Var spurður hvort hann gæti borgað meira af skuldinni við bankann vegna ferðalaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2019 13:08 Atli Steinn fjallaði um bréf sem hann fékk frá innheimtufyrirtæki í Noregi sem er jafnframt verktaki hjá Arion banka í Bítinu á Bylgjunni í morgun. visir/Brink/Rósa Lind Atli Steinn Guðmundsson, Íslendingur, búsettur í Ósló, fékk á dögunum bréf frá innheimtustofnun Í Noregi þar sem hann var spurður hvort hann gæti ekki borgað meira af skuld sinni við Arion banka í ljósi þess að hann væri það vel efnum búinn að geta farið í ferðalög erlendis. Upplýsingafulltrúi Arion banka segir að þarna hafi innheimtufyrirtæki í Noregi, farið fram úr sér og að farið verði fram á að verklagið verði endurskoðað.Skrifaði ferðasögu um ævintýrið í Bandaríkjunum Atli Steinn birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni sem kom mörgum afar spánskt fyrir sjónir og vakti marga til umhugsunar um persónuverndarsjónarmið. Atli Steinn fjallaði um efni bréfsins sem hann fékk frá alþjóðadeild Visma, innheimtufyrirtæki sem er verktaki Arion banka, í Bítinu í morgun en áður en hann fékk bréfið hafði hann verið á ferðalagi í Bandaríkjunum og skrifað um það ferðasögu. „Svo fæ ég tölvupóst í fyrradag frá Visma innheimtuskrifstofu sem ég hef verið í samskiptum við og á alla mína samninga hjá í Noregi þar komu skilaboð frá Arion banka, takk fyrir, um að fyrst ég hafi efni á að fara til Bandaríkjanna í frí, ein sog það var orðað, og að bankinn hefði frétt að þú hefðir nýlega farið í frí til Bandaríkjanna og hvort ég gæti nú ekki greitt aðeins meira inn á skuldina en ég hef verið að gera,“ segir Atli en hann skuldar í kringum tvær milljónir íslenskra króna.“ Atla Steini fannst kostulegt þegar rökin voru færð fram í bréfinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka.„Svo kömu rökin sem voru þau að ef þú lýkur láninu fyrr þá borgarðu náttúrulega minni vexti sem eru náttúrulega þvert á hagsmuni bankans, sem gengur fyrir vöxtum og þjónustugjöldum þannig að mér fannst þetta nú býsna broslegt.“ Aðspurður hvort hann hyggist fara að ráðum innheimtufyrirtækisins segir Atli Steinn. „Já, já það getur vel verið að ég borgi þeim meir aþegar ég er búinn með bílalánið svo sem en ég hætti nú seint að ferðast. Hinsta förin verður farin ofan í gröfina,“ segir Atli Steinn.Innheimtufyrirtækið hafi farið fram úr sér Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka segir í samtali við fréttastofu að þarna virtist verktaki bankans, innheimtufyrirtækið í Noregi, hafa farið fram úr sér. Þau séu afar ósátt við þessi vinnubrögð. Haraldur segir að lokum að þau muni fara fram á að þetta verklag verði endurskoðað. Efnahagsmál Íslenskir bankar Noregur Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Atli Steinn Guðmundsson, Íslendingur, búsettur í Ósló, fékk á dögunum bréf frá innheimtustofnun Í Noregi þar sem hann var spurður hvort hann gæti ekki borgað meira af skuld sinni við Arion banka í ljósi þess að hann væri það vel efnum búinn að geta farið í ferðalög erlendis. Upplýsingafulltrúi Arion banka segir að þarna hafi innheimtufyrirtæki í Noregi, farið fram úr sér og að farið verði fram á að verklagið verði endurskoðað.Skrifaði ferðasögu um ævintýrið í Bandaríkjunum Atli Steinn birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni sem kom mörgum afar spánskt fyrir sjónir og vakti marga til umhugsunar um persónuverndarsjónarmið. Atli Steinn fjallaði um efni bréfsins sem hann fékk frá alþjóðadeild Visma, innheimtufyrirtæki sem er verktaki Arion banka, í Bítinu í morgun en áður en hann fékk bréfið hafði hann verið á ferðalagi í Bandaríkjunum og skrifað um það ferðasögu. „Svo fæ ég tölvupóst í fyrradag frá Visma innheimtuskrifstofu sem ég hef verið í samskiptum við og á alla mína samninga hjá í Noregi þar komu skilaboð frá Arion banka, takk fyrir, um að fyrst ég hafi efni á að fara til Bandaríkjanna í frí, ein sog það var orðað, og að bankinn hefði frétt að þú hefðir nýlega farið í frí til Bandaríkjanna og hvort ég gæti nú ekki greitt aðeins meira inn á skuldina en ég hef verið að gera,“ segir Atli en hann skuldar í kringum tvær milljónir íslenskra króna.“ Atla Steini fannst kostulegt þegar rökin voru færð fram í bréfinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka.„Svo kömu rökin sem voru þau að ef þú lýkur láninu fyrr þá borgarðu náttúrulega minni vexti sem eru náttúrulega þvert á hagsmuni bankans, sem gengur fyrir vöxtum og þjónustugjöldum þannig að mér fannst þetta nú býsna broslegt.“ Aðspurður hvort hann hyggist fara að ráðum innheimtufyrirtækisins segir Atli Steinn. „Já, já það getur vel verið að ég borgi þeim meir aþegar ég er búinn með bílalánið svo sem en ég hætti nú seint að ferðast. Hinsta förin verður farin ofan í gröfina,“ segir Atli Steinn.Innheimtufyrirtækið hafi farið fram úr sér Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka segir í samtali við fréttastofu að þarna virtist verktaki bankans, innheimtufyrirtækið í Noregi, hafa farið fram úr sér. Þau séu afar ósátt við þessi vinnubrögð. Haraldur segir að lokum að þau muni fara fram á að þetta verklag verði endurskoðað.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Noregur Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira