Nýjasta stjarnan í Formúlu 1 skrökvaði að föður sínum sem lá á dánarbeðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2019 17:30 Charles Leclerc verður í sviðsljósinu á þessu ári. vísir/getty Charles Leclerc, 21 árs gamall strákur frá Mónakó, er nýjasta stjarnan í Formúlu 1 en nýtt tímabil þar hefst um helgina og verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Leclerc er tekinn við bílstjórasætinu í öðrum bíl Ferrari-liðsins og keyrir því samhliða Sebastian Vettel hjá þessu stærsta Formúluliði sögunnar sem ætlar sér að endurheimta titilinn í ár. Hann keyrði fyrir Sauber í fyrra og vakti mikla athygli en Sauber er í samstarfi við Ferrari. Áður hafði Leclerc unnið bæði GP3-mótaröðina árið 2016 og Formúlu 2 árið 2017 þegar að hann var í Ferrari-skólanum. Hann þreytti svo frumraun sína í Formúlu 1 á síðasta ári og hafnaði í heildina í 13. sæti. Leclerc missti föður sinn í júní árið 2017 en þá var hann á miðju F2-tímabilinu og var búist fastlega við því að hann myndi fá bílstjórasæti í Formúlu 1 árið eftir. Leclerc ákvað því að skrökva að föður sínum að hann væri kominn með stöðu í Formúlu 1 til að gera honum síðustu dagana bærilegri. „Þetta gerðist aðeins áður en ég skrifaði í raun og veru undir en þegar að litið er til baka þá laug í engu því ég er í Formúlu 1 núna og er að keyra fyrir Ferrari sem er ótrúlegt,“ segir Charles Leclerc í viðtali við BBC. „Pabbi vildi alltaf að ég myndi keyra í Formúlu 1 og að ég yrði heimsmeistari. Ég hef ekki afrekað það síðara enn þá en ég mun vinna hart að því að láta drauma hans rætast,“ segir Charles Leclerc. Formúla Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Charles Leclerc, 21 árs gamall strákur frá Mónakó, er nýjasta stjarnan í Formúlu 1 en nýtt tímabil þar hefst um helgina og verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Leclerc er tekinn við bílstjórasætinu í öðrum bíl Ferrari-liðsins og keyrir því samhliða Sebastian Vettel hjá þessu stærsta Formúluliði sögunnar sem ætlar sér að endurheimta titilinn í ár. Hann keyrði fyrir Sauber í fyrra og vakti mikla athygli en Sauber er í samstarfi við Ferrari. Áður hafði Leclerc unnið bæði GP3-mótaröðina árið 2016 og Formúlu 2 árið 2017 þegar að hann var í Ferrari-skólanum. Hann þreytti svo frumraun sína í Formúlu 1 á síðasta ári og hafnaði í heildina í 13. sæti. Leclerc missti föður sinn í júní árið 2017 en þá var hann á miðju F2-tímabilinu og var búist fastlega við því að hann myndi fá bílstjórasæti í Formúlu 1 árið eftir. Leclerc ákvað því að skrökva að föður sínum að hann væri kominn með stöðu í Formúlu 1 til að gera honum síðustu dagana bærilegri. „Þetta gerðist aðeins áður en ég skrifaði í raun og veru undir en þegar að litið er til baka þá laug í engu því ég er í Formúlu 1 núna og er að keyra fyrir Ferrari sem er ótrúlegt,“ segir Charles Leclerc í viðtali við BBC. „Pabbi vildi alltaf að ég myndi keyra í Formúlu 1 og að ég yrði heimsmeistari. Ég hef ekki afrekað það síðara enn þá en ég mun vinna hart að því að láta drauma hans rætast,“ segir Charles Leclerc.
Formúla Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira