Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2019 11:01 Einn veitingastaða Domino's á Íslandi stendur við Skúlagötu. Vísir/vilhelm Domino‘s Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino‘s á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri félagsins, þar sem segir að sala á Íslandi á þriðja ársfjórðungi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára. Í uppgjörinu segir að reksturinn á erlendum mörkuðum hafi valdið vonbrigðum. Síðustu sex vikur hafi verið farið vandlega yfir stöðuna og framtíð rekstursins utan Bretlands. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að Domino‘s Pizza Group sé ekki „besti eigandi þessara fyrirtækja“. Því hafi stjórn félagsins ákveðið að selja allan erlendan rekstur, alls á fjórum mörkuðum. Domino‘s Pizza Group rekur veitingastaði undir vörumerkjum Domino‘s í Bretlandi, Írlandi, Sviss, Liechtenstein, Íslandi, Noregi og í Svíþjóð. Sérstaklega er minnst á íslenska rekstur Domino‘s í uppgjörinu. Þar segir að sölutekjur Domino‘s hér á landi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára, m.a. vegna fækkunar ferðamanna og almenns samdráttar á íslenskum mörkuðum. Þá sé stefnt að því að loka einum veitingastað Domino‘s Pizza Group á Íslandi á þriðja ársfjórðungi. Domino‘s Pizza Group keypti 51 prósent í Pizza-Pizza, sérleyfishafa Domino‘s á Íslandi, árið 2016. Í árslok 2017 keypti félagið 44,3 prósenta hlut til viðbótar og átti þá 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftirstandandi hlutur, 4,7 prósent, var þá í eigu Birgis Arnar Birgissonar og Steinars Braga Sigurðssona, lykilstjórnenda Domino‘s á Íslandi, en þeir seldu hlut sinn í ágúst síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá Domino's mun rekstur veitingastaðanna hér á landi ganga áfram sinn vanagang. Engar breytingar séu fyrirsjáanlegar á rekstrinum vegna sölunnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Markaðir Veitingastaðir Tengdar fréttir Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00 Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45 Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04 Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur "harkinu“. "Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í sl 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Domino‘s Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino‘s á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri félagsins, þar sem segir að sala á Íslandi á þriðja ársfjórðungi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára. Í uppgjörinu segir að reksturinn á erlendum mörkuðum hafi valdið vonbrigðum. Síðustu sex vikur hafi verið farið vandlega yfir stöðuna og framtíð rekstursins utan Bretlands. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að Domino‘s Pizza Group sé ekki „besti eigandi þessara fyrirtækja“. Því hafi stjórn félagsins ákveðið að selja allan erlendan rekstur, alls á fjórum mörkuðum. Domino‘s Pizza Group rekur veitingastaði undir vörumerkjum Domino‘s í Bretlandi, Írlandi, Sviss, Liechtenstein, Íslandi, Noregi og í Svíþjóð. Sérstaklega er minnst á íslenska rekstur Domino‘s í uppgjörinu. Þar segir að sölutekjur Domino‘s hér á landi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára, m.a. vegna fækkunar ferðamanna og almenns samdráttar á íslenskum mörkuðum. Þá sé stefnt að því að loka einum veitingastað Domino‘s Pizza Group á Íslandi á þriðja ársfjórðungi. Domino‘s Pizza Group keypti 51 prósent í Pizza-Pizza, sérleyfishafa Domino‘s á Íslandi, árið 2016. Í árslok 2017 keypti félagið 44,3 prósenta hlut til viðbótar og átti þá 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftirstandandi hlutur, 4,7 prósent, var þá í eigu Birgis Arnar Birgissonar og Steinars Braga Sigurðssona, lykilstjórnenda Domino‘s á Íslandi, en þeir seldu hlut sinn í ágúst síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá Domino's mun rekstur veitingastaðanna hér á landi ganga áfram sinn vanagang. Engar breytingar séu fyrirsjáanlegar á rekstrinum vegna sölunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Markaðir Veitingastaðir Tengdar fréttir Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00 Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45 Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04 Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur "harkinu“. "Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í sl 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00
Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45
Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04
Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur "harkinu“. "Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í sl 1. maí 2019 08:00