Segir þetta dæmigert fyrir innræti þessara manna Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2019 14:22 Þó Inga sé brosmild á þessari mynd er jóst er að brotthvarf þeirra Ólafs Inga og Karls Gauta úr Flokki fólks og yfir í Miðflokkinn hefur valdið margvíslegum vanda. „Ég vil sem minnst um þetta segja. Augljóst hvað hér er á ferð,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.Í gær var greint frá því að Ólafur Ísleifsson, áður þingmaður Flokks fólksins nú þingmaður Miðflokksins, hafi verið frá störfum vegna veikinda. Ólafur hefur þó ekki séð ástæðu til að kalla inn varamann í sinn stað en það myndi þá þýða að fulltrúi Flokks fólksins, borgarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir, kæmi inn á þingið. Inga segir að því miður séu reglurnar þannig, að fari menn úr flokki taki þeir þingmannsstólinn með sér, þó þeir séu kosnir inn sem þingmenn tiltekins stjórnmálaafls. Þetta setur fyrirkomulagið allt í annarlegt samhengi.Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar en fundurinn sá dró dilk á eftir sér. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.„Svona eru reglurnar því miður. Karl Gauti Hjaltason situr til dæmis sem fastast í sæti Flokks fólksins í Þingvallanefnd og sér greinilega ekki ástæðu til að segja sig frá því og um leið gera okkur kleift að tilnefna okkar fulltrúa þangað inn. Miðflokkurinn er almennt ekki að velta fyrir sér kostnaði sem hlýst af því að kalla inn varamenn eins og sést augljóslega á Alþingisvefnum.“ Inga kannast við að þetta megi kenna við bolabrögð á vellinum. „Þetta segir allt sem segja þarf um innræti þessara manna. Það þarf ekki Klausturbar til.“ Formaður flokksins lýsir sig algerlega sammála þeirri skoðun að þegar um flokkaflakkara sé að ræða þá eigi þeir að hverfa af þingi. Þeir eru kosnir inn á ákveðnum forsendum og þetta riðli grundvallarhugmyndum sem að baki fyrirkomulaginu búa. En, þrátt fyrir þessi meintu bolabrögð þá eykur Miðflokkurinn fylgi sitt? „Ég passa á það. Ég einfaldlega er orðlaus hvað það varðar,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. 16. október 2019 13:30 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Ég vil sem minnst um þetta segja. Augljóst hvað hér er á ferð,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.Í gær var greint frá því að Ólafur Ísleifsson, áður þingmaður Flokks fólksins nú þingmaður Miðflokksins, hafi verið frá störfum vegna veikinda. Ólafur hefur þó ekki séð ástæðu til að kalla inn varamann í sinn stað en það myndi þá þýða að fulltrúi Flokks fólksins, borgarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir, kæmi inn á þingið. Inga segir að því miður séu reglurnar þannig, að fari menn úr flokki taki þeir þingmannsstólinn með sér, þó þeir séu kosnir inn sem þingmenn tiltekins stjórnmálaafls. Þetta setur fyrirkomulagið allt í annarlegt samhengi.Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar en fundurinn sá dró dilk á eftir sér. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.„Svona eru reglurnar því miður. Karl Gauti Hjaltason situr til dæmis sem fastast í sæti Flokks fólksins í Þingvallanefnd og sér greinilega ekki ástæðu til að segja sig frá því og um leið gera okkur kleift að tilnefna okkar fulltrúa þangað inn. Miðflokkurinn er almennt ekki að velta fyrir sér kostnaði sem hlýst af því að kalla inn varamenn eins og sést augljóslega á Alþingisvefnum.“ Inga kannast við að þetta megi kenna við bolabrögð á vellinum. „Þetta segir allt sem segja þarf um innræti þessara manna. Það þarf ekki Klausturbar til.“ Formaður flokksins lýsir sig algerlega sammála þeirri skoðun að þegar um flokkaflakkara sé að ræða þá eigi þeir að hverfa af þingi. Þeir eru kosnir inn á ákveðnum forsendum og þetta riðli grundvallarhugmyndum sem að baki fyrirkomulaginu búa. En, þrátt fyrir þessi meintu bolabrögð þá eykur Miðflokkurinn fylgi sitt? „Ég passa á það. Ég einfaldlega er orðlaus hvað það varðar,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. 16. október 2019 13:30 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. 16. október 2019 13:30