Háreysti í Harare eftir hárkollukaup Andri Eysteinsson skrifar 5. apríl 2019 20:00 Hér má sjá samskonar hárkollur á höfðum dómara í Hong Kong. EPA/YM YIK Fréttaflutningur af hárkollukaupum simbabvesku ríkisstjórnarinnar hefur fallið í grýttan jarðveg meðal stjórnarandstæðinga sem annarra í landinu. Dagblaðið Zimbabwe Independent greindi frá því í vikunni að dómsyfirvöld hafi lagt inn pöntun til fyrirtækisins Stanley Ley í London, sem sérhæfir sig í búnaði fyrir lögmenn og dómara, upp á 64 hárkollur. Heildarverðmæti hárkollanna er talið vera 118 þúsund pund eða 18.3 milljónir króna. Eigandi Stanley Ley, Stanley Ginsburg, staðfesti í samtali við CNN að ríkisstjórnin hafi átt í viðskiptum við fyrirtækið en sagði að fjöldi hárkollanna sem tilgreindur hafði verið væri rangur. Þrátt fyrir það er almenningur í Simbabve ósáttur við þessi fjárútlát ríkisstjórnar Emmerson Mnangagwa. Fjölmiðlamaðurinn Hopewell Chin‘ono gagnrýndi ákvörðunina á Twitter og spurði hvernig ríkisstjórnin ætli að réttlæta að geta keypt svo dýrar hárkollur á meðan að ekki eru til fjármunir til kaupa á nauðsynjum fyrir ungabörn á sjúkrahúsum landsins.I have argued here that this country sufferers from a catastrophic mismanagement of resources. How do you explain a government allocating US$155,000 for wigs to be bought in England when the same government is failing to buy bandages & betadine for infants in paediatric wards pic.twitter.com/StNch2FKTs — Hopewell Chin'ono (@daddyhope) April 1, 2019 Stanley Ginsburg, eigandi Stanley Ley, sagði í samtalinu við CNN að hárkollan væri til þess fallin að auka virðingu réttarins. „Í dómsmálum er búningurinn mikilvægur, hvað er því að virða hefðir?“ Fjölmörg fyrrum ríkja breska heimsveldisins notast enn við þá bresku hefð að dómarar og lögmenn notist við síðar hvítar hárkollur í dómssal. Þó hafa ýmsir dómstólar til að mynda í Suður-Afríku, Ástralíu og jafnvel í Bretlandi sagt skilið við hárkollurnar.Emmerson Mnangagwa forseti SimbabveGetty/Mikhail Svetlov Simbabve Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Fréttaflutningur af hárkollukaupum simbabvesku ríkisstjórnarinnar hefur fallið í grýttan jarðveg meðal stjórnarandstæðinga sem annarra í landinu. Dagblaðið Zimbabwe Independent greindi frá því í vikunni að dómsyfirvöld hafi lagt inn pöntun til fyrirtækisins Stanley Ley í London, sem sérhæfir sig í búnaði fyrir lögmenn og dómara, upp á 64 hárkollur. Heildarverðmæti hárkollanna er talið vera 118 þúsund pund eða 18.3 milljónir króna. Eigandi Stanley Ley, Stanley Ginsburg, staðfesti í samtali við CNN að ríkisstjórnin hafi átt í viðskiptum við fyrirtækið en sagði að fjöldi hárkollanna sem tilgreindur hafði verið væri rangur. Þrátt fyrir það er almenningur í Simbabve ósáttur við þessi fjárútlát ríkisstjórnar Emmerson Mnangagwa. Fjölmiðlamaðurinn Hopewell Chin‘ono gagnrýndi ákvörðunina á Twitter og spurði hvernig ríkisstjórnin ætli að réttlæta að geta keypt svo dýrar hárkollur á meðan að ekki eru til fjármunir til kaupa á nauðsynjum fyrir ungabörn á sjúkrahúsum landsins.I have argued here that this country sufferers from a catastrophic mismanagement of resources. How do you explain a government allocating US$155,000 for wigs to be bought in England when the same government is failing to buy bandages & betadine for infants in paediatric wards pic.twitter.com/StNch2FKTs — Hopewell Chin'ono (@daddyhope) April 1, 2019 Stanley Ginsburg, eigandi Stanley Ley, sagði í samtalinu við CNN að hárkollan væri til þess fallin að auka virðingu réttarins. „Í dómsmálum er búningurinn mikilvægur, hvað er því að virða hefðir?“ Fjölmörg fyrrum ríkja breska heimsveldisins notast enn við þá bresku hefð að dómarar og lögmenn notist við síðar hvítar hárkollur í dómssal. Þó hafa ýmsir dómstólar til að mynda í Suður-Afríku, Ástralíu og jafnvel í Bretlandi sagt skilið við hárkollurnar.Emmerson Mnangagwa forseti SimbabveGetty/Mikhail Svetlov
Simbabve Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira