Tveir milljarðar til Sjálfsbjargar á þremur árum en enginn þjónustusamningur til Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 19:00 Þórdís Rún Þórisdóttir framkvæmdarstjóri Sjálfsbjargarheimilisins hitti fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins í dag til að ræða um stefnumótun fyrir Sjálfsbjargarheimilið. Engir samningar hafa verið fyrir hendi milli Sjálfsbjargar og ríkisins þrátt fyrir að árlegt framlag úr ríkissjóði hafi numið milli sex og sjö hundruð milljónum króna. Heilbrigðisráðherra vinnur að stefnumótun fyrir málaflokkinn. Félagasamtökin Sjálfsbjörg reka Sjálfsbjargarheimilið og hefur í áravís fengið til þess framlagi úr ríkissjóði en samtals nemur heildarframlagið síðustu þrjú ár ríflega tveimur milljörðum króna. Eftir því sem næst verður komist hefur þjónustusamningur aldrei verið gerður þannig að ríkið hefur ekki haft neitt formlegt eftirlit eða umsjón með hvernig fjármagninu er varið. Heilbrigðisráðuneytið og stjórnendur Sjálfsbjargar hittust í dag til að fara yfir þessi mál og framtíðaráform um Sjálfsbjargarheimilið. Framlag ríkisins til Sjálfsbjargarheimilisins á árunum 2017 til 2019 í milljónum króna.Stöð 2Þórdís Rún Þórisdóttir framkvæmdarstjóri Sjálfsbjargarheimilisins segir að byrjað hafi verið að eiga fundi um þessi mál strax í vor. „Ráðuneytið er að að ráðast í stefnumótun á sviði endurhæfingar og vonumst þá til þess að það leiði til samningsgerðar eða frekari samstarf við ráðuneytið,“ segir Þórdís. Aðspurð um hvort hún viti af hverju slíkur samningur hafi ekki verið gerður segir Þórdís: Við höfum verið á föstum fjárlögum frá 1992 frá ríkinu, en við erum ekki eina stofnunin sem er án samnings en væntanlega þegar búið er að gera stefnu þá verður væntanlega gengið frá samningi. Það er engin dagsetning komin á þetta en samtalið við heilbrigðisráðuneytið heldur áfram,“ segir hún að lokum. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Engir samningar hafa verið fyrir hendi milli Sjálfsbjargar og ríkisins þrátt fyrir að árlegt framlag úr ríkissjóði hafi numið milli sex og sjö hundruð milljónum króna. Heilbrigðisráðherra vinnur að stefnumótun fyrir málaflokkinn. Félagasamtökin Sjálfsbjörg reka Sjálfsbjargarheimilið og hefur í áravís fengið til þess framlagi úr ríkissjóði en samtals nemur heildarframlagið síðustu þrjú ár ríflega tveimur milljörðum króna. Eftir því sem næst verður komist hefur þjónustusamningur aldrei verið gerður þannig að ríkið hefur ekki haft neitt formlegt eftirlit eða umsjón með hvernig fjármagninu er varið. Heilbrigðisráðuneytið og stjórnendur Sjálfsbjargar hittust í dag til að fara yfir þessi mál og framtíðaráform um Sjálfsbjargarheimilið. Framlag ríkisins til Sjálfsbjargarheimilisins á árunum 2017 til 2019 í milljónum króna.Stöð 2Þórdís Rún Þórisdóttir framkvæmdarstjóri Sjálfsbjargarheimilisins segir að byrjað hafi verið að eiga fundi um þessi mál strax í vor. „Ráðuneytið er að að ráðast í stefnumótun á sviði endurhæfingar og vonumst þá til þess að það leiði til samningsgerðar eða frekari samstarf við ráðuneytið,“ segir Þórdís. Aðspurð um hvort hún viti af hverju slíkur samningur hafi ekki verið gerður segir Þórdís: Við höfum verið á föstum fjárlögum frá 1992 frá ríkinu, en við erum ekki eina stofnunin sem er án samnings en væntanlega þegar búið er að gera stefnu þá verður væntanlega gengið frá samningi. Það er engin dagsetning komin á þetta en samtalið við heilbrigðisráðuneytið heldur áfram,“ segir hún að lokum.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira