Viðskipti innlent

Sigríður til Völku

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Olgeirsdóttir.
Sigríður Olgeirsdóttir. Valka
Sigríður Olgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðstjóri þjónustu hjá hátæknifyrirtækinu Völku.

Í tilkynningu segir að Sigríður muni bera ábyrgð á þjónustusviði fyrirtækisins á alþjóðvísu, en fyrirtækið hefur vaxið mjög síðustu misseri.Hún hafi síðustu níu ár verið framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka, auk þess að eiga sæti í fjölda stjórna í viðskiptalífinu, hérlendis sem erlendis.

„Hún var framkvæmdastjóri Ax hugbúnaðarhúss, forstjóri Humac, og framkvæmdastjóri hjá Tæknivali og stofnaði og byggði upp Tæknival í Danmörku.

Sigríður er kerfisfræðingur frá Tigentskolen í Danmörku, með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, AMP gráðu frá Harvard Business School og próf í rekstrar- og viðskiptafræðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×