Segir þetta dæmigert fyrir innræti þessara manna Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2019 14:22 Þó Inga sé brosmild á þessari mynd er jóst er að brotthvarf þeirra Ólafs Inga og Karls Gauta úr Flokki fólks og yfir í Miðflokkinn hefur valdið margvíslegum vanda. „Ég vil sem minnst um þetta segja. Augljóst hvað hér er á ferð,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.Í gær var greint frá því að Ólafur Ísleifsson, áður þingmaður Flokks fólksins nú þingmaður Miðflokksins, hafi verið frá störfum vegna veikinda. Ólafur hefur þó ekki séð ástæðu til að kalla inn varamann í sinn stað en það myndi þá þýða að fulltrúi Flokks fólksins, borgarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir, kæmi inn á þingið. Inga segir að því miður séu reglurnar þannig, að fari menn úr flokki taki þeir þingmannsstólinn með sér, þó þeir séu kosnir inn sem þingmenn tiltekins stjórnmálaafls. Þetta setur fyrirkomulagið allt í annarlegt samhengi.Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar en fundurinn sá dró dilk á eftir sér. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.„Svona eru reglurnar því miður. Karl Gauti Hjaltason situr til dæmis sem fastast í sæti Flokks fólksins í Þingvallanefnd og sér greinilega ekki ástæðu til að segja sig frá því og um leið gera okkur kleift að tilnefna okkar fulltrúa þangað inn. Miðflokkurinn er almennt ekki að velta fyrir sér kostnaði sem hlýst af því að kalla inn varamenn eins og sést augljóslega á Alþingisvefnum.“ Inga kannast við að þetta megi kenna við bolabrögð á vellinum. „Þetta segir allt sem segja þarf um innræti þessara manna. Það þarf ekki Klausturbar til.“ Formaður flokksins lýsir sig algerlega sammála þeirri skoðun að þegar um flokkaflakkara sé að ræða þá eigi þeir að hverfa af þingi. Þeir eru kosnir inn á ákveðnum forsendum og þetta riðli grundvallarhugmyndum sem að baki fyrirkomulaginu búa. En, þrátt fyrir þessi meintu bolabrögð þá eykur Miðflokkurinn fylgi sitt? „Ég passa á það. Ég einfaldlega er orðlaus hvað það varðar,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. 16. október 2019 13:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
„Ég vil sem minnst um þetta segja. Augljóst hvað hér er á ferð,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.Í gær var greint frá því að Ólafur Ísleifsson, áður þingmaður Flokks fólksins nú þingmaður Miðflokksins, hafi verið frá störfum vegna veikinda. Ólafur hefur þó ekki séð ástæðu til að kalla inn varamann í sinn stað en það myndi þá þýða að fulltrúi Flokks fólksins, borgarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir, kæmi inn á þingið. Inga segir að því miður séu reglurnar þannig, að fari menn úr flokki taki þeir þingmannsstólinn með sér, þó þeir séu kosnir inn sem þingmenn tiltekins stjórnmálaafls. Þetta setur fyrirkomulagið allt í annarlegt samhengi.Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar en fundurinn sá dró dilk á eftir sér. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.„Svona eru reglurnar því miður. Karl Gauti Hjaltason situr til dæmis sem fastast í sæti Flokks fólksins í Þingvallanefnd og sér greinilega ekki ástæðu til að segja sig frá því og um leið gera okkur kleift að tilnefna okkar fulltrúa þangað inn. Miðflokkurinn er almennt ekki að velta fyrir sér kostnaði sem hlýst af því að kalla inn varamenn eins og sést augljóslega á Alþingisvefnum.“ Inga kannast við að þetta megi kenna við bolabrögð á vellinum. „Þetta segir allt sem segja þarf um innræti þessara manna. Það þarf ekki Klausturbar til.“ Formaður flokksins lýsir sig algerlega sammála þeirri skoðun að þegar um flokkaflakkara sé að ræða þá eigi þeir að hverfa af þingi. Þeir eru kosnir inn á ákveðnum forsendum og þetta riðli grundvallarhugmyndum sem að baki fyrirkomulaginu búa. En, þrátt fyrir þessi meintu bolabrögð þá eykur Miðflokkurinn fylgi sitt? „Ég passa á það. Ég einfaldlega er orðlaus hvað það varðar,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. 16. október 2019 13:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. 16. október 2019 13:30