Nú í vikunni mætti leikkonan Demi Moore og tók þátt í leiknum en hún gaf á dögunum út ævisögu sína Inside Out.
Í leiknum kom meðal annars fram að Corden hafði ekki lesið bókina, þrátt fyrir að hafa talað eins og hann hafi í raun gert það í upphafi þáttar.
Corden sagði einnig mjög skemmtilega sögu frá því þegar rapparinn Rick Ross neitaði að taka þátt í atriði í þættinum eftir að hafa séð það fyrir fram.
Demi More varð að drekka vægast sagt ógeðslegan sjeik.