Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Sylvía Hall skrifar 17. október 2019 20:30 Áslaug Arna segist vera ósátt við hvernig mál ríkislögreglustjóra hefur verið rakið í fjölmiðlum. Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað óásættanlegt hvernig staðan hefur verið rekin í fjölmiðlum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, aðspurð um stöðuna innan lögreglunnar í Kastljósi í kvöld. Mikil ólga hefur verið innan lögreglunnar vegna Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hann og hefur málið farið hátt í fjölmiðlum undanfarið. Vantrauststillagan var samþykkt á formannafundi Landssambands lögreglumanna í september og sagði Snorri Magnússon, formaður landssambandsins, að viðtal við ríkislögreglustjóra í Morgunblaðinu hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Í viðtalinu ræddi Haraldur meðal annars spillingu innan lögreglunnar. Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu.Sjá einnig: Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn„Já, ég var ósátt við viðtalið og sagði honum það. Ég var ósátt við það hvernig hann tjáði sig um málefni lögreglunnar,“ sagði Áslaug en hún fundaði með ríkislögreglustjóra þann 24. september þar sem ákveðið var að Haraldur sæti áfram í embætti, þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingu lögreglustjóranna.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmViðtalið var harðlega gagnrýnt af mörgum og þá sérstaklega orð hans um að það væri „efni í sérstakt viðtal“ að ræða hvað hefði gengið á á bak við tjöldin innan lögreglunnar, ef til starfsloka hans kæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði nauðsynlegt að Haraldur myndi skýra orð sín og sagði Helgi Seljan fjölmiðlamaður að það þyrfti „einbeittan brotavilja“ til þess að klúðra slíku viðtali.Sjá einnig: Rústabjörgun eða slökkvistarf Áslaug sagði þó vera mikilvægt að líta til annarra þátta málsins, til að mynda að hér á landi hafi löggæsla verið efld gríðarlega og í hana væru settir miklir fjármunir, um það bil sautján milljarðar, sem þyrfti að forgangsraða vel. „Staðan er þannig núna að það eru að renna meiri fjármunir til lögreglunnar en til dæmis árið 2007 þannig að staða lögreglunnar er góð, þar er mikið af góðu fólki, lögreglumenn um allt land að sinna mikilvægum störfum og ég ætla að vanda til verka þegar kemur að skipulagsbreytingum og öðru.“ Í dag bárust fréttir af því að tólf yfir- og aðstoðarlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra byðist nú betri launakjör en áður eftir samkomulag sem gert var í ágústmánuði. Með hinu nýja samkomulagi færast fimmtíu yfirvinnustundir í föst mánaðarlaun starfsmanna og aukast þar með lífeyrisréttindi þeirra sem greiða iðgjöld í B-deild LSR. Áslaug segist hafa óskað eftir skýringum á því frá ríkislögreglustjóra „Þetta heyrir kannski ekki beint undir mig þessi ákvörðun en ég hef samt óskað eftir því frá ríkislögreglustjóra að fá aðeins rök fyrir því og við hverja hann hafði samráð og hvers vegna kannski þessar breytingar koma fram og ég hef óskað eftir því og gerði það í gær.“ Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Það er auðvitað óásættanlegt hvernig staðan hefur verið rekin í fjölmiðlum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, aðspurð um stöðuna innan lögreglunnar í Kastljósi í kvöld. Mikil ólga hefur verið innan lögreglunnar vegna Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hann og hefur málið farið hátt í fjölmiðlum undanfarið. Vantrauststillagan var samþykkt á formannafundi Landssambands lögreglumanna í september og sagði Snorri Magnússon, formaður landssambandsins, að viðtal við ríkislögreglustjóra í Morgunblaðinu hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Í viðtalinu ræddi Haraldur meðal annars spillingu innan lögreglunnar. Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu.Sjá einnig: Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn„Já, ég var ósátt við viðtalið og sagði honum það. Ég var ósátt við það hvernig hann tjáði sig um málefni lögreglunnar,“ sagði Áslaug en hún fundaði með ríkislögreglustjóra þann 24. september þar sem ákveðið var að Haraldur sæti áfram í embætti, þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingu lögreglustjóranna.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmViðtalið var harðlega gagnrýnt af mörgum og þá sérstaklega orð hans um að það væri „efni í sérstakt viðtal“ að ræða hvað hefði gengið á á bak við tjöldin innan lögreglunnar, ef til starfsloka hans kæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði nauðsynlegt að Haraldur myndi skýra orð sín og sagði Helgi Seljan fjölmiðlamaður að það þyrfti „einbeittan brotavilja“ til þess að klúðra slíku viðtali.Sjá einnig: Rústabjörgun eða slökkvistarf Áslaug sagði þó vera mikilvægt að líta til annarra þátta málsins, til að mynda að hér á landi hafi löggæsla verið efld gríðarlega og í hana væru settir miklir fjármunir, um það bil sautján milljarðar, sem þyrfti að forgangsraða vel. „Staðan er þannig núna að það eru að renna meiri fjármunir til lögreglunnar en til dæmis árið 2007 þannig að staða lögreglunnar er góð, þar er mikið af góðu fólki, lögreglumenn um allt land að sinna mikilvægum störfum og ég ætla að vanda til verka þegar kemur að skipulagsbreytingum og öðru.“ Í dag bárust fréttir af því að tólf yfir- og aðstoðarlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra byðist nú betri launakjör en áður eftir samkomulag sem gert var í ágústmánuði. Með hinu nýja samkomulagi færast fimmtíu yfirvinnustundir í föst mánaðarlaun starfsmanna og aukast þar með lífeyrisréttindi þeirra sem greiða iðgjöld í B-deild LSR. Áslaug segist hafa óskað eftir skýringum á því frá ríkislögreglustjóra „Þetta heyrir kannski ekki beint undir mig þessi ákvörðun en ég hef samt óskað eftir því frá ríkislögreglustjóra að fá aðeins rök fyrir því og við hverja hann hafði samráð og hvers vegna kannski þessar breytingar koma fram og ég hef óskað eftir því og gerði það í gær.“
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26
Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17
Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00
Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00