Dalvíkingar ósáttir við að Fiskidagurinn sé bendlaður við Samherjamálið Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2019 10:22 Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík, ræddi málið við umsjónarmenn Bítisins í morgun. Íbúar á Dalvík eru margir hverjir ósáttir með að Fiskidagurinn mikli sé dreginn inn í umfjöllun um mútugreiðslur Samherjamanna til namibískra ráðamanna í þeim tilgangi að komast yfir kvóta. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík, ræddi málið við umsjónarmenn Bítisins í morgun. „Auðvitað var þetta mjög sérstakt og illa ígrundað af þeim Kveiksmönnum þar sem þeir hafa greinilega ekki kannað bakgrunninn. Fiskidagurinn hefur verið til í tuttugu ár, er félag og er með vel á annað hundrað styrktaraðilar, fimmtán aðalstyrktaraðilar. Samherji er einn af þeim og við höfum átt frábært samstarf við þá eins og hina. Svo er það samfélagið, yfir þrjú hundrað sjálfboðaliðar sem leggja bara af ást og kærleik í það að bjóða fólki hingað. Að setja þetta svona fram var mjög sérstakt og okkur var brugðið,“ segir Júlíus. Fiskidagurinn mikli er haldinn aðra helgina í ágúst á ári hverju. Kveiksþátturinn, sem sýndur var á þriðjudag, hófst á myndum frá Fiskidagshelginni á Dalvík. Segir umsjónarmaður þáttarins að Samherji „blási til mikillar veislu“ á Dalvík, „[metti] tugi þúsunda og [bjóði] öllum á glæsilega tónleika og flugeldasýningu“. Hann segist spyrja sig hvers þetta hafi verið kynnt með þessum hætti „Að búa til eitthvað tilfinningalegt? Gera meira fyrir þáttinn? Þetta var mjög sérstakt,“ segir Júlíus.Hvernig er stemmningin á Dalvík eftir þennan þátt?„Ætli hún sé ekki svipuð. Það er öllum brugðið. Menn eru í sjokki og eru að ræða þetta. Lífið heldur hér áfram. Ég veit ekki hvort það sé öðruvísi hér en annars staðar á landinu. Fólki er auðvitað brugðið. Fólk vill vita meira og vita aðra hlið, eflaust hér eins og annars staðar. Svo skiptast menn eitthvað niður en eru að hvetja hvern annan til að anda með nefinu. Menn fylgjast með og sjá til.“Frá tónleikunum á Fiskideginum mikla á Dalvík á síðasta ári.Fréttablaðið/Anton BrinkJúlíus segir að Samherji sé einn af fimmtán stærstu styrktaraðilunum, en markmiðið sé að reka hátíðina á núlli. Styrktaraðilarnir komi að Fiskideginum mikla með mismunandi hætti, þar sem sumir koma með pening beint inn í reksturinn. „Samherji, þeir koma með hráefni, lána hús, tæki og tól. Það er erfitt að reikna það út í einhverjum tölum. Þeir eru mjög stórir og eru okkur mikilvægir. Við höfum átt gott samstarf við þá og þeirra fólk. Kemur að þessu í sama anda og við leggjum þetta fram. Sýna gestrisni, fjölskylduhátíð.“Það spruttu sumir fram á samfélagsmiðlum, Twitter og fleiri, og sögðust ekki ætla að koma aftur á Fiskidaginn mikla á meðan Samherji tengist þessu. Hvað myndir þú segja við þá?„Það fólk, hver og einn ræður því hvort það kemur á Fiskidaginn mikla eða ekki. Við öndum með nefinu. Í dag höfum við ekkert til að segja, jú erum sjokkeruð og allt það. En ég vil segja, að það er sérstakt af RÚV að tengja þetta svona. Og við höfum fengið ótrúleg viðbrögð og ósanngjörn. Sjálfboðaliðar á okkar snærum og aðilar sem tengjast þessu hafa fengið að heyra hluti sem ekki er fótur fyrir… Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt í lífinu og við þurfum stundum aðeins að kynna okkur hlutina og sýna smá umburðarlyndi. En eins og við vitum þá eru samfélagsmiðlarnir þannig, þeir taka fólk af lífi aftur og aftur. En við höldum bara áfram, við bíðum og öndum með nefinu. Og síðan þegar við vitum betur […] tökum við stöðuna, eins og allir ættu að gera,“ segir í Júlíus. Bítið Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Íbúar á Dalvík eru margir hverjir ósáttir með að Fiskidagurinn mikli sé dreginn inn í umfjöllun um mútugreiðslur Samherjamanna til namibískra ráðamanna í þeim tilgangi að komast yfir kvóta. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík, ræddi málið við umsjónarmenn Bítisins í morgun. „Auðvitað var þetta mjög sérstakt og illa ígrundað af þeim Kveiksmönnum þar sem þeir hafa greinilega ekki kannað bakgrunninn. Fiskidagurinn hefur verið til í tuttugu ár, er félag og er með vel á annað hundrað styrktaraðilar, fimmtán aðalstyrktaraðilar. Samherji er einn af þeim og við höfum átt frábært samstarf við þá eins og hina. Svo er það samfélagið, yfir þrjú hundrað sjálfboðaliðar sem leggja bara af ást og kærleik í það að bjóða fólki hingað. Að setja þetta svona fram var mjög sérstakt og okkur var brugðið,“ segir Júlíus. Fiskidagurinn mikli er haldinn aðra helgina í ágúst á ári hverju. Kveiksþátturinn, sem sýndur var á þriðjudag, hófst á myndum frá Fiskidagshelginni á Dalvík. Segir umsjónarmaður þáttarins að Samherji „blási til mikillar veislu“ á Dalvík, „[metti] tugi þúsunda og [bjóði] öllum á glæsilega tónleika og flugeldasýningu“. Hann segist spyrja sig hvers þetta hafi verið kynnt með þessum hætti „Að búa til eitthvað tilfinningalegt? Gera meira fyrir þáttinn? Þetta var mjög sérstakt,“ segir Júlíus.Hvernig er stemmningin á Dalvík eftir þennan þátt?„Ætli hún sé ekki svipuð. Það er öllum brugðið. Menn eru í sjokki og eru að ræða þetta. Lífið heldur hér áfram. Ég veit ekki hvort það sé öðruvísi hér en annars staðar á landinu. Fólki er auðvitað brugðið. Fólk vill vita meira og vita aðra hlið, eflaust hér eins og annars staðar. Svo skiptast menn eitthvað niður en eru að hvetja hvern annan til að anda með nefinu. Menn fylgjast með og sjá til.“Frá tónleikunum á Fiskideginum mikla á Dalvík á síðasta ári.Fréttablaðið/Anton BrinkJúlíus segir að Samherji sé einn af fimmtán stærstu styrktaraðilunum, en markmiðið sé að reka hátíðina á núlli. Styrktaraðilarnir komi að Fiskideginum mikla með mismunandi hætti, þar sem sumir koma með pening beint inn í reksturinn. „Samherji, þeir koma með hráefni, lána hús, tæki og tól. Það er erfitt að reikna það út í einhverjum tölum. Þeir eru mjög stórir og eru okkur mikilvægir. Við höfum átt gott samstarf við þá og þeirra fólk. Kemur að þessu í sama anda og við leggjum þetta fram. Sýna gestrisni, fjölskylduhátíð.“Það spruttu sumir fram á samfélagsmiðlum, Twitter og fleiri, og sögðust ekki ætla að koma aftur á Fiskidaginn mikla á meðan Samherji tengist þessu. Hvað myndir þú segja við þá?„Það fólk, hver og einn ræður því hvort það kemur á Fiskidaginn mikla eða ekki. Við öndum með nefinu. Í dag höfum við ekkert til að segja, jú erum sjokkeruð og allt það. En ég vil segja, að það er sérstakt af RÚV að tengja þetta svona. Og við höfum fengið ótrúleg viðbrögð og ósanngjörn. Sjálfboðaliðar á okkar snærum og aðilar sem tengjast þessu hafa fengið að heyra hluti sem ekki er fótur fyrir… Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt í lífinu og við þurfum stundum aðeins að kynna okkur hlutina og sýna smá umburðarlyndi. En eins og við vitum þá eru samfélagsmiðlarnir þannig, þeir taka fólk af lífi aftur og aftur. En við höldum bara áfram, við bíðum og öndum með nefinu. Og síðan þegar við vitum betur […] tökum við stöðuna, eins og allir ættu að gera,“ segir í Júlíus.
Bítið Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02
Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15