Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 23:03 Háttsettur yfirmaður bandaríska hersins sagði blaðamönnum í dag að ekki hafi verið rætt við bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu eða Asíu um að koma eldflaugum fyrir þar. Vísir/Getty Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna stefna að því að framkvæma tilraunaskot með tveimur tegundum eldflauga sem voru bannaðar samkvæmt eldflaugasáttmála Bandaríkjanna og Sovétríkjanna (Seinna Rússlands). Samkomulaginu verður að öllum líkindum rift formlega í ágúst. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum og Bandaríkin tilkynntu í síðasta mánuði að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum innan sex mánaða ef Rússar færu ekki að fylgja honum.Nei, þú Ríkisstjórn Vladimir Pútín sagði Rússland ekki hafa brotið gegn sáttmálanum, sakaði Bandaríkin um að brjóta gegn honum og tilkynnti sömuleiðis að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum ef Bandaríkin færu ekki að fylgja honum.Sjá einnig: Varar við nýju vígbúnaðarkapphlaupi Bæði Bandaríkin og Rússlands hafa þó gagnrýnt INF-sáttmálann á undanförnum árum vegna þess að aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kína, séu ekki aðilar að honum. Kínverjum hafi verið frjálst að þróa og framleiða meðaldrægar flaugar að vild.Þá hafa Kínverjar komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að gera nýjan sáttmála með aðkomu Kína. Ríkisstjórn Rússlands hefur sagst tilbúinn til slíkra viðræðna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Trump hefur sömuleiðis sagt að hann væri alls ekki hræddur við nýtt vopnakapphlaup, þar sem Bandaríkin ættu eigi mun meiri peninga en aðrir.Í kjölfar þess að samningnum verður rift er ekkert sem meinar ríkjunum að notast við skamm- og meðaldrægar eldflaugar sem skotið er af landi. Bandaríkjamenn stefna á tilraunir með skammdrægar eldflaugar í næsta mánuði, samkvæmt Reuters. Þá er stefnt að tilraunaskoti meðaldrægrar eldflaugar seinna á árinu.Háttsettur yfirmaður bandaríska hersins, sem er ekki nafngreindur, sagði blaðamönnum í dag að ekki hafi verið rætt við bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu eða Asíu um að koma eldflaugum fyrir þar. Hann sagði koma til greina að koma eldflaugunum fyrir í herstöð Bandaríkjanna í Gvam. Þaðan væri hægt að skjóta meðaldrægu eldflaugunum að Norður-Kóreu, Kína og jafnvel Rússlandi.„Við höfum ekki rætt við bandamenn okkar um að koma eldflaugunum fyrir,“ sagði hershöfðinginn. „Í sannleikanum sagt höfum við ekki velt þessu fyrir okkur því við höfum verið að fylgja sáttmálanum.“ Bandaríkin Kína NATO Rússland Suður-Kínahaf Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna stefna að því að framkvæma tilraunaskot með tveimur tegundum eldflauga sem voru bannaðar samkvæmt eldflaugasáttmála Bandaríkjanna og Sovétríkjanna (Seinna Rússlands). Samkomulaginu verður að öllum líkindum rift formlega í ágúst. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum og Bandaríkin tilkynntu í síðasta mánuði að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum innan sex mánaða ef Rússar færu ekki að fylgja honum.Nei, þú Ríkisstjórn Vladimir Pútín sagði Rússland ekki hafa brotið gegn sáttmálanum, sakaði Bandaríkin um að brjóta gegn honum og tilkynnti sömuleiðis að þeir ætluðu að segja sig frá sáttmálanum ef Bandaríkin færu ekki að fylgja honum.Sjá einnig: Varar við nýju vígbúnaðarkapphlaupi Bæði Bandaríkin og Rússlands hafa þó gagnrýnt INF-sáttmálann á undanförnum árum vegna þess að aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kína, séu ekki aðilar að honum. Kínverjum hafi verið frjálst að þróa og framleiða meðaldrægar flaugar að vild.Þá hafa Kínverjar komið slíkum eldflaugum fyrir í Asíu og Suður-Kínahafi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að gera nýjan sáttmála með aðkomu Kína. Ríkisstjórn Rússlands hefur sagst tilbúinn til slíkra viðræðna.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Trump hefur sömuleiðis sagt að hann væri alls ekki hræddur við nýtt vopnakapphlaup, þar sem Bandaríkin ættu eigi mun meiri peninga en aðrir.Í kjölfar þess að samningnum verður rift er ekkert sem meinar ríkjunum að notast við skamm- og meðaldrægar eldflaugar sem skotið er af landi. Bandaríkjamenn stefna á tilraunir með skammdrægar eldflaugar í næsta mánuði, samkvæmt Reuters. Þá er stefnt að tilraunaskoti meðaldrægrar eldflaugar seinna á árinu.Háttsettur yfirmaður bandaríska hersins, sem er ekki nafngreindur, sagði blaðamönnum í dag að ekki hafi verið rætt við bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu eða Asíu um að koma eldflaugum fyrir þar. Hann sagði koma til greina að koma eldflaugunum fyrir í herstöð Bandaríkjanna í Gvam. Þaðan væri hægt að skjóta meðaldrægu eldflaugunum að Norður-Kóreu, Kína og jafnvel Rússlandi.„Við höfum ekki rætt við bandamenn okkar um að koma eldflaugunum fyrir,“ sagði hershöfðinginn. „Í sannleikanum sagt höfum við ekki velt þessu fyrir okkur því við höfum verið að fylgja sáttmálanum.“
Bandaríkin Kína NATO Rússland Suður-Kínahaf Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira