Mælti fyrir frumvarpi um nýja stjórnarskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 17:10 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti í dag fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Logi segist í samtali við Vísi vera hóflega bjartsýnn á að málið nái fram að ganga en það sé við hæfi að taka málið til umfjöllunar nú á 7 ára afmæli ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. Ísland er frjálst og fullvalda ríki. Hornsteinar þess eru virðing fyrir lögum, frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi,“ segir meðal annars í aðfararorðum frumvarpsins.Sjá einnig: Samfylkingin og Píratar vilja nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs Þetta er í þriðja sinn sem málið er borið upp í heild sinni og en það byggir á því frumvarpi sem lagt var fram á 145. löggjafarþingi þar sem unnið hafði verið úr tillögum stjórnlagaráðs. „Þetta er auðvitað mjög merkilegt mál, það byggir á miklu almenningssamráði,“ segir Logi, en það eru þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata sem flytja málið nú. Fyrst voru það Samfylkingin og Vinstri grænir sem fluttu málið, þá Píratar og nú Samfylkingin og Píratar í sameiningu. „Það þarf oft að gera margar atlögur að skaflinum áður en maður kemst í gegnum hann,“ segir Logi. Hann voni að þingmenn úr röðum Vinstri grænna muni styðja málið, líkt og þeir gerðu fyrst þegar málið var flutt, ef til þess kemur að greidd verði um það atkvæði á þingi. Málinu hefur nú verið vísað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og kveðst Logi vona að nefndin taki það til efnislegrar meðferðar, fái til sín gesti og eigi um það góðar umræður. „Helst hefði ég viljað sjá Alþingi taka afstöðu til þess,“ segir Logi. Alþingi Píratar Samfylkingin Stjórnarskrá Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti í dag fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Logi segist í samtali við Vísi vera hóflega bjartsýnn á að málið nái fram að ganga en það sé við hæfi að taka málið til umfjöllunar nú á 7 ára afmæli ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. Ísland er frjálst og fullvalda ríki. Hornsteinar þess eru virðing fyrir lögum, frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi,“ segir meðal annars í aðfararorðum frumvarpsins.Sjá einnig: Samfylkingin og Píratar vilja nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs Þetta er í þriðja sinn sem málið er borið upp í heild sinni og en það byggir á því frumvarpi sem lagt var fram á 145. löggjafarþingi þar sem unnið hafði verið úr tillögum stjórnlagaráðs. „Þetta er auðvitað mjög merkilegt mál, það byggir á miklu almenningssamráði,“ segir Logi, en það eru þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata sem flytja málið nú. Fyrst voru það Samfylkingin og Vinstri grænir sem fluttu málið, þá Píratar og nú Samfylkingin og Píratar í sameiningu. „Það þarf oft að gera margar atlögur að skaflinum áður en maður kemst í gegnum hann,“ segir Logi. Hann voni að þingmenn úr röðum Vinstri grænna muni styðja málið, líkt og þeir gerðu fyrst þegar málið var flutt, ef til þess kemur að greidd verði um það atkvæði á þingi. Málinu hefur nú verið vísað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og kveðst Logi vona að nefndin taki það til efnislegrar meðferðar, fái til sín gesti og eigi um það góðar umræður. „Helst hefði ég viljað sjá Alþingi taka afstöðu til þess,“ segir Logi.
Alþingi Píratar Samfylkingin Stjórnarskrá Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira