Körfubolti

Daníel Guðni tekur við karlaliði Grindavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samningurinn handsalaður.
Samningurinn handsalaður. Mynd/Fésbókarsíða Grindavíkur
Grindvíkingar voru ekki lengi þjálfaralausir í Domino´s deild karla í körfubolta en Jóhann Þór Ólafsson hætti með liðið eftir tímabilið.

Grindvíkingar tilkynntu um nýjan þjálfara á fésbókarsíðu sinni í dag. Þeir fóru ekki langt í leit sinni að næsta þjálfara.

Daníel Guðni Guðmundsson verður næsti þjálfari karlaliðs Grindavíkur og fær því stöðuhækkun því hann var aðstoðarþjálfari Jóhanns hjá meistaraflokki karla í vetur.

Daníel Guðni var þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í tvö tímabil áður en hann kom til Grindavíkur og þar á undan fékk hann sitt fyrsta tækifæri í meistaraflokksþjálfun þegar þjálfaði kvennalið Grindavíkur.

Daníel Guðni er 33 ára gamall og uppalinn í Njarðvík. Hann stýrði Njarðvíkurliðinu frá 2016 til 2018 og undir hans stjórn vann liðið 24 af 44 deildarleikjum en tapaði öllum þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×