„Enn eitt dæmið“ um af hverju er mikilvægt að rannsaka fjárfestingaleið Seðlabankans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 18:00 Smári McCarthy. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar vilja að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að rannsaka svokallaða fjárfestingaleið Seðlabankan Íslands. Þingflokkarnir hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis en að sögn flutningsmanna er tilgangurinn að varpa skýru ljósi á allar þær fjármagnstilfærslur sem gerðar voru fyrir tilstilli fjárfestingaleiðarinnar. Með fjárfestingaleiðinni stóð seðlabankinn fyrir gjaldeyrisútboðum þar sem bankinn keypti erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur til innlendrar fjárfestingar. „Viðskiptin eru liður í losun hafta á fjármagnshreyfingar með gjaldeyri, sbr. áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. Markmið Seðlabanka Íslands með viðskiptunum er að auðvelda losun gjaldeyrishafta, án þess að það valdi verulegum óstöðugleika í gengis og peningamálum eða tefli fjármálastöðugleika í tvísýnu,“ segir í kynningu SÍ um fjárfestingaleiðina sem vitnað er til í greinagerð með þingsályktunartillögunni. „Við höfum lagt þetta fram áður og þá fékkst þetta ekki til meðferðar en núna er bara enn eitt dæmið komið fram um það af hverju þetta er mikilvægt og vonandi klárast þetta í þetta skiptið,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Dæmið sem hann vísar til nú er meint brot Samherja og dótturfélaga í Namibíu. „Í grundvallaratriðum þá voru um 207 milljarðar króna sem komu inn í gegnum fjárfestingaleiðina á meðan að hún var í gangi og við vitum í rauninni ekki nógu mikið um hvaðan þessir peningar komu,“ segir Smári. „Eitthvað af þessu virðist hafa komið frá aflandsfélögum og í þeim tilfellum þá gæti verið um að ræða peninga sem að fóru úr landi, jafnvel fyrir hrun, í jafnvel ólögmætum viðskiptum og það þarf í rauninni að kanna það hvort að þessir peningar hafi fengið að koma aftur inn í landið með afslætti og notaður til þess að kaupa upp eignir sem að voru á stórlækkuðu verði vegna hrunsins.“ Þessi atriði þurfi að gera upp að mati Smára og komast til botns í því hvort að fjárfestingaleiðin hafi verið misnotuð með einhverjum hætti með tilliti til þessara atriða. Spurður hvort ekki ætti að vera löngu búið að koma auga á slíka misnotkun, reynist grunurinn réttur, segir Smári að það hefði verið betra. „Það er í rauninni ekkert sem hefur bent til þess að það hafi verið eftirlit með þeim þætti per se, það var verið að staðfesta að uppboðin væru að ganga með réttum hætti en það var eftir því sem að við best vitum ekkert verið að kanna sérstaklega uppruna peninganna og hvernig það var að flæða,“ segir Smári. Alþingi Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar vilja að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að rannsaka svokallaða fjárfestingaleið Seðlabankan Íslands. Þingflokkarnir hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis en að sögn flutningsmanna er tilgangurinn að varpa skýru ljósi á allar þær fjármagnstilfærslur sem gerðar voru fyrir tilstilli fjárfestingaleiðarinnar. Með fjárfestingaleiðinni stóð seðlabankinn fyrir gjaldeyrisútboðum þar sem bankinn keypti erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur til innlendrar fjárfestingar. „Viðskiptin eru liður í losun hafta á fjármagnshreyfingar með gjaldeyri, sbr. áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. Markmið Seðlabanka Íslands með viðskiptunum er að auðvelda losun gjaldeyrishafta, án þess að það valdi verulegum óstöðugleika í gengis og peningamálum eða tefli fjármálastöðugleika í tvísýnu,“ segir í kynningu SÍ um fjárfestingaleiðina sem vitnað er til í greinagerð með þingsályktunartillögunni. „Við höfum lagt þetta fram áður og þá fékkst þetta ekki til meðferðar en núna er bara enn eitt dæmið komið fram um það af hverju þetta er mikilvægt og vonandi klárast þetta í þetta skiptið,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Dæmið sem hann vísar til nú er meint brot Samherja og dótturfélaga í Namibíu. „Í grundvallaratriðum þá voru um 207 milljarðar króna sem komu inn í gegnum fjárfestingaleiðina á meðan að hún var í gangi og við vitum í rauninni ekki nógu mikið um hvaðan þessir peningar komu,“ segir Smári. „Eitthvað af þessu virðist hafa komið frá aflandsfélögum og í þeim tilfellum þá gæti verið um að ræða peninga sem að fóru úr landi, jafnvel fyrir hrun, í jafnvel ólögmætum viðskiptum og það þarf í rauninni að kanna það hvort að þessir peningar hafi fengið að koma aftur inn í landið með afslætti og notaður til þess að kaupa upp eignir sem að voru á stórlækkuðu verði vegna hrunsins.“ Þessi atriði þurfi að gera upp að mati Smára og komast til botns í því hvort að fjárfestingaleiðin hafi verið misnotuð með einhverjum hætti með tilliti til þessara atriða. Spurður hvort ekki ætti að vera löngu búið að koma auga á slíka misnotkun, reynist grunurinn réttur, segir Smári að það hefði verið betra. „Það er í rauninni ekkert sem hefur bent til þess að það hafi verið eftirlit með þeim þætti per se, það var verið að staðfesta að uppboðin væru að ganga með réttum hætti en það var eftir því sem að við best vitum ekkert verið að kanna sérstaklega uppruna peninganna og hvernig það var að flæða,“ segir Smári.
Alþingi Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira