Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Ari Brynjólfsson skrifar 5. apríl 2019 08:00 Skólameistarar sem sent hafa inn umsagnir vegna sálfræðiþjónustu segja þörfina mikla. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra verði falið að tryggja öllum framhaldsskólanemendum frítt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Þetta er í fjórða sinn sem slík tillaga er lögð fram á síðustu árum. Fyrstu tvær tillögurnar voru sendar til velferðarnefndar þar sem þær dagaði uppi. Guðjón S. Brjánsson segist vera sé bjartsýnn á að tillagan fái brautargengi. „Ef hún fær það ekki nú á vorþingi, þá munum við endurflytja hana í haust. Við þurfum að leita allra leiða í þeirri viðleitni að bæta líðan stórra hópa ungs fólks, ekki síst þeirra sem eru í námi,“ segir Guðjón.Guðjón S. Brjánsson þingmaður SamfylkingarinnarLandlæknir, Landspítalinn og Barnaheill sendu inn jákvæðar umsagnir síðast þegar tillagan kom inn á borð velferðarnefndar. Skólameistarar Flensborgar og Kvennaskólans studdu einnig tillöguna og sögðu þörfina mikla. Guðjón segir vafasamt að Íslendingar eigi met í brottfalli í samanburði við nágrannalöndin. Tillagan felur í sér að strax í haust verði allir framhaldsskólanemar, alls meira en 20 þúsund nemendur, komnir með aðgang að sálfræðingi sér að kostnaðarlausu. Aðspurður hvort það sé raunhæft segir Guðjón að hægt verði að stíga fyrstu skrefin í haust. „Auðvitað þarf að skipuleggja þjónustuna en það er hægt að byrja róðurinn strax.“ Bæta þurfi líðan nemenda. „Þetta eru knýjandi málefni, stundum eru líf í húfi.“ Óvíst er hvað þetta kallar á marga sálfræðinga en það er sett í hendur ráðherra. Í tillögunni sjálfri er gert ráð fyrir einum sálfræðingi á hverja 700 nemendur, eða rúmlega 30 stöðugildi. Í umsögn Félags framhaldsskólakennara er hámarkið miðað við 300 nemendur á hvern sálfræðing, eða meira en 70 stöðugildi. Guðjón telur að uppbyggingin kalli alls ekki á hreina kostnaðaraukningu frá því sem nú er. „Geðheilbrigðisstefna ráðherra er fjármögnuð en í ýmsa þætti hennar veitti ráðherra nýlega 630 milljónir króna og þar ætti að finnast svigrúm til forgangsröðunar til þessa þáttar,“ segir Guðjón. Einnig sé möguleiki á samstarfsverkefnum milli skólanna og heilsugæslunnar. „Auðvitað kostar þessi faglega þjónusta, sem þarf að vera nátengd skólastarfinu sjálfu, talsverða peninga. Eitt stöðugildi sálfræðings kostar ekki undir 12 milljónum króna á ári en það er fé sem ávaxtar sig vel, bæði gagnvart velferð og lífi nemendanna sjálfra og öllu skólastarfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Samfylkingin Skóla - og menntamál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra verði falið að tryggja öllum framhaldsskólanemendum frítt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Þetta er í fjórða sinn sem slík tillaga er lögð fram á síðustu árum. Fyrstu tvær tillögurnar voru sendar til velferðarnefndar þar sem þær dagaði uppi. Guðjón S. Brjánsson segist vera sé bjartsýnn á að tillagan fái brautargengi. „Ef hún fær það ekki nú á vorþingi, þá munum við endurflytja hana í haust. Við þurfum að leita allra leiða í þeirri viðleitni að bæta líðan stórra hópa ungs fólks, ekki síst þeirra sem eru í námi,“ segir Guðjón.Guðjón S. Brjánsson þingmaður SamfylkingarinnarLandlæknir, Landspítalinn og Barnaheill sendu inn jákvæðar umsagnir síðast þegar tillagan kom inn á borð velferðarnefndar. Skólameistarar Flensborgar og Kvennaskólans studdu einnig tillöguna og sögðu þörfina mikla. Guðjón segir vafasamt að Íslendingar eigi met í brottfalli í samanburði við nágrannalöndin. Tillagan felur í sér að strax í haust verði allir framhaldsskólanemar, alls meira en 20 þúsund nemendur, komnir með aðgang að sálfræðingi sér að kostnaðarlausu. Aðspurður hvort það sé raunhæft segir Guðjón að hægt verði að stíga fyrstu skrefin í haust. „Auðvitað þarf að skipuleggja þjónustuna en það er hægt að byrja róðurinn strax.“ Bæta þurfi líðan nemenda. „Þetta eru knýjandi málefni, stundum eru líf í húfi.“ Óvíst er hvað þetta kallar á marga sálfræðinga en það er sett í hendur ráðherra. Í tillögunni sjálfri er gert ráð fyrir einum sálfræðingi á hverja 700 nemendur, eða rúmlega 30 stöðugildi. Í umsögn Félags framhaldsskólakennara er hámarkið miðað við 300 nemendur á hvern sálfræðing, eða meira en 70 stöðugildi. Guðjón telur að uppbyggingin kalli alls ekki á hreina kostnaðaraukningu frá því sem nú er. „Geðheilbrigðisstefna ráðherra er fjármögnuð en í ýmsa þætti hennar veitti ráðherra nýlega 630 milljónir króna og þar ætti að finnast svigrúm til forgangsröðunar til þessa þáttar,“ segir Guðjón. Einnig sé möguleiki á samstarfsverkefnum milli skólanna og heilsugæslunnar. „Auðvitað kostar þessi faglega þjónusta, sem þarf að vera nátengd skólastarfinu sjálfu, talsverða peninga. Eitt stöðugildi sálfræðings kostar ekki undir 12 milljónum króna á ári en það er fé sem ávaxtar sig vel, bæði gagnvart velferð og lífi nemendanna sjálfra og öllu skólastarfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Samfylkingin Skóla - og menntamál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“