíkur, en fimm leikskólar eiga enn eftir að gefa upp tölur. Valborg Guðlaugsdóttir leikskólastjóri segir stöðuna töluvert betri nú en undanfarin ár, allir séu á fullu í ráðningum og staðan endurmetin eftir sumarfrí. Hún segir vandan töluvert stærri þegar kemur að stjórnunarstöðum. „Við höfum verið að lenda í miklum vandræðum með að ráða inn deildarstjóra, sérkennslustjóra og ekki hefur verið auðvelt að ráða inn í leikskólastjórastöðurnar sem hafa verið að losna,“ segir Valborg. Hún segir að frá árinu 2015 hafi verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Ástæðan sé að stéttin er að eldast og því hætti margir á sama tíma. Stöðurnar hafi verið auglýstar en fáar umsóknir borist. „Þar sem eru mjög fáir leikskólakennarar í vinnu þá er ekkert endalaust hægt að manna stöður. Við erum líka alltaf að taka leikskólakennara þá úr öðrum stöðum til þess að setja í þessar stöður og þar af leiðandi fækkar bara leikskólakennurunum sem vinna á gólfinu með börnunum.“ Lítil fjölgun sé í hópi leikskólakennara og það gangi illa að fá ungt fólk inn í námið. „Þetta er eitthvað sem við, sem samfélag, þurfum náttúrulega bara að horfast í augu við. Hvað getum við gert til að fá ungt fólk til að læra að vera kennari. Þá erum við að tala um í rauninni bæði leikskólakennara og grunnskólakennara. Þó að það sé einhver örlítil aukning inn í námið núna – sem við gleðjumst alveg rosalega yfir – en það tekur þetta fólk fimm ár að útskrifast. Svo er það líka þannig að þeir sem fara í leikskólakennaranámið þeir eru í vinnu á leikskóla. Þetta er ekki ungt fólk nýútskrifað úr menntaskóla sem ákveður að verða leikskólakennari heldur er þetta fólk sem er á gólfinu í dag sem fer og nær sér í menntun, sem er frábært en þar af leiðandi er ekkert að fjölga í hópnum,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri. Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun. 27. apríl 2019 07:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
Aðeins 15 leikskólar af 63 í Reykjavík eru fullmannaðir fyrir haustið. Leikskólastjórar segja ástandið þó betra en áður og hafa meiri áhyggjur af mönnunarvanda í stjórnunarstöður innan leikskólanna. Eins og staðan er í dag vantar í 113 stöðugildi hjá leikskólum Reykjavíkur, en fimm leikskólar eiga enn eftir að gefa upp tölur. Valborg Guðlaugsdóttir leikskólastjóri segir stöðuna töluvert betri nú en undanfarin ár, allir séu á fullu í ráðningum og staðan endurmetin eftir sumarfrí. Hún segir vandan töluvert stærri þegar kemur að stjórnunarstöðum. „Við höfum verið að lenda í miklum vandræðum með að ráða inn deildarstjóra, sérkennslustjóra og ekki hefur verið auðvelt að ráða inn í leikskólastjórastöðurnar sem hafa verið að losna,“ segir Valborg. Hún segir að frá árinu 2015 hafi verið hreyfing á 22 leikskólastjórastöðum. Ástæðan sé að stéttin er að eldast og því hætti margir á sama tíma. Stöðurnar hafi verið auglýstar en fáar umsóknir borist. „Þar sem eru mjög fáir leikskólakennarar í vinnu þá er ekkert endalaust hægt að manna stöður. Við erum líka alltaf að taka leikskólakennara þá úr öðrum stöðum til þess að setja í þessar stöður og þar af leiðandi fækkar bara leikskólakennurunum sem vinna á gólfinu með börnunum.“ Lítil fjölgun sé í hópi leikskólakennara og það gangi illa að fá ungt fólk inn í námið. „Þetta er eitthvað sem við, sem samfélag, þurfum náttúrulega bara að horfast í augu við. Hvað getum við gert til að fá ungt fólk til að læra að vera kennari. Þá erum við að tala um í rauninni bæði leikskólakennara og grunnskólakennara. Þó að það sé einhver örlítil aukning inn í námið núna – sem við gleðjumst alveg rosalega yfir – en það tekur þetta fólk fimm ár að útskrifast. Svo er það líka þannig að þeir sem fara í leikskólakennaranámið þeir eru í vinnu á leikskóla. Þetta er ekki ungt fólk nýútskrifað úr menntaskóla sem ákveður að verða leikskólakennari heldur er þetta fólk sem er á gólfinu í dag sem fer og nær sér í menntun, sem er frábært en þar af leiðandi er ekkert að fjölga í hópnum,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun. 27. apríl 2019 07:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00
Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun. 27. apríl 2019 07:00