Svik og prettir hf. Hilmar Harðarson skrifar 5. apríl 2019 07:00 Það hefur verið átakanlega sorglegt að fylgjast með fréttaflutningi fjölmiðla af því hvernig einstaka bílaleigur hafa starfrækt skipulagðar svikamyllur gagnvart íslenskum neytendum með því að skrúfa niður kílómetrafjölda í bílaleigubílum sem síðan hafa verið seldir landsmönnum. Þessi hreinræktaða glæpastarfsemi, sem hún vissulega er, hefur valdið gríðarlegum skaða á bílasölumarkaði, sáð fræjum vantrausts og tortryggni, efinn er í hugum þeirra sem ætla að kaupa sér notaðan bíl og fólk veit einfaldlega ekki hverjum það getur treyst. Fagmennska hefur vikið fyrir fúski og við vitum öll hvað gerist þegar fúsk kemur við sögu. Vissulega, og það skal undirstrikað, standa langflestar bílaleigur sig algjörlega hvað þetta varðar og koma fram af heiðarleika og hreinskilni, en minnihlutinn kemur með framferði sínu óorði á alla greinina. Það er ennfremur óþolandi staða að bílaleigubílar, sem eru mest eknu bílar landsins, og við mætum á þjóðvegunum á hverjum degi, séu aðeins skoðaðir á þriggja ára fresti. Auðvitað eiga þeir, rétt eins og atvinnubílar, að vera skoðaðir á hverju ári. Heilbrigð skynsemi segir okkur það! Allt annað er fúsk og því óásættanlegt! Því miður er það þannig að við vinnustaðaeftirlit okkar undanfarin ár hefur komið í ljós að alltof margir ófaglærðir aðilar eru að störfum á þessum stöðum og undir slíkum kringumstæðum getur skapast andrúmsloft þar sem undirferli fær að blómstra. Það er með öllu óþolandi að þurfa að fylgjast með því hvernig örfáir svartir sauðir skemma fyrir þeim bílaleigum sem eru í heiðarlegri starfsemi og enn á ný kemur til þess að við þurfum að benda á þá brotalöm sem fylgir svartri atvinnustarfsemi, vinnustöðum þar sem kennitöluflakk hefur viðgengist og þar sem ófaglærðir einir eru að störfum. Margoft höfum við bent á þetta en við trúum því að dropinn holi steininn og opinberir aðilar muni á endanum meðtaka skilaboðin. Þar sem faglærðir iðnaðarmenn eru að störfum eru vinnubrögðin í lagi og neytendur geta treyst því að viðhald sé í lagi og upplýsingar séu réttar. Fagmenn tryggja nefnilega að rétt sé að staðið. Við sættum okkur við fagmennsku og heiðarleika og vönduð vinnubrögð, við sættum okkur aldrei við fúsk í fyrirtækjum sem gætu eins heitið Svik og prettir hf.Höfundur er formaður Samiðnar og formaður Félags iðn- og tæknigreina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið átakanlega sorglegt að fylgjast með fréttaflutningi fjölmiðla af því hvernig einstaka bílaleigur hafa starfrækt skipulagðar svikamyllur gagnvart íslenskum neytendum með því að skrúfa niður kílómetrafjölda í bílaleigubílum sem síðan hafa verið seldir landsmönnum. Þessi hreinræktaða glæpastarfsemi, sem hún vissulega er, hefur valdið gríðarlegum skaða á bílasölumarkaði, sáð fræjum vantrausts og tortryggni, efinn er í hugum þeirra sem ætla að kaupa sér notaðan bíl og fólk veit einfaldlega ekki hverjum það getur treyst. Fagmennska hefur vikið fyrir fúski og við vitum öll hvað gerist þegar fúsk kemur við sögu. Vissulega, og það skal undirstrikað, standa langflestar bílaleigur sig algjörlega hvað þetta varðar og koma fram af heiðarleika og hreinskilni, en minnihlutinn kemur með framferði sínu óorði á alla greinina. Það er ennfremur óþolandi staða að bílaleigubílar, sem eru mest eknu bílar landsins, og við mætum á þjóðvegunum á hverjum degi, séu aðeins skoðaðir á þriggja ára fresti. Auðvitað eiga þeir, rétt eins og atvinnubílar, að vera skoðaðir á hverju ári. Heilbrigð skynsemi segir okkur það! Allt annað er fúsk og því óásættanlegt! Því miður er það þannig að við vinnustaðaeftirlit okkar undanfarin ár hefur komið í ljós að alltof margir ófaglærðir aðilar eru að störfum á þessum stöðum og undir slíkum kringumstæðum getur skapast andrúmsloft þar sem undirferli fær að blómstra. Það er með öllu óþolandi að þurfa að fylgjast með því hvernig örfáir svartir sauðir skemma fyrir þeim bílaleigum sem eru í heiðarlegri starfsemi og enn á ný kemur til þess að við þurfum að benda á þá brotalöm sem fylgir svartri atvinnustarfsemi, vinnustöðum þar sem kennitöluflakk hefur viðgengist og þar sem ófaglærðir einir eru að störfum. Margoft höfum við bent á þetta en við trúum því að dropinn holi steininn og opinberir aðilar muni á endanum meðtaka skilaboðin. Þar sem faglærðir iðnaðarmenn eru að störfum eru vinnubrögðin í lagi og neytendur geta treyst því að viðhald sé í lagi og upplýsingar séu réttar. Fagmenn tryggja nefnilega að rétt sé að staðið. Við sættum okkur við fagmennsku og heiðarleika og vönduð vinnubrögð, við sættum okkur aldrei við fúsk í fyrirtækjum sem gætu eins heitið Svik og prettir hf.Höfundur er formaður Samiðnar og formaður Félags iðn- og tæknigreina.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar