Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 09:21 Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts. Íslandspóstur Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. Þá er fyrirhugaður flutningur fyrirtækisins frá Stórhöfða yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti en forstjóri fyrirtækisins, Birgir Jónsson, tilkynnti um breytingarnar á starfsmannafundi í höfuðstöðvum Íslandspósts í dag. Málefni Íslandspósts hafa verið til umræðu síðustu mánuði eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Ingimundur Sigurpálsson sagði af sér sem forstjóri í vor eftir 15 ára starf. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandspósts, segir í viðtali við fréttastofu að um hagræðingarbreytingar sé að ræða. Uppsagnir séu oft fylgifiskur slíkra aðgerða. Viðtalið má heyra hér að neðan.Klippa: Fækka framkvæmdastjórum hjá Íslandspósti Umræddar breytingar hafa verið samþykktar af stjórn Íslandspósts en í tilkynningu segir að megintilgangur þeirra sé að „setja þjónustu Íslandspósts í forgang,“ og að „viðskiptavinir geti sjálfir ákveðið með hvaða hætti þeir nýti þjónustu Póstsins.“ Framkvæmdastjórar hjá Íslandspósti voru fimm en þeim verður fækkað í þrjá, sem starfa munu á sviðum þjónustu og markaðar, fjármála og dreifingar. Helga Sigríður Böðvarsdóttir mun áfram leiða svið fjármála en nýr framkvæmdastjóri, sem hefur störf í sumar, hefur verið ráðinn til að stýra sviði þjónustu og markaðar. Hörður Jónsson mun leiða dreifingarsvið, sem er sameinað pósthúsa- og framkvæmdasvið. Hann stýrði áður pósthúsasviði. Þá mun Sigríður Indriðadóttir hér eftir vera titluð mannauðsstjóri og mun hún leiða mannauðsmál, sem nú heyra undir þróunarsvið. Birgir Jónsson verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Þá eru fyrirhugaðir flutningar frá Stórhöfða, þar sem skrifstofur Íslandspósts eru nú til húsa, yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Með flutningunum fæst töluverð hagræðing í húsnæðiskostnaði þar sem um umtalsvert færri fermetra er að ræða, að því er segir í tilkynningu. Haft er eftir Birgi Jónssyni forstjóra Íslandspóst í tilkynningunni að aðeins sé um að ræða fyrstu skref hagræðingar. „Framundan er mikil hagræðing og kostnaðaraðhald, en þó er mikilvægt að undirstrika að það verður gert án þess að þjónusta skerðist.“ Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Ákveðið var að biðja Ríkisendurskoðun um að gera úttekt á málefnum fyrirtækisins í janúar síðastliðnum. Íslandspóstur Tengdar fréttir Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45 Fyrrverandi trommuleikari Dimmu nýr forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. 28. maí 2019 09:27 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. Þá er fyrirhugaður flutningur fyrirtækisins frá Stórhöfða yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti en forstjóri fyrirtækisins, Birgir Jónsson, tilkynnti um breytingarnar á starfsmannafundi í höfuðstöðvum Íslandspósts í dag. Málefni Íslandspósts hafa verið til umræðu síðustu mánuði eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Ingimundur Sigurpálsson sagði af sér sem forstjóri í vor eftir 15 ára starf. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandspósts, segir í viðtali við fréttastofu að um hagræðingarbreytingar sé að ræða. Uppsagnir séu oft fylgifiskur slíkra aðgerða. Viðtalið má heyra hér að neðan.Klippa: Fækka framkvæmdastjórum hjá Íslandspósti Umræddar breytingar hafa verið samþykktar af stjórn Íslandspósts en í tilkynningu segir að megintilgangur þeirra sé að „setja þjónustu Íslandspósts í forgang,“ og að „viðskiptavinir geti sjálfir ákveðið með hvaða hætti þeir nýti þjónustu Póstsins.“ Framkvæmdastjórar hjá Íslandspósti voru fimm en þeim verður fækkað í þrjá, sem starfa munu á sviðum þjónustu og markaðar, fjármála og dreifingar. Helga Sigríður Böðvarsdóttir mun áfram leiða svið fjármála en nýr framkvæmdastjóri, sem hefur störf í sumar, hefur verið ráðinn til að stýra sviði þjónustu og markaðar. Hörður Jónsson mun leiða dreifingarsvið, sem er sameinað pósthúsa- og framkvæmdasvið. Hann stýrði áður pósthúsasviði. Þá mun Sigríður Indriðadóttir hér eftir vera titluð mannauðsstjóri og mun hún leiða mannauðsmál, sem nú heyra undir þróunarsvið. Birgir Jónsson verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Þá eru fyrirhugaðir flutningar frá Stórhöfða, þar sem skrifstofur Íslandspósts eru nú til húsa, yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Með flutningunum fæst töluverð hagræðing í húsnæðiskostnaði þar sem um umtalsvert færri fermetra er að ræða, að því er segir í tilkynningu. Haft er eftir Birgi Jónssyni forstjóra Íslandspóst í tilkynningunni að aðeins sé um að ræða fyrstu skref hagræðingar. „Framundan er mikil hagræðing og kostnaðaraðhald, en þó er mikilvægt að undirstrika að það verður gert án þess að þjónusta skerðist.“ Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Ákveðið var að biðja Ríkisendurskoðun um að gera úttekt á málefnum fyrirtækisins í janúar síðastliðnum.
Íslandspóstur Tengdar fréttir Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45 Fyrrverandi trommuleikari Dimmu nýr forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. 28. maí 2019 09:27 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45
Fyrrverandi trommuleikari Dimmu nýr forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. 28. maí 2019 09:27
Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00
Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00