Berglind skaust fyrst fram á sjónarsviðið með vefsíðu sinni The Berglind Festival þar sem hún birti stuttar, glettnar færslur með hvers kyns hreyfimyndum. Þegar síðunnar hætti að njóta við flutti hún grín sitt yfir á Twitter þar sem færslur hennar hafa notið mikilla vinsælda.
Það var einmitt í einni slíkri færslu sem hún greindi frá vistaskiptunum, en hana má sjá hér að neðan.
Undanfarin ár hefur Berglind starfað í auglýsingageiranum, nú síðast hjá Tjarnargötunni. Þar hóf hún störf þann 1. maí síðastliðinn. Þar áður hafði hún starfað hjá auglýsingastofunum ENNEMM og Íslensku auglýsingastofunni, auk þess sem hún hefur skrifað pistla í Fréttablaðið.
Frægðarsól hennar reis þó hæst eftir að hún var fengin til að vera með stutt innslög í kvöldþætti Gísla Marteins Baldurssonar, Vikan með Gísla Marteini, sem sýndur er í Ríkissjónvarpinu.
Fyrsti dagurinn í kaktusabúðinni. pic.twitter.com/p7pxWwWnpp
— Berglind Festival (@ergblind) January 2, 2019