Dómur staðfestur fyrir manndráp af gáleysi við Jökulsárlón Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2019 15:14 Frá Jökulsárlóni þar sem slysið varð í ágúst 2015. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest tvegja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp af gáleysi í Jökulsárlóni sumarið 2015. Dómur var kveðinn upp í dag en maðurinn var skipstjóri á hjólabátnum Jaka sem bakkað var yfir kanadíska konu með þeim afleiðingum að konan lést. Skipstjórinn var sviptur réttindum sínum í hálft ár og dæmdur til að greiða málskostnað upp á um tvær milljónir króna héraði. Því til viðbótar bættust við 1,5 milljónir króna í áfrýjunarkostnað auk málsvarnarlaun verjanda síns. Í ákærunni var skipstjórinn sakaður um að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu þannig að báturinn hafnaði á konunni með þeim afleiðingum að hún hlaut fjöláverka og lést nær samstundis. Málið var tvö ár í rannsókn hjá lögreglu áður en ákæra var gefin út sumarið 2015. Hálfu ári síðar hefur verið kveðinn upp dómur. Þegar slysið átti sér stað fylgdist fjölskyldan með þyrlu lenda á malarsvæði fyrir aftan bátinn. Það var þá sem skipstjórinn bakkaði, án þess að líta aftur fyrir sig. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kom fram að skipstjórinn hefði verið réttindalaus og alfarið treyst á aðstoðarmann sem gaf honum merki um að í lagi væri að bakka. Þar kemur einnig fram að fólkið hefði ekki heyrt í bátnum þar sem hávaðinn frá þyrlunni yfirgnæfði hljóðið. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslysið í Jökulsárlóni: Skipstjórinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Hann bakkaði hjólabát á kanadíska ferðakonu við Jökulsárlón sumarið 2015. 10. janúar 2018 15:32 Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28 Skipstjóri hjólabátsins segist ekki hafa getað sýnt meiri aðgát Skipstjóri hjólabáts, sem varð valdur að dauða konu við Jökulsárlón, og starfsmaður á malarplani við lónið segja ekkert óeðlilegt við það hvernig bátnum var ekið. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram í dag en maðurinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 16. nóvember 2017 06:00 Banaslysið í Jökulsárlóni: Hættulegar starfsaðstæður virtar skipstjóranum til mildunar refsingar Skipstjóranum sem dæmdur var í tveggja mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Austurlands í gær voru búnar hættulegar starfsaðstæður hjá ferðaþjónustufyrirtækinu sem hann starfaði hjá 11. janúar 2018 19:00 Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest tvegja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp af gáleysi í Jökulsárlóni sumarið 2015. Dómur var kveðinn upp í dag en maðurinn var skipstjóri á hjólabátnum Jaka sem bakkað var yfir kanadíska konu með þeim afleiðingum að konan lést. Skipstjórinn var sviptur réttindum sínum í hálft ár og dæmdur til að greiða málskostnað upp á um tvær milljónir króna héraði. Því til viðbótar bættust við 1,5 milljónir króna í áfrýjunarkostnað auk málsvarnarlaun verjanda síns. Í ákærunni var skipstjórinn sakaður um að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgæslu þannig að báturinn hafnaði á konunni með þeim afleiðingum að hún hlaut fjöláverka og lést nær samstundis. Málið var tvö ár í rannsókn hjá lögreglu áður en ákæra var gefin út sumarið 2015. Hálfu ári síðar hefur verið kveðinn upp dómur. Þegar slysið átti sér stað fylgdist fjölskyldan með þyrlu lenda á malarsvæði fyrir aftan bátinn. Það var þá sem skipstjórinn bakkaði, án þess að líta aftur fyrir sig. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kom fram að skipstjórinn hefði verið réttindalaus og alfarið treyst á aðstoðarmann sem gaf honum merki um að í lagi væri að bakka. Þar kemur einnig fram að fólkið hefði ekki heyrt í bátnum þar sem hávaðinn frá þyrlunni yfirgnæfði hljóðið.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslysið í Jökulsárlóni: Skipstjórinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Hann bakkaði hjólabát á kanadíska ferðakonu við Jökulsárlón sumarið 2015. 10. janúar 2018 15:32 Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28 Skipstjóri hjólabátsins segist ekki hafa getað sýnt meiri aðgát Skipstjóri hjólabáts, sem varð valdur að dauða konu við Jökulsárlón, og starfsmaður á malarplani við lónið segja ekkert óeðlilegt við það hvernig bátnum var ekið. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram í dag en maðurinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 16. nóvember 2017 06:00 Banaslysið í Jökulsárlóni: Hættulegar starfsaðstæður virtar skipstjóranum til mildunar refsingar Skipstjóranum sem dæmdur var í tveggja mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Austurlands í gær voru búnar hættulegar starfsaðstæður hjá ferðaþjónustufyrirtækinu sem hann starfaði hjá 11. janúar 2018 19:00 Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Banaslysið í Jökulsárlóni: Skipstjórinn dæmdur í tveggja mánaða fangelsi Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Hann bakkaði hjólabát á kanadíska ferðakonu við Jökulsárlón sumarið 2015. 10. janúar 2018 15:32
Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28
Skipstjóri hjólabátsins segist ekki hafa getað sýnt meiri aðgát Skipstjóri hjólabáts, sem varð valdur að dauða konu við Jökulsárlón, og starfsmaður á malarplani við lónið segja ekkert óeðlilegt við það hvernig bátnum var ekið. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram í dag en maðurinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 16. nóvember 2017 06:00
Banaslysið í Jökulsárlóni: Hættulegar starfsaðstæður virtar skipstjóranum til mildunar refsingar Skipstjóranum sem dæmdur var í tveggja mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Austurlands í gær voru búnar hættulegar starfsaðstæður hjá ferðaþjónustufyrirtækinu sem hann starfaði hjá 11. janúar 2018 19:00
Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39