Enginn hefur beðið Ólínu afsökunar Ari Brynjólfsson skrifar 7. október 2019 07:15 Ólína Kjerúlf þjóð- og bókmenntafræðingur. fréttablaðið/sigtryggur ari Þingvallanefnd hefur beðið ríkislögmann að semja við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, þjóð- og bókmenntafræðing, um bætur. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar nýverið. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í vor að jafnréttislög haf i verið brotin þegar Einar Á.E. Sæmundsen var skipaður í starf þjóðgarðsvarðar fram yfir Ólínu. „Málið er í farvegi. Það hafa staðið yfir viðræður við ríkislögmann um nokkurn tíma um bætur. Á meðan þær viðræður standa yfir þá tel ég ekki rétt að tjá mig mikið um málið,“ segir Ólína. Ef ekki tekst að semja hyggst hún leita til dómstóla. „Ég myndi nú telja að báðum aðilum sé rétt og skylt að reyna að ná samningum áður en til þess kemur. Ég vona að það skýrist fljótlega hvert framhaldið verður.“ Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir að ekki liggi fyrir nein upphæð í kröfunni. Samþykkti nefndin að leita til ríkislögmanns. Umræður sköpuðust á fundinum um ábyrgð Ara Trausta í tilefni af úrskurðinum í vor. „Þetta voru bara umræður um hvort það væri einhver ástæða til að formaður axlaði einhverja ábyrgð fram yfir aðra varðandi þennan úrskurð, þetta voru bara umræður fram og til baka. Engar niðurstöður. Telji einhver nefndarmanna rétt að ræða hvort formaðurinn beri ábyrgð umfram aðra nefndarmenn, er orðið við því,“ segir Ari Trausti. Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, segir að hann hafi spurt Ara Trausta um hvernig hann mæti stöðu sína í ljósi þess að Ari Trausti hafi verið mótfallinn því að Bergþór Ólason sæti sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. „Ég hef ekkert á móti Ara Trausta sem formanni, þetta var bara spurning, ekki vantraustsyfirlýsing eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Ari Trausti segir ákvörðunina um að ráða Einar sem þjóðgarðsvörð fram yfir Ólínu hafa verið tekna í atkvæðagreiðslu þar sem einfaldur meirihluti réði. „Formaðurinn er ekkert öðruvísi staddur þegar kemur að því,“ segir Ari Trausti. Hann segir niðurstöðuna ekki hafa truflað störf nefndarinnar. „Þingvallanefnd féllst á að lúta þessum úrskurði. Það kemur fram í honum að þetta snýst í meginatriðum um huglæga matsþætti, ekki þá faglegu. Það var ekki rétt frá þeim gengið við ráðgjöfina sem við fengum.“ Ólína svarar því neitandi hvort einhver haf i beðið hana afsökunar. „Enginn fulltrúi meirihlutans sem bar ábyrgð á þessari ákvörðun hefur haft samband við mig, hvorki til að biðja mig afsökunar eða ræða þetta við mig að öðru leyti. Þá ekki formaður nefndarinnar, hvorki opinberlega né í einkasamtölum.“ Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Þingvallanefnd hefur beðið ríkislögmann að semja við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, þjóð- og bókmenntafræðing, um bætur. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar nýverið. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í vor að jafnréttislög haf i verið brotin þegar Einar Á.E. Sæmundsen var skipaður í starf þjóðgarðsvarðar fram yfir Ólínu. „Málið er í farvegi. Það hafa staðið yfir viðræður við ríkislögmann um nokkurn tíma um bætur. Á meðan þær viðræður standa yfir þá tel ég ekki rétt að tjá mig mikið um málið,“ segir Ólína. Ef ekki tekst að semja hyggst hún leita til dómstóla. „Ég myndi nú telja að báðum aðilum sé rétt og skylt að reyna að ná samningum áður en til þess kemur. Ég vona að það skýrist fljótlega hvert framhaldið verður.“ Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir að ekki liggi fyrir nein upphæð í kröfunni. Samþykkti nefndin að leita til ríkislögmanns. Umræður sköpuðust á fundinum um ábyrgð Ara Trausta í tilefni af úrskurðinum í vor. „Þetta voru bara umræður um hvort það væri einhver ástæða til að formaður axlaði einhverja ábyrgð fram yfir aðra varðandi þennan úrskurð, þetta voru bara umræður fram og til baka. Engar niðurstöður. Telji einhver nefndarmanna rétt að ræða hvort formaðurinn beri ábyrgð umfram aðra nefndarmenn, er orðið við því,“ segir Ari Trausti. Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, segir að hann hafi spurt Ara Trausta um hvernig hann mæti stöðu sína í ljósi þess að Ari Trausti hafi verið mótfallinn því að Bergþór Ólason sæti sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. „Ég hef ekkert á móti Ara Trausta sem formanni, þetta var bara spurning, ekki vantraustsyfirlýsing eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Ari Trausti segir ákvörðunina um að ráða Einar sem þjóðgarðsvörð fram yfir Ólínu hafa verið tekna í atkvæðagreiðslu þar sem einfaldur meirihluti réði. „Formaðurinn er ekkert öðruvísi staddur þegar kemur að því,“ segir Ari Trausti. Hann segir niðurstöðuna ekki hafa truflað störf nefndarinnar. „Þingvallanefnd féllst á að lúta þessum úrskurði. Það kemur fram í honum að þetta snýst í meginatriðum um huglæga matsþætti, ekki þá faglegu. Það var ekki rétt frá þeim gengið við ráðgjöfina sem við fengum.“ Ólína svarar því neitandi hvort einhver haf i beðið hana afsökunar. „Enginn fulltrúi meirihlutans sem bar ábyrgð á þessari ákvörðun hefur haft samband við mig, hvorki til að biðja mig afsökunar eða ræða þetta við mig að öðru leyti. Þá ekki formaður nefndarinnar, hvorki opinberlega né í einkasamtölum.“
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira