Innlent

Funduðu um jafnréttismál á kvennafrídeginum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra eiga fast sæti í ráðherranefnd um jafnréttismál.
Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra eiga fast sæti í ráðherranefnd um jafnréttismál. Vísir/Vilhelm
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði í dag til fundar í ráðherranefnd um jafnréttismál. Á fundinum var gerð grein fyrir vinnu forsætisráðuneytisins við heildarendurskoðun jafnréttislaga og dómsmálaráðherra fjallaði um áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu og stöðu vinnu á því sviði.

Þá gerði utanríkisráðherra grein fyrir skýrslu Alþjóðabankans um lagalega stöðu kvenna í tengslum við atvinnuþátttöku (Women, Business and the Law 2019). Þá var m.a. fjallað um jafnlaunavottun og fleira sem framundan er á vettvangi jafnréttismála.

Fundinn sátu, auk forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra.

Fjölmargar konur um allt land lögðu niður vinnu klukkan 14:55 á kvennafrídeginum í fyrra og fylktu liði á samstöðufundi á Árnarhóli undir kjörorðunum: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Kvennafrídagurinn hefur verið haldinn síðan árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna.

Að neðan má sjá ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, á Arnarhóli fyrir ári.


Tengdar fréttir

„Ég á ekki orð yfir þessum fjölda“

„Ég er alveg alsæl og við erum það allar í skottunum," segir Bryndís Bjarnarson, framkvæmdastjóri Kvennafrídagsins 2010. Hún segist reikna með því að um 80 þúsund konur hafi safnast saman í dag um land allt.

"Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“

Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×