Verið að kaupa ríkislögreglustjóra frá embættinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. desember 2019 19:30 Óskað hefur verið eftir því að starfslokasamningur Haraldar Johannessen verði tekinn fyrir í fjárlaganefnd Alþingis. Ríkislögreglustjóri fær greiddar 47 milljónir króna eftir starflok. „Mér finnst fullkomnlega eðlilegt að fjárveitingarvaldið skoði þetta. Þetta eru það háar upphæðir. En ég held að það sé líka bara mikilvægt að tala einfaldlega íslensku hér. Mér sýnist menn bara vera að kaupa ríkislögreglustjóra frá embættinu og við þurfum að skoða þetta," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, sem hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp í nefndinni. Hann gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á nefndarfundi á morgun eða á föstudag. Ríkislögreglustjóri lætur af störfum um áramót. Við taka þriggja mánaða ráðgjafastörf fyrir dómsmálaráðuneytið og þá verður hann á fullum launum samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. Þá á hann þriggja mánaða orlof og síðan biðlaun í sex mánuði. Mánaðarlaunin nema um 1.750 þúsund krónum og heildargreiðslur eru því um 47 milljónir króna. „Þetta er meira en það sem lögregluskóli ríkisins kostar, þetta er svipuð upphæð og við lögðum til að skattrannsóknarstjóri fengi vegna rannsóknar Samherjamálsins," segir Ágúst. Samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu er ekki haldið sérstaklega utan um starfslokasamninga sem gerðir eru við opinbera starfsmenn. Umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemd við skort á reglum um starfslokasamninga og samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn ber ráðherra að setja reglur þar um. Þær hafa ekki verið settar en í svörum frá fjármálaráðuenyti segir að þær séu nánast tilbúnar og verði kynntar fljótlega. Formaður VR segir óboðlegt að aðrar reglur gildi um obinbera starfsmenn en annað vinnandi fólk. „Af hverju eiga einhverjar sérreglur í samfélaginu að gilda um einhverja forréttindahópa? Svo ég tali nú ekki um pólitíska forréttindahópa," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Þessu verði mótmælt á Austurvelli um helgina. „Við ætlum að taka þátt í samstöðufundi gegn spillingu á laugardaginn næstkomandi. Og þetta verður væntanlega eitt af þeim málum sem ég reikna með að margir mínir félagaar munu hafa á oddinum þegar þeir rölta niður í bæ," segir Ragnar Þór. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Óskað hefur verið eftir því að starfslokasamningur Haraldar Johannessen verði tekinn fyrir í fjárlaganefnd Alþingis. Ríkislögreglustjóri fær greiddar 47 milljónir króna eftir starflok. „Mér finnst fullkomnlega eðlilegt að fjárveitingarvaldið skoði þetta. Þetta eru það háar upphæðir. En ég held að það sé líka bara mikilvægt að tala einfaldlega íslensku hér. Mér sýnist menn bara vera að kaupa ríkislögreglustjóra frá embættinu og við þurfum að skoða þetta," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, sem hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp í nefndinni. Hann gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á nefndarfundi á morgun eða á föstudag. Ríkislögreglustjóri lætur af störfum um áramót. Við taka þriggja mánaða ráðgjafastörf fyrir dómsmálaráðuneytið og þá verður hann á fullum launum samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. Þá á hann þriggja mánaða orlof og síðan biðlaun í sex mánuði. Mánaðarlaunin nema um 1.750 þúsund krónum og heildargreiðslur eru því um 47 milljónir króna. „Þetta er meira en það sem lögregluskóli ríkisins kostar, þetta er svipuð upphæð og við lögðum til að skattrannsóknarstjóri fengi vegna rannsóknar Samherjamálsins," segir Ágúst. Samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu er ekki haldið sérstaklega utan um starfslokasamninga sem gerðir eru við opinbera starfsmenn. Umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemd við skort á reglum um starfslokasamninga og samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn ber ráðherra að setja reglur þar um. Þær hafa ekki verið settar en í svörum frá fjármálaráðuenyti segir að þær séu nánast tilbúnar og verði kynntar fljótlega. Formaður VR segir óboðlegt að aðrar reglur gildi um obinbera starfsmenn en annað vinnandi fólk. „Af hverju eiga einhverjar sérreglur í samfélaginu að gilda um einhverja forréttindahópa? Svo ég tali nú ekki um pólitíska forréttindahópa," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Þessu verði mótmælt á Austurvelli um helgina. „Við ætlum að taka þátt í samstöðufundi gegn spillingu á laugardaginn næstkomandi. Og þetta verður væntanlega eitt af þeim málum sem ég reikna með að margir mínir félagaar munu hafa á oddinum þegar þeir rölta niður í bæ," segir Ragnar Þór.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira