Færri tækifæri fyrir háskólamenntaða Þorsteinn Víglundsson skrifar 7. október 2019 11:13 Fátt finnst mér mikilvægara fyrir dætur mínar en að þær afli sér góðrar menntunar. Góð menntun mun opna fyrir þeim fjölmörg skemmtileg tækifæri og vonandi tryggja þeim sem best lífskjör til framtíðar. Framtíð barna okkar er auðvitað það sem skiptir okkur mestu máli. Að þau njóti allra þeirra tækifæra sem þau eiga skilið. Þar eru hins vegar ákveðnar blikur á lofti. Það er ekki sjálfgefið að þeirra kynslóð geti gengið að því sem vísu að þau muni búa við betri kjör eða lífsskilyrði en kynslóðirnar sem á undan hafa gengið. Okkur er tamt að tala um menntunarstig þjóðar í samhengi við samkeppnishæfni okkar og framtíðartækifæri þjóðar og fylgjumst grannt með alls konar tölfræði og samanburði við aðrar þjóðir. Menntun er hins vegar auðvitað dýrmætust þeim sem hennar afla sér enda fátt sem hefur meiri áhrif á tækifæri viðkomandi til framtíðar, hvort sem er hér á landi eða annars staðar. Fyrir þjóð sem leggur metnað sinn í hátt menntastig er því ekki síður mikilvægt að skapa tækifæri fyrir vel menntað fólk hér heima fyrir því þar stöndum við í alþjóðlegri samkeppni um hæft og gott fólk. Og þar er kannski ástæða fyrir okkur Íslendinga að hafa áhyggjur. Á rúmum áratug hefur hlutfall þeirra Íslendinga sem lokið hafa háskólamenntun hækkað verulega, farið úr liðlega 31% árið 2008 í tæp 44% á síðasta ári, en á sama tíma hefur atvinnutækifærum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði fækkað.Störfum sem krefjast hás menntastigs fækkar Þegar rýnt er í tölur um þróun íslensks vinnumarkaðar frá 2008 má sjá að störfum hefur fjölgað um 22 þúsund. Það er ánægjulegt og endurspeglar hversu vel okkur hefur gengið að vinna okkur út úr efnahagshruninu. Það er hins vegar meira áhyggjuefni þegar horft er til þess hvar þessi störf hafa orðið til. Í stuttu máli hafa þau orðið til hjá hinu opinbera (tæplega 9 þúsund) og í ferðaþjónustu (rúmlega fjórtán þúsund). Á hinum almenna vinnumarkaði hefur störfum fækkað um liðlega þúsund ef ferðaþjónustan er undanskilin. Ef betur er að gáð sést líka að störfum á hinum almenna vinnumarkaði sem krefjast hás menntastigs hefur fækkað. Munar þar mestu um nærri þrjú þúsund störf sem hafa tapast í fjármálaþjónustu en hátæknistörfum og vísindum hefur einnig fækkað. Samtals starfa um 30 þúsund manns í þessum atvinnugreinum og hefur samtals fækkað um 2.300 frá því í júlí 2008. Sem hlutfall af vinnumarkaði hefur þekkingargeiri hins almenna vinnumarkaðar farið úr tæpum 18% í tæp 15% á röskum áratug. Hér skal ekki lítið gert úr störfum innan hins opinbera sem krefjast hás menntastigs og rétt að halda því til haga að störfum í greinum á borð við mennta- og heilbrigðiskerfi hefur fjölgað á þessu tímabili.Óviðunandi rekstrarumhverfi hátæknifyrirtækja Það er hins vegar verulegt áhyggjuefni að þróunin á hinum almenna vinnumarkaði sé eins og raun ber vitni. Það skortir ekki á frumkvöðlastarfsemi hér á landi. Hér hafa orðið til fjölmörg spennandi fyrirtæki á undanförnum árum og skemmst að minnast mikillar nýsköpunarbylgju sem kom strax í kjölfar hrunsins. En staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir það eru tækni- og sprotafyrirtæki ekki að skjóta rótum hér á landi. Tölurnar hér að ofan um fjölda starfa í atvinnugreininni sýna það svart á hvítu. Spennandi fyrirtæki sem sprottið hafa hér upp á undanförnum árum og náð að komast á legg hafa í stórum stíl flutt megin þunga starfsemi sinnar úr landi. Fjölmörg önnur hafa aldrei náð svo langt. Rekstrarumhverfi þekkingarfyrirtækja er augljóslega ekki til þess fallið og þegar leitað er skýringa hjá forsvarsmönnum þessara fyrirtækja er bent á þann óstöðugleika og háa vaxtastig sem fylgir íslensku krónunni. Núverandi ríkisstjórn talar mjög fallega um mikilvægi nýsköpunar. Margt ágætt hefur líka verið gert. Aukið hefur verið við endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar, sem er vel. Það er hins vegar einföld staðreynd að ríkið getur ekki bætt ósamkeppnishæft rekstrarumhverfi með niðurgreiðslum. Það verður að ráðast að rót vandans. Endurteknar yfirlýsingar um mikilvægi nýsköpunar eru innantómar ef ríkisstjórnin ætlar áfram að neita að horfast í augu við raunveruleikann. Neita að horfast í augu við þann mikla fórnarkostnað sem fylgir blessuðum gjaldmiðlinum okkar. Fórnarkostnaður sem, þegar öllu er á botninn hvolft, felur í sér færri tækifæri fyrir komandi kynslóðir hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tækni Vinnumarkaður Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Fátt finnst mér mikilvægara fyrir dætur mínar en að þær afli sér góðrar menntunar. Góð menntun mun opna fyrir þeim fjölmörg skemmtileg tækifæri og vonandi tryggja þeim sem best lífskjör til framtíðar. Framtíð barna okkar er auðvitað það sem skiptir okkur mestu máli. Að þau njóti allra þeirra tækifæra sem þau eiga skilið. Þar eru hins vegar ákveðnar blikur á lofti. Það er ekki sjálfgefið að þeirra kynslóð geti gengið að því sem vísu að þau muni búa við betri kjör eða lífsskilyrði en kynslóðirnar sem á undan hafa gengið. Okkur er tamt að tala um menntunarstig þjóðar í samhengi við samkeppnishæfni okkar og framtíðartækifæri þjóðar og fylgjumst grannt með alls konar tölfræði og samanburði við aðrar þjóðir. Menntun er hins vegar auðvitað dýrmætust þeim sem hennar afla sér enda fátt sem hefur meiri áhrif á tækifæri viðkomandi til framtíðar, hvort sem er hér á landi eða annars staðar. Fyrir þjóð sem leggur metnað sinn í hátt menntastig er því ekki síður mikilvægt að skapa tækifæri fyrir vel menntað fólk hér heima fyrir því þar stöndum við í alþjóðlegri samkeppni um hæft og gott fólk. Og þar er kannski ástæða fyrir okkur Íslendinga að hafa áhyggjur. Á rúmum áratug hefur hlutfall þeirra Íslendinga sem lokið hafa háskólamenntun hækkað verulega, farið úr liðlega 31% árið 2008 í tæp 44% á síðasta ári, en á sama tíma hefur atvinnutækifærum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði fækkað.Störfum sem krefjast hás menntastigs fækkar Þegar rýnt er í tölur um þróun íslensks vinnumarkaðar frá 2008 má sjá að störfum hefur fjölgað um 22 þúsund. Það er ánægjulegt og endurspeglar hversu vel okkur hefur gengið að vinna okkur út úr efnahagshruninu. Það er hins vegar meira áhyggjuefni þegar horft er til þess hvar þessi störf hafa orðið til. Í stuttu máli hafa þau orðið til hjá hinu opinbera (tæplega 9 þúsund) og í ferðaþjónustu (rúmlega fjórtán þúsund). Á hinum almenna vinnumarkaði hefur störfum fækkað um liðlega þúsund ef ferðaþjónustan er undanskilin. Ef betur er að gáð sést líka að störfum á hinum almenna vinnumarkaði sem krefjast hás menntastigs hefur fækkað. Munar þar mestu um nærri þrjú þúsund störf sem hafa tapast í fjármálaþjónustu en hátæknistörfum og vísindum hefur einnig fækkað. Samtals starfa um 30 þúsund manns í þessum atvinnugreinum og hefur samtals fækkað um 2.300 frá því í júlí 2008. Sem hlutfall af vinnumarkaði hefur þekkingargeiri hins almenna vinnumarkaðar farið úr tæpum 18% í tæp 15% á röskum áratug. Hér skal ekki lítið gert úr störfum innan hins opinbera sem krefjast hás menntastigs og rétt að halda því til haga að störfum í greinum á borð við mennta- og heilbrigðiskerfi hefur fjölgað á þessu tímabili.Óviðunandi rekstrarumhverfi hátæknifyrirtækja Það er hins vegar verulegt áhyggjuefni að þróunin á hinum almenna vinnumarkaði sé eins og raun ber vitni. Það skortir ekki á frumkvöðlastarfsemi hér á landi. Hér hafa orðið til fjölmörg spennandi fyrirtæki á undanförnum árum og skemmst að minnast mikillar nýsköpunarbylgju sem kom strax í kjölfar hrunsins. En staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir það eru tækni- og sprotafyrirtæki ekki að skjóta rótum hér á landi. Tölurnar hér að ofan um fjölda starfa í atvinnugreininni sýna það svart á hvítu. Spennandi fyrirtæki sem sprottið hafa hér upp á undanförnum árum og náð að komast á legg hafa í stórum stíl flutt megin þunga starfsemi sinnar úr landi. Fjölmörg önnur hafa aldrei náð svo langt. Rekstrarumhverfi þekkingarfyrirtækja er augljóslega ekki til þess fallið og þegar leitað er skýringa hjá forsvarsmönnum þessara fyrirtækja er bent á þann óstöðugleika og háa vaxtastig sem fylgir íslensku krónunni. Núverandi ríkisstjórn talar mjög fallega um mikilvægi nýsköpunar. Margt ágætt hefur líka verið gert. Aukið hefur verið við endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar, sem er vel. Það er hins vegar einföld staðreynd að ríkið getur ekki bætt ósamkeppnishæft rekstrarumhverfi með niðurgreiðslum. Það verður að ráðast að rót vandans. Endurteknar yfirlýsingar um mikilvægi nýsköpunar eru innantómar ef ríkisstjórnin ætlar áfram að neita að horfast í augu við raunveruleikann. Neita að horfast í augu við þann mikla fórnarkostnað sem fylgir blessuðum gjaldmiðlinum okkar. Fórnarkostnaður sem, þegar öllu er á botninn hvolft, felur í sér færri tækifæri fyrir komandi kynslóðir hér á landi.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun