Fótbolti

Blind veill fyrir hjarta og því frá keppni næstu vikurnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Blind mun ekki leika meira á þessu ári.
Blind mun ekki leika meira á þessu ári. Vísir/Getty

Daley Blind, leikmaður Ajax og hollenska landsliðsins, er frá keppni sem stendur eftir að hafa fundið fyrir svima í leik gegn Valencia þann 10. desember.

Í kjölfarið fór Blind í allsherjar rannsóknir þar sem kom í ljós að þessi lunkni leikmaður er með bólgur í hjartavöðva. Hann hefur því verið frá keppni í rúmar tvær vikur og verður það áfram út janúar á komandi ári að lágmarki.

Hinn 29 ára gamli Blind segir þó að sér líði vel sem stendur og stefni á að koma til baka eins fljótt og auðið er. 

Ajax er á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig eftir 17 umferðir líkt og AZ Alkmaar en  en fyrrnefnda liðið er ofar sökum betri markatölu.

BBC greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×