Staða dómsmálaráðherra gæti skýrst í dag Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2019 12:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fagnaði eins árs afmæli sínu í nóvember síðastliðnum með kökuboði í Ráðherrabústaðnum. vísir/vilhelm Staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra innan ríkisstjórnarinnar skýrist væntanlega eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarfund í dag. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ráðherrann bera ábyrgð á stöðunni sem Alþingi og Hæstiréttur hafi síðan blandast inn í og staðan geti varla verið verri. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá því í gær og staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra munu að öllum líkindum eiga stjórnmálasviðið í dag. Fréttastofu er kunnugt um að oddvitar stjórnarflokkanna ræddu þessi mál sín á milli í morgun eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom heim af fundi í New York snemma í morgun. Reglulegir þingflokksfundir verða haldnir klukkan eitt í dag. Stjórnarflokkarnir þurfa að komast að niðurstöðu um hvernig ríkisstjórnin bregst við dómi Mannréttindadómstólsins. Þá vaknar spurning um hvort Vinstri græn og jafnvel Framsóknarflokkurinn telji réttast að Sigríður víki úr embætti og hvort flokkarnir eru þá tilbúnir til að leggja stjórnarsamstarfið að veði ef Sjálfstæðismenn telja Sigríði áfram sætt í embætti. Til að byrja með er þó líklegt að öðrum ráðherra en Sigríði verði falið að fara með viðbrögð við dómi Mannréttindadómstólsins. Reglulegur ríkisstjórnarfundur átti að fara fram í gær en honum var frestað til klukkan fjögur í dag þar sem forsætisráðherra og fleiri voru fjarverandi. Fastlega má reikna með að þessi mál verði fyrirferðarmikil á fundinum, hvort sem ríkisstjórnin kemst að einhverri niðurstöðu eða ekki. Þingflokkur Pírata sendi ósk til annarra þingflokka í gær um meðflutning á vantrausttillögu á Sigríði Andersen. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru sammála um að Sigríður ætti að segja af sér og alveg örugglega ekki sjá um viðbrögð stjórnvalda við dóminum. Í samtali við fréttastofu í gær undirstrikaði Helga Vala að það hafi ekki verið ákvörðun einhverra undirmanna dómsmálaráðherra að leggja fram breyttan lista með 15 dómurum fyrir Alþingi í júní 2017. „Þetta er dómsmálaráðherra sjálfur sem tekur þá ákvörðun að fara algerlega á svig við þessi lög. Það er Alþingi sem er líka undir og ákvörðun sem þar er tekin í samráði við skrifstofustjóra og lagaskrifstofu Alþingis. Það er Hæstiréttur sem tekur ákvörðun um að dómari sem ekki var löglega skipaður skuli samt ekki víkja úr dómi. Þannig að þetta verður eiginlega ekki verra,“ sagði Helga Vala Helgadóttir. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30 Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra innan ríkisstjórnarinnar skýrist væntanlega eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarfund í dag. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ráðherrann bera ábyrgð á stöðunni sem Alþingi og Hæstiréttur hafi síðan blandast inn í og staðan geti varla verið verri. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá því í gær og staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra munu að öllum líkindum eiga stjórnmálasviðið í dag. Fréttastofu er kunnugt um að oddvitar stjórnarflokkanna ræddu þessi mál sín á milli í morgun eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom heim af fundi í New York snemma í morgun. Reglulegir þingflokksfundir verða haldnir klukkan eitt í dag. Stjórnarflokkarnir þurfa að komast að niðurstöðu um hvernig ríkisstjórnin bregst við dómi Mannréttindadómstólsins. Þá vaknar spurning um hvort Vinstri græn og jafnvel Framsóknarflokkurinn telji réttast að Sigríður víki úr embætti og hvort flokkarnir eru þá tilbúnir til að leggja stjórnarsamstarfið að veði ef Sjálfstæðismenn telja Sigríði áfram sætt í embætti. Til að byrja með er þó líklegt að öðrum ráðherra en Sigríði verði falið að fara með viðbrögð við dómi Mannréttindadómstólsins. Reglulegur ríkisstjórnarfundur átti að fara fram í gær en honum var frestað til klukkan fjögur í dag þar sem forsætisráðherra og fleiri voru fjarverandi. Fastlega má reikna með að þessi mál verði fyrirferðarmikil á fundinum, hvort sem ríkisstjórnin kemst að einhverri niðurstöðu eða ekki. Þingflokkur Pírata sendi ósk til annarra þingflokka í gær um meðflutning á vantrausttillögu á Sigríði Andersen. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru sammála um að Sigríður ætti að segja af sér og alveg örugglega ekki sjá um viðbrögð stjórnvalda við dóminum. Í samtali við fréttastofu í gær undirstrikaði Helga Vala að það hafi ekki verið ákvörðun einhverra undirmanna dómsmálaráðherra að leggja fram breyttan lista með 15 dómurum fyrir Alþingi í júní 2017. „Þetta er dómsmálaráðherra sjálfur sem tekur þá ákvörðun að fara algerlega á svig við þessi lög. Það er Alþingi sem er líka undir og ákvörðun sem þar er tekin í samráði við skrifstofustjóra og lagaskrifstofu Alþingis. Það er Hæstiréttur sem tekur ákvörðun um að dómari sem ekki var löglega skipaður skuli samt ekki víkja úr dómi. Þannig að þetta verður eiginlega ekki verra,“ sagði Helga Vala Helgadóttir.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30 Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30
Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18