Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 21. desember 2019 20:15 Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. Hringveginum var lokað frá Núpsstað vestan Skeiðárársands og austur að Jökulsárlóni vegna óveðurs í dag. Sömu sögu var að segja af Siglufjarðarheiði og vegunum um Öxnadalsheiði og Víkurskarð. Vegurinn um Ljósavatnsskarð var opnaður í dag en klukkan tíu í kvöld verður metið hvort honum verði lokað í nótt vegna snjóflóðahættu.Útlit er fyrir verulega slæmt veður í kvöld og á morgun norðanlands.„Það er eiginlega spáð stórhríðarveðri í nótt, fyrramálið og vel fram á morgundaginn í kringum Akureyri og Þingeyjarsýslunum. Það sem verra er þá er ekki nóg með það að vegirnir haldist meira og minna tepptir, þeir sem hafa verið lokaðir í dag, heldur er hitastigið þannig að það getur hlaðist ísing á línur í byggð, svona rétt ofan við frostmark,“ segir Einar Sveinbjörnson veðurfræðingur.Landsnet og Rarik hafa verið með aukinn viðbúnað vegna veðursins og í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS óttast það aðrafmagnstruflanir gætu orðið næsta sólahringinn vegna veðurs. Staðan á hádegi á morgun.Mynd/Veðurstofan. Höfuðborgarsvæðið fær sinn skerf í kvöld Búast má við að þeir vegir sem hafa verið lokaðir haldist þannig áfram. Höfuðborgarsvæðið mun fá sinn skerf í kvöld „Þó að það hafi verið óskaplega mikil blíða hérna á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga, alveg úr tengslum við veðrið fyrir norðan eða austan þá lítur út fyrir að hér belgi hann sig aðeins með vind, sérstaklega eins og það er alltaf í norðanáttinni, þá verður það vestur í bæ, yfir tíu metrar sekúndu, tólf til fimmtán metrar á sekúndu,“ segir Einar. Á morgun dregur fyrst úr veðrinu fyrir austan. „Íbúar á Austurlandi sjá fram á það að þegar skilin ganga yfir að veðrið skánar mjög mikið og mun lagast um og upp úr hádegi. En á Norðurlandi mun hríðarveðrið halda áfram meira og minna til kvölds sýnist mér,“ segir Einar. Horfurnar fyrir jólin eru þó betri. „Síðan er nú að sjá að veðrið á aðfangadag verði skaplegt og þá ættu samgöngur að ganga greiðlega fyrir sig þó að það verði stöku stað él en það sem skiptir mestu máli er að það er að slökkna á vindinum“ Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu. 21. desember 2019 08:05 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. Hringveginum var lokað frá Núpsstað vestan Skeiðárársands og austur að Jökulsárlóni vegna óveðurs í dag. Sömu sögu var að segja af Siglufjarðarheiði og vegunum um Öxnadalsheiði og Víkurskarð. Vegurinn um Ljósavatnsskarð var opnaður í dag en klukkan tíu í kvöld verður metið hvort honum verði lokað í nótt vegna snjóflóðahættu.Útlit er fyrir verulega slæmt veður í kvöld og á morgun norðanlands.„Það er eiginlega spáð stórhríðarveðri í nótt, fyrramálið og vel fram á morgundaginn í kringum Akureyri og Þingeyjarsýslunum. Það sem verra er þá er ekki nóg með það að vegirnir haldist meira og minna tepptir, þeir sem hafa verið lokaðir í dag, heldur er hitastigið þannig að það getur hlaðist ísing á línur í byggð, svona rétt ofan við frostmark,“ segir Einar Sveinbjörnson veðurfræðingur.Landsnet og Rarik hafa verið með aukinn viðbúnað vegna veðursins og í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS óttast það aðrafmagnstruflanir gætu orðið næsta sólahringinn vegna veðurs. Staðan á hádegi á morgun.Mynd/Veðurstofan. Höfuðborgarsvæðið fær sinn skerf í kvöld Búast má við að þeir vegir sem hafa verið lokaðir haldist þannig áfram. Höfuðborgarsvæðið mun fá sinn skerf í kvöld „Þó að það hafi verið óskaplega mikil blíða hérna á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga, alveg úr tengslum við veðrið fyrir norðan eða austan þá lítur út fyrir að hér belgi hann sig aðeins með vind, sérstaklega eins og það er alltaf í norðanáttinni, þá verður það vestur í bæ, yfir tíu metrar sekúndu, tólf til fimmtán metrar á sekúndu,“ segir Einar. Á morgun dregur fyrst úr veðrinu fyrir austan. „Íbúar á Austurlandi sjá fram á það að þegar skilin ganga yfir að veðrið skánar mjög mikið og mun lagast um og upp úr hádegi. En á Norðurlandi mun hríðarveðrið halda áfram meira og minna til kvölds sýnist mér,“ segir Einar. Horfurnar fyrir jólin eru þó betri. „Síðan er nú að sjá að veðrið á aðfangadag verði skaplegt og þá ættu samgöngur að ganga greiðlega fyrir sig þó að það verði stöku stað él en það sem skiptir mestu máli er að það er að slökkna á vindinum“
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu. 21. desember 2019 08:05 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu. 21. desember 2019 08:05
Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03