Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2019 11:13 Síminn hf. kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunar og vildi fá úr því skorið hvort Sýn hf. hefði brotið gegn fjölmiðlalögum. Fréttablaðið/Hanna Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi ekki brotið gegn 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga. Lögin leggja bann við því að fjölmiðlaveita beini viðskiptavinum viðskiptamanna sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn hf. kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunar og hélt því fram að Sýn hafi brotið gegn lögunum þegar félagið veitti á ákveðnum tímapunkti einungis aðgang að ólínulegu myndefni þess í gegnum eigið IPTV fjarskiptakerfi, þar á meðal að efnisveitunni Vodafone Play. Sýn hefði ekki haft frumkvæði að því að bjóða efnið til annarra fyrirtækja á markaðnum. Þá gaf Síminn Sýn að sök að hafa með markaðaðgerðum sínum brotið gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga. Sýn hafnaði því að hafa brotið gegn umræddri grein fjölmiðlalaga og kvaðst fylgja opinni viðskiptastefnu „ólíkt þeirri lokuðu viðskiptastefnu sem Síminn ástundaði“. Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum að tengdu fjarskiptafyrirtæki heldur dreifði efni sínu sem víðast og gilti þá einu hvort um væri að ræða undirliggjandi fjarskiptanet GR eða Mílu. Félagið sagðist þá aldrei hafa synjað neinum um aðgang að ólínulegu efni Sýnar, auk þess sem Síminn hefði aldrei óskað eftir aðgangi að efnisveitum á borð við Vodafone Play, Cirkus eða Leigunni. Í niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að í máli þessu væri ekki fyrir að fara nokkurs konar synjun á aðgangi að efni þar sem Síminn hafi aldrei óskað eftir þeirri þjónustu sem kvörtun Símans beinist að og ekki þriðji aðili heldur. Umræddri málsgrein fjölmiðlalaga er ætlað að koma í veg fyrir að efni sem ekki er kostur á að nálgast annars staðar og dreifing þess sé bundin við sama lokaða fjarskiptanetið. Er það mat Póst- og fjarskiptastofnunar að Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum efnisþjónustu sinnar að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi ekki brotið gegn 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga. Lögin leggja bann við því að fjölmiðlaveita beini viðskiptavinum viðskiptamanna sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn hf. kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunar og hélt því fram að Sýn hafi brotið gegn lögunum þegar félagið veitti á ákveðnum tímapunkti einungis aðgang að ólínulegu myndefni þess í gegnum eigið IPTV fjarskiptakerfi, þar á meðal að efnisveitunni Vodafone Play. Sýn hefði ekki haft frumkvæði að því að bjóða efnið til annarra fyrirtækja á markaðnum. Þá gaf Síminn Sýn að sök að hafa með markaðaðgerðum sínum brotið gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga. Sýn hafnaði því að hafa brotið gegn umræddri grein fjölmiðlalaga og kvaðst fylgja opinni viðskiptastefnu „ólíkt þeirri lokuðu viðskiptastefnu sem Síminn ástundaði“. Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum að tengdu fjarskiptafyrirtæki heldur dreifði efni sínu sem víðast og gilti þá einu hvort um væri að ræða undirliggjandi fjarskiptanet GR eða Mílu. Félagið sagðist þá aldrei hafa synjað neinum um aðgang að ólínulegu efni Sýnar, auk þess sem Síminn hefði aldrei óskað eftir aðgangi að efnisveitum á borð við Vodafone Play, Cirkus eða Leigunni. Í niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar kemur fram að í máli þessu væri ekki fyrir að fara nokkurs konar synjun á aðgangi að efni þar sem Síminn hafi aldrei óskað eftir þeirri þjónustu sem kvörtun Símans beinist að og ekki þriðji aðili heldur. Umræddri málsgrein fjölmiðlalaga er ætlað að koma í veg fyrir að efni sem ekki er kostur á að nálgast annars staðar og dreifing þess sé bundin við sama lokaða fjarskiptanetið. Er það mat Póst- og fjarskiptastofnunar að Sýn hefði ekki beint viðskiptavinum efnisþjónustu sinnar að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira