Ótækt að læknar geti ekki samið um laun Ari Brynjólfsson skrifar 7. október 2019 06:15 Reynir Arngrímsson er formaður Læknafélags Íslands. Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri eru meðal þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem þurfa lögum samkvæmt að fá jafnlaunavottun fyrir áramót. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafé-lags Íslands, segir að læknar fagni því almennt að passað sé upp á að laun kynjanna séu jöfn, vandinn við kerfið sem Landspítalinn ætli að innleiða sé að í því sé ekki gert ráð fyrir læknum og þeirra menntun. Kerfið sé fengið frá breska heilbrigðiskerfinu, NHS, en þar nái það yfir annað starfsfólk, ekki lækna. Unnið sé að því innan spítalans að aðlaga það. „Grunnurinn í kerfinu er gallaður og hefur ekki verið lagaður við svokallaða aðlögun. Það kom fram við frumprófun, Landspítalinn hefur viðurkennt það. Kerfið ber þess augljós merki að enginn læknir hafi komið nálægt því. Sem dæmi, sérfræðilæknir með langa menntun að baki er metinn eins og hann sé með minni menntun en einhver með doktorspróf á öðru sviði,“ segir Reynir. Telur hann hættu á því að þar sem kerfið verði til frambúðar verði það notað til launaviðmiðunar í stofnanasamningum. „Það er ótækt að læknar fari inn í slíkt með skekkt virði okkar starfa og við getum ekki samið um okkar kaup, heldur sé það ákvarðað af mannauðsskrifstofu og vottunaraðila úti í bæ.“ Hafi hann talað fyrir innleiðingu annarra kerfa, sem aðrar heilbrigðisstofnanir séu að innleiða, en talað fyrir daufum eyrum. Varðandi kostnaðinn við kerfið segir Reynir það geta hlaupið á allt að hundrað milljónum króna. Miðar hann þá við vinnustundir sem fara í kerfið sjálft, við það megi svo bæta vinnutapi heilbrigðisstarfsfólks við að mæta á fundi og vinnuhópa vegna þess. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri eru meðal þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem þurfa lögum samkvæmt að fá jafnlaunavottun fyrir áramót. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafé-lags Íslands, segir að læknar fagni því almennt að passað sé upp á að laun kynjanna séu jöfn, vandinn við kerfið sem Landspítalinn ætli að innleiða sé að í því sé ekki gert ráð fyrir læknum og þeirra menntun. Kerfið sé fengið frá breska heilbrigðiskerfinu, NHS, en þar nái það yfir annað starfsfólk, ekki lækna. Unnið sé að því innan spítalans að aðlaga það. „Grunnurinn í kerfinu er gallaður og hefur ekki verið lagaður við svokallaða aðlögun. Það kom fram við frumprófun, Landspítalinn hefur viðurkennt það. Kerfið ber þess augljós merki að enginn læknir hafi komið nálægt því. Sem dæmi, sérfræðilæknir með langa menntun að baki er metinn eins og hann sé með minni menntun en einhver með doktorspróf á öðru sviði,“ segir Reynir. Telur hann hættu á því að þar sem kerfið verði til frambúðar verði það notað til launaviðmiðunar í stofnanasamningum. „Það er ótækt að læknar fari inn í slíkt með skekkt virði okkar starfa og við getum ekki samið um okkar kaup, heldur sé það ákvarðað af mannauðsskrifstofu og vottunaraðila úti í bæ.“ Hafi hann talað fyrir innleiðingu annarra kerfa, sem aðrar heilbrigðisstofnanir séu að innleiða, en talað fyrir daufum eyrum. Varðandi kostnaðinn við kerfið segir Reynir það geta hlaupið á allt að hundrað milljónum króna. Miðar hann þá við vinnustundir sem fara í kerfið sjálft, við það megi svo bæta vinnutapi heilbrigðisstarfsfólks við að mæta á fundi og vinnuhópa vegna þess.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira