Óboðlegt að íbúar verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2019 10:00 Stjórn SSNV segir ljóst að tjónið vegna óveðursins sé verulegt en raunverulegt umfang þess muni ekki koma strax í ljós. Verið sé að meta stöðuna og greina hvaða úrbóta sé þörf. Vísir/Haukurinn Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. Tekur stjórnin heilshugar undir bókanir sveitarfélaga á svæðinu. „Það er óboðlegt á árinu 2019 að í kjölfar óveðurs skuli íbúar verða innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman, auk þess að njóta bágborinna fjarskipta og upplýsinga um hvað endurbótum og lagfæringum líður. Það er sömuleiðis óviðunandi að stefna hundruðum manna út í mannskaðaveður, með tilheyrandi hættu, til að ráðast í lagfæringar á innviðum sem hefði þegar átt að vera búið að byggja upp með því öryggi sem tilheyrir 21. öldinni,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni sem finna má á vef samtakanna.Sjá einnig: Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagnsÞar segir einnig að ljóst sé að tjónið vegna óveðursins sé verulegt en raunverulegt umfang þess muni ekki koma strax í ljós. Verið sé að meta stöðuna og greina hvaða úrbóta sé þörf. „Það er hins vegar alveg ljóst að ráðast verður í verulegar endurbætur innviða. Tryggja verður afhendingu raforku, nauðsynlegt varaafl og fjarskipti svo sú hætta sem skapaðist á meðan á veðrinu stóð skapist ekki aftur. Stöðug fækkun starfsmanna á landsbyggðinni hjá þeim stofunum sem reka framangreind kerfi gerir það að verkum að ekki er hægt að hægt að tryggja virkni þeirra við hættuástand eins og meðan á veðrinu stóð og í kjölfar þess.“ Auk þessa að segja að fjölga þurfi starfsfólki þessa stofnanna segir stjórnin að brýnt sé að þegar gefnar séu út veðurviðvaranir sem gefa tilefni til að ætla að hættuástand gæti skapast, þurfi að gera ráðstafanir með því að senda mannafla með nauðsynlegan tækjabúnað á staðinn áður en veðrið skellur á. „Stjórn SSNV vill koma á framfæri þakklæti til björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila á starfssvæðinu. Allir þeir sem vaktina stóðu unnu þrekvirki og er þakkað fyrir ómetanleg störf. Þessir aðilar voru tilbúnir undir veðurofsann sem því miður er ekki hægt að segja um þær stofnanir sem reka innviðakerfin sem við reiðum okkur á.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Öryggi íbúa ógnað með bresti innviða Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar harmar að innviðir hafi brugðist í óveðri síðustu viku og segir að á stórum hluta landsins hafi öryggi íbúa verið raunverulega ógnað. Öryggi íbúa þurfi að vera forgangsmál þjóðarinnar. 17. desember 2019 09:34 Viðkvæm staða á flutningskerfinu og slæm veðurspá Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. 19. desember 2019 10:05 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. Tekur stjórnin heilshugar undir bókanir sveitarfélaga á svæðinu. „Það er óboðlegt á árinu 2019 að í kjölfar óveðurs skuli íbúar verða innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman, auk þess að njóta bágborinna fjarskipta og upplýsinga um hvað endurbótum og lagfæringum líður. Það er sömuleiðis óviðunandi að stefna hundruðum manna út í mannskaðaveður, með tilheyrandi hættu, til að ráðast í lagfæringar á innviðum sem hefði þegar átt að vera búið að byggja upp með því öryggi sem tilheyrir 21. öldinni,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni sem finna má á vef samtakanna.Sjá einnig: Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagnsÞar segir einnig að ljóst sé að tjónið vegna óveðursins sé verulegt en raunverulegt umfang þess muni ekki koma strax í ljós. Verið sé að meta stöðuna og greina hvaða úrbóta sé þörf. „Það er hins vegar alveg ljóst að ráðast verður í verulegar endurbætur innviða. Tryggja verður afhendingu raforku, nauðsynlegt varaafl og fjarskipti svo sú hætta sem skapaðist á meðan á veðrinu stóð skapist ekki aftur. Stöðug fækkun starfsmanna á landsbyggðinni hjá þeim stofunum sem reka framangreind kerfi gerir það að verkum að ekki er hægt að hægt að tryggja virkni þeirra við hættuástand eins og meðan á veðrinu stóð og í kjölfar þess.“ Auk þessa að segja að fjölga þurfi starfsfólki þessa stofnanna segir stjórnin að brýnt sé að þegar gefnar séu út veðurviðvaranir sem gefa tilefni til að ætla að hættuástand gæti skapast, þurfi að gera ráðstafanir með því að senda mannafla með nauðsynlegan tækjabúnað á staðinn áður en veðrið skellur á. „Stjórn SSNV vill koma á framfæri þakklæti til björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila á starfssvæðinu. Allir þeir sem vaktina stóðu unnu þrekvirki og er þakkað fyrir ómetanleg störf. Þessir aðilar voru tilbúnir undir veðurofsann sem því miður er ekki hægt að segja um þær stofnanir sem reka innviðakerfin sem við reiðum okkur á.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Öryggi íbúa ógnað með bresti innviða Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar harmar að innviðir hafi brugðist í óveðri síðustu viku og segir að á stórum hluta landsins hafi öryggi íbúa verið raunverulega ógnað. Öryggi íbúa þurfi að vera forgangsmál þjóðarinnar. 17. desember 2019 09:34 Viðkvæm staða á flutningskerfinu og slæm veðurspá Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. 19. desember 2019 10:05 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30
Öryggi íbúa ógnað með bresti innviða Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar harmar að innviðir hafi brugðist í óveðri síðustu viku og segir að á stórum hluta landsins hafi öryggi íbúa verið raunverulega ógnað. Öryggi íbúa þurfi að vera forgangsmál þjóðarinnar. 17. desember 2019 09:34
Viðkvæm staða á flutningskerfinu og slæm veðurspá Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. 19. desember 2019 10:05