Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Íþróttadeild skrifar 7. september 2019 18:01 Kolbeinn skorar fyrsta mark Íslands gegn Moldóvu. vísir/daníel Ísland fór á topp H-riðils undankeppni EM 2020 með 3-0 sigri á Moldóvu á Laugardalsvelli í dag. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Íslands í keppnisleik í fyrsta sinn síðan á EM 2016. Hann kom Íslendingum á bragðið og var heilt yfir besti leikmaður Íslands í dag. Birkir Bjarnason kom Íslandi í 2-0 á 55. mínútu og Victor Mudrac skoraði svo sjálfsmark á 77. mínútu. Ari Freyr Skúlason átti þátt í síðustu tveimur mörkunum og var mjög góður í leiknum. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði ekkert að gera nánast allan leikinn en varði vel frá Alexandru Suvorov á 83. mínútu. Hélt hreinu í þriðja sinn í undankeppninni.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 7 Lenti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Átti þátt í fyrsta markinu og lagði upp gott færi með fínni fyrirgjöf.Kári Árnason, miðvörður 7 Vann alla skallabolta og leysti það litla sem hann þurfti að gera vel.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Átti skallann sem bjó til annað markið. Átti náðugan dag í vörninni. Nálægt því að skora sjálfsmark undir lok leiks.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Flottur leikur hjá Ara. Átti fyrirgjöfina sem skapaði þriðja markið og hornspyrnuna í öðru markinu. Öruggur með boltann og skilaði honum vel frá sér.Arnór Ingvi Traustason, hægri kantmaður 5 Lét lítið fyrir sér fara. Vann vel en framlagið í sókninni var ekki mikið.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Lagði upp gott færi fyrir Birki með frábærri sendingu. Stýrði miðjunni sem fyrr eins og herforingi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Var tvisvar sinnum nálægt því að skora í fyrri hálfleik. Sýndi nokkur frábær tilþrif en hefur oft verið meira áberandi.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Gekk lítið upp hjá Birki í fyrri hálfleik en var miklu betri í þeim seinni. Skoraði annað mark Íslands þegar hann fylgdi eftir skalla Ragnars sem Alexi Kosalev varði. Þetta var tólfta landsliðsmark Birkis.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Skoraði í fyrsta keppnisleik sínum í byrjunarliði Íslands síðan á EM 2016. Vantar nú aðeins tvö mörk til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Vann einvígin sín í loftinu eins og venjulega.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Einstaklega fljótur að hugsa þegar hann lagði upp markið fyrir Kolbein á snyrtilegan hátt. Duglegur að vanda og lét hafa fyrir sér. Var í baráttu við Victor Mudrac þegar hann skoraði sjálfsmarkið.Varamenn:Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Kolbein á 63. mínútu) 6 Öruggur og yfirvegaður. Skilaði boltanum vel frá sér.Rúnar Már Sigurjónsson - (Kom inn á fyrir Birki á 78. mínútu) Átti gott skot rétt framhjá marki Moldóva. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Sjá meira
Ísland fór á topp H-riðils undankeppni EM 2020 með 3-0 sigri á Moldóvu á Laugardalsvelli í dag. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Íslands í keppnisleik í fyrsta sinn síðan á EM 2016. Hann kom Íslendingum á bragðið og var heilt yfir besti leikmaður Íslands í dag. Birkir Bjarnason kom Íslandi í 2-0 á 55. mínútu og Victor Mudrac skoraði svo sjálfsmark á 77. mínútu. Ari Freyr Skúlason átti þátt í síðustu tveimur mörkunum og var mjög góður í leiknum. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði ekkert að gera nánast allan leikinn en varði vel frá Alexandru Suvorov á 83. mínútu. Hélt hreinu í þriðja sinn í undankeppninni.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 7 Lenti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Átti þátt í fyrsta markinu og lagði upp gott færi með fínni fyrirgjöf.Kári Árnason, miðvörður 7 Vann alla skallabolta og leysti það litla sem hann þurfti að gera vel.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Átti skallann sem bjó til annað markið. Átti náðugan dag í vörninni. Nálægt því að skora sjálfsmark undir lok leiks.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Flottur leikur hjá Ara. Átti fyrirgjöfina sem skapaði þriðja markið og hornspyrnuna í öðru markinu. Öruggur með boltann og skilaði honum vel frá sér.Arnór Ingvi Traustason, hægri kantmaður 5 Lét lítið fyrir sér fara. Vann vel en framlagið í sókninni var ekki mikið.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Lagði upp gott færi fyrir Birki með frábærri sendingu. Stýrði miðjunni sem fyrr eins og herforingi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Var tvisvar sinnum nálægt því að skora í fyrri hálfleik. Sýndi nokkur frábær tilþrif en hefur oft verið meira áberandi.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Gekk lítið upp hjá Birki í fyrri hálfleik en var miklu betri í þeim seinni. Skoraði annað mark Íslands þegar hann fylgdi eftir skalla Ragnars sem Alexi Kosalev varði. Þetta var tólfta landsliðsmark Birkis.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Skoraði í fyrsta keppnisleik sínum í byrjunarliði Íslands síðan á EM 2016. Vantar nú aðeins tvö mörk til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Vann einvígin sín í loftinu eins og venjulega.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Einstaklega fljótur að hugsa þegar hann lagði upp markið fyrir Kolbein á snyrtilegan hátt. Duglegur að vanda og lét hafa fyrir sér. Var í baráttu við Victor Mudrac þegar hann skoraði sjálfsmarkið.Varamenn:Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Kolbein á 63. mínútu) 6 Öruggur og yfirvegaður. Skilaði boltanum vel frá sér.Rúnar Már Sigurjónsson - (Kom inn á fyrir Birki á 78. mínútu) Átti gott skot rétt framhjá marki Moldóva. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Sjá meira
Í beinni: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30