Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2019 21:00 Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum hjá kaupendum erlendis vegna Samherjamálsins. Bretar eru stórkaupendur á íslenskum fiski en bresk verslunarkeðja segist taka ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur alvarlega. Bretlandseyjar hafa verið mikilvægur markaður fyrir Samherja um langt skeið. Stærstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru verslunarkeðjurnar Sainsburys og Marks&Spencer. Samanlagt reka þær á þriðja þúsund verslana og sagðar með ekkert umburðarlyndi gagnvart ólögmætum starfsháttum birgja. Frá talsmanni Marks&Spencer fengust þau svör að þó svo að Samherji sé einn af birgjum verslunarkeðjunnar, þá hafi keðjan ekki keypt sjávarfang sem fyrirtæki Samherja hafa veitt við strendur Namibíu. Talsmaðurinn segir Marks&Spencer krefjast þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Verslunarkeðjan taki þessum ásökunum um mútugreiðslur í Namibíu alvarlega.Getur haft gríðarleg áhrif Formaður Samtaka fiskframleiðenda segir öll spillingarmál, hvort sem þau snúa að mútum, þrælahaldi eða hverskonar siðferðislegum viðfangsefnum, geti haft gríðarleg áhrif á orðspor Íslands. Innan vébanda samtakanna eru stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem mörg hver starfa án aflaheimilda og kaupa hráefni sitt því á mörkuðum. Formaður þeirra er Arnar Atlason, sem er framkvæmdastjóri Thor fiskvinnslu í Hafnarfirði. Hann segir íslenskan fisk seldan með allskonar vottunum sem eiga að sýna fram á að fiskurinn hafi verið veiddur á sjálfbæran hátt og komi frá fyrirtækjum sem stunda góða viðskiptahætti. Sem dæmi má nefna MSC-vottun og vottun frá Sedex. „Aðilar sem nýta sér þessa vottun til sölu á fisknum eru stærstu verslunarkeðjur í heimi, Marks og Spencer, Sainsburys, Tesco, ég get lengið talið. Allt byggir þetta á trausti sem við höfum áunnið okkur í langan tíma en er fljótt að fara,“ segir Arnar.Arnar Atlason, formaður fiskverkenda og fiskútflytjenda.Keðjur sem skipta Íslendinga gríðarlegu máli Til marks um hversu fljótt slíkt traust fer, þá nefnir Arnar að hvalveiðar Íslendingar hafi haft áhrif á sölu erlendis. „Ég óttast það virkilega að mál eins og þetta sem nú er í umræðunni geti líka haft áhrif. Marks og Spencer eins og aðrar keðjur sem skipta okkur Íslendinga gríðarlegu máli, geta horft til þessara atriða,“ segir Arnar. Hann segist þegar hafa fengið fyrirspurnir frá kaupendum vegna umfjöllunar um mál Samherja. „Daginn eftir umfjöllun Kveiks fékk ég fyrirspurnir en ég hef ekki fundið fyrir áhrifunum enn sem komið er. Ég er hins vegar sannfærður um að aðilar hér á landi hafi fundið fyrir því nú þegar.“Íslendingar líti inn á við Hann segir gríðarlega mikilvæg, í ljósi umræðu um hverskonar spillingu, að Íslendingar vandi sig. „Eina leiðin sé sú að við lítum inn á við og áttum okkur á því að við erum spilltari að einhverju leyti en við höfum talið. Við teljum okkur vera ímynd hins hreina og fullkomna en við erum bara lítið peð í hinum stóra heimi. Við þurfum að vanda okkur og hafa mannorð okkar hreint. Við þurfum að líta inn á við og laga til heima hjá okkur.“ Erfitt sé að gera sér grein fyrir hversu mikil verðmæti séu undir, ljóst sé þó að þau séu gríðarleg. „Það er hægt að horfa á það verðmæti sem við flytjum úr landi sem er einungis um einn milljarður í þessari vinnslu og upp í allt það verðmæti sjávarafurða sem flutt er frá Íslandi. Gríðarlega stórar tölur sem erfitt er að ímynda sér.“ Bretland Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum hjá kaupendum erlendis vegna Samherjamálsins. Bretar eru stórkaupendur á íslenskum fiski en bresk verslunarkeðja segist taka ásakanir á hendur Samherja um mútugreiðslur alvarlega. Bretlandseyjar hafa verið mikilvægur markaður fyrir Samherja um langt skeið. Stærstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru verslunarkeðjurnar Sainsburys og Marks&Spencer. Samanlagt reka þær á þriðja þúsund verslana og sagðar með ekkert umburðarlyndi gagnvart ólögmætum starfsháttum birgja. Frá talsmanni Marks&Spencer fengust þau svör að þó svo að Samherji sé einn af birgjum verslunarkeðjunnar, þá hafi keðjan ekki keypt sjávarfang sem fyrirtæki Samherja hafa veitt við strendur Namibíu. Talsmaðurinn segir Marks&Spencer krefjast þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Verslunarkeðjan taki þessum ásökunum um mútugreiðslur í Namibíu alvarlega.Getur haft gríðarleg áhrif Formaður Samtaka fiskframleiðenda segir öll spillingarmál, hvort sem þau snúa að mútum, þrælahaldi eða hverskonar siðferðislegum viðfangsefnum, geti haft gríðarleg áhrif á orðspor Íslands. Innan vébanda samtakanna eru stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem mörg hver starfa án aflaheimilda og kaupa hráefni sitt því á mörkuðum. Formaður þeirra er Arnar Atlason, sem er framkvæmdastjóri Thor fiskvinnslu í Hafnarfirði. Hann segir íslenskan fisk seldan með allskonar vottunum sem eiga að sýna fram á að fiskurinn hafi verið veiddur á sjálfbæran hátt og komi frá fyrirtækjum sem stunda góða viðskiptahætti. Sem dæmi má nefna MSC-vottun og vottun frá Sedex. „Aðilar sem nýta sér þessa vottun til sölu á fisknum eru stærstu verslunarkeðjur í heimi, Marks og Spencer, Sainsburys, Tesco, ég get lengið talið. Allt byggir þetta á trausti sem við höfum áunnið okkur í langan tíma en er fljótt að fara,“ segir Arnar.Arnar Atlason, formaður fiskverkenda og fiskútflytjenda.Keðjur sem skipta Íslendinga gríðarlegu máli Til marks um hversu fljótt slíkt traust fer, þá nefnir Arnar að hvalveiðar Íslendingar hafi haft áhrif á sölu erlendis. „Ég óttast það virkilega að mál eins og þetta sem nú er í umræðunni geti líka haft áhrif. Marks og Spencer eins og aðrar keðjur sem skipta okkur Íslendinga gríðarlegu máli, geta horft til þessara atriða,“ segir Arnar. Hann segist þegar hafa fengið fyrirspurnir frá kaupendum vegna umfjöllunar um mál Samherja. „Daginn eftir umfjöllun Kveiks fékk ég fyrirspurnir en ég hef ekki fundið fyrir áhrifunum enn sem komið er. Ég er hins vegar sannfærður um að aðilar hér á landi hafi fundið fyrir því nú þegar.“Íslendingar líti inn á við Hann segir gríðarlega mikilvæg, í ljósi umræðu um hverskonar spillingu, að Íslendingar vandi sig. „Eina leiðin sé sú að við lítum inn á við og áttum okkur á því að við erum spilltari að einhverju leyti en við höfum talið. Við teljum okkur vera ímynd hins hreina og fullkomna en við erum bara lítið peð í hinum stóra heimi. Við þurfum að vanda okkur og hafa mannorð okkar hreint. Við þurfum að líta inn á við og laga til heima hjá okkur.“ Erfitt sé að gera sér grein fyrir hversu mikil verðmæti séu undir, ljóst sé þó að þau séu gríðarleg. „Það er hægt að horfa á það verðmæti sem við flytjum úr landi sem er einungis um einn milljarður í þessari vinnslu og upp í allt það verðmæti sjávarafurða sem flutt er frá Íslandi. Gríðarlega stórar tölur sem erfitt er að ímynda sér.“
Bretland Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira