Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2019 14:41 Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. Fyrsti valkostur starfshóps um fjármögnun samgöngukerfisins er breytt forgangsröðun í ríkisútgjöldum. Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. Flýtiframkvæmdirnar níu eru allar utan höfuðborgarsvæðisins og hefur hópurinn reiknað út að henti vel að fjármagna með gjaldtöku af umferð. Starfshópurinn skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag og hófst klukkan 13:00. Áætlað er að flýtiframkvæmdirnar muni kosta samtals um 40 milljarða króna á næstu sjö árum. Leiðarljós hópsins var að leita leiða til að flýta uppbyggingu brýnna samgöngumannvirkja í þágu umferðaröryggis. Forgangsverkefnin níu eru eftirfarandi: Grindavíkurvegur – Bláalónsvegur – Grindavík Reykjanesbraut – Fitjar-Flugstöð Reykjanesbraut – Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun Suðurlandsvegur – Biskupstungnabraut- Kambar Suðurlandsvegur – Fossvellir – Norðlingavað Suðurlandsvegur – Skeiðavegamót – Selfoss Suðurlandsvegur – Ölfusárbrú Vesturlandsvegur – Hvalfjarðargöng – Borgarnes Vesturlandsvegur – Þingvallavegur – Leirvogstunga og um Kjalarnes Opinbert hlutafélag og samvinnuverkefni Næsti valkostur við flýtiframkvæmdirnar er að stofna opinbert hlutafélag um framkvæmdir, lántökur og innheimtu veggjalda að mati starfshópsins. Hann telur þó engar fjármögnunarleiðir fyrir hendi sem ekki eru háðar svigrúmi ríkisins nema framkvæmdir sem gætu hentað sem samvinnuverkefni. Hópurinn telur að samvinnuverkefni gætu vel hentað fyrir stórar nýframkvæmdir á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Starfshópurinn leggur til að hugmyndir um veggjöld vegna einstakra framkvæmda verði þróaðar áfram. Fjármögnun vegaframkvæmda með ríkisfé útilokar ekki gjaldtöku að framkvæmdum loknum að mati starfshópsins. Lagt er til að gjaldtaka af umferð miðist við hverja framkvæmd fyrir sig og verði í samræmi við kostnað tiltekinnar framkvæmdar. Það sé mikilvægt að gjaldið sem innheimt verði á einum stað verði ekki notað til að standa undir framkvæmdum á öðrum stað. Hópurinn vill að miðað verði við að hlutfall kostnaðar vegna gjaldtöku af innheimtum tekjum verði ekki hærra en 10%. Í starfshópnum sátu Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður hópsins, Benedikt Árnason skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri, Hreinn Haraldsson fyrrverandi vegamálastjóri, Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Páll Ásgeir Guðmundsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. Með hópnum starfaði starfsfólk í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Vegagerðinni. Samgöngur Vegtollar Ný Ölfusárbrú Umferðaröryggi Tengdar fréttir Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fyrsti valkostur starfshóps um fjármögnun samgöngukerfisins er breytt forgangsröðun í ríkisútgjöldum. Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. Flýtiframkvæmdirnar níu eru allar utan höfuðborgarsvæðisins og hefur hópurinn reiknað út að henti vel að fjármagna með gjaldtöku af umferð. Starfshópurinn skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag og hófst klukkan 13:00. Áætlað er að flýtiframkvæmdirnar muni kosta samtals um 40 milljarða króna á næstu sjö árum. Leiðarljós hópsins var að leita leiða til að flýta uppbyggingu brýnna samgöngumannvirkja í þágu umferðaröryggis. Forgangsverkefnin níu eru eftirfarandi: Grindavíkurvegur – Bláalónsvegur – Grindavík Reykjanesbraut – Fitjar-Flugstöð Reykjanesbraut – Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun Suðurlandsvegur – Biskupstungnabraut- Kambar Suðurlandsvegur – Fossvellir – Norðlingavað Suðurlandsvegur – Skeiðavegamót – Selfoss Suðurlandsvegur – Ölfusárbrú Vesturlandsvegur – Hvalfjarðargöng – Borgarnes Vesturlandsvegur – Þingvallavegur – Leirvogstunga og um Kjalarnes Opinbert hlutafélag og samvinnuverkefni Næsti valkostur við flýtiframkvæmdirnar er að stofna opinbert hlutafélag um framkvæmdir, lántökur og innheimtu veggjalda að mati starfshópsins. Hann telur þó engar fjármögnunarleiðir fyrir hendi sem ekki eru háðar svigrúmi ríkisins nema framkvæmdir sem gætu hentað sem samvinnuverkefni. Hópurinn telur að samvinnuverkefni gætu vel hentað fyrir stórar nýframkvæmdir á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Starfshópurinn leggur til að hugmyndir um veggjöld vegna einstakra framkvæmda verði þróaðar áfram. Fjármögnun vegaframkvæmda með ríkisfé útilokar ekki gjaldtöku að framkvæmdum loknum að mati starfshópsins. Lagt er til að gjaldtaka af umferð miðist við hverja framkvæmd fyrir sig og verði í samræmi við kostnað tiltekinnar framkvæmdar. Það sé mikilvægt að gjaldið sem innheimt verði á einum stað verði ekki notað til að standa undir framkvæmdum á öðrum stað. Hópurinn vill að miðað verði við að hlutfall kostnaðar vegna gjaldtöku af innheimtum tekjum verði ekki hærra en 10%. Í starfshópnum sátu Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður hópsins, Benedikt Árnason skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri, Hreinn Haraldsson fyrrverandi vegamálastjóri, Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Páll Ásgeir Guðmundsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. Með hópnum starfaði starfsfólk í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Vegagerðinni.
Samgöngur Vegtollar Ný Ölfusárbrú Umferðaröryggi Tengdar fréttir Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04
Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00
Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30