Svartfjallaland og Suður Kórea tryggðu sig áfram i milliriðla á HM kvenna í handbolta í Japan í dag og þær dönsku eiga enn möguleika eftir sigur á Brasilíu.
Danir urðu á ná í stig á móti Brasilíu til að fá úrslitaleik á móti Frökkum í lokaumferðinni á föstudaginn. Dönsku stelpurnar stóðust þá pressu og unnu sex marka sigur, 24-18. Brasilía er þar með úr leik.
Liðin sem eru örugg inn í milliriðla eru Suður Kórea (B-riðill), Þýskaland (B), Spánn (C), Svartfjallaland (C) og Rússland (D) en bæði Noregur og Svíþjóð eru ekki enn örugg áfram þrátt fyrir þrjá sigra í þremur leikjum.
Leikurinn var jafn langt frá í seinni hálfleik en þá stungu þær dönsku af og unnu að lokum sex marka sigur eftir að hafa breytt stöðunni úr 18-17 í 24-17 á átta mínútna kafla.
Heims- og Evrópumeistarar Frakka unnu mjög mikilvægan sigur á Þjóðverjum, 27-25, en þær þýsku höfðu unnið þrjá fyrstu leiki sína á mótinu og voru komnar áfram.
Suður Kórea tryggði sér sæti í milliriðlinum með auðveldum sigri á Ástralíu en þær kóresku fóru líka á topp riðilsins þar sem að Þýskaland tapaði.
Sigur Frakka á Þjóðverjum þýðir að liðinu nægir jafntefli í lokaleik sínum á móti Danmörku til þess að tryggja sér þriðja sætið í milliriðlinum.
Svartfjallaland er komið áfram eftir eins marks sigur annan daginn í röð, að þessu sinni 27-26 sigur á Rúmeníu. Spánn var komið áfram áður en liðið vann 43-16 stórsigur á Kasakstan.
Rúmenía og Ungverjaland keppa um síðasta sætið en þau hafa bæði fjögur stig og spila hreinan úrslitaleik í lokaumferðinni.
Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:
B-riðill
Ástralía - Suður Kórea 17-34
Þýskaland - Frakkland 25-27
Danmörk - Brasilía 24-17
Stigin: Suður Kórea 7, Þýskaland 6, Frakkland 5, Danmörk 5, Brasilía 1, Ástralía 0
C-riðill
Kasakstan - Spánn 16-43
Svartfjallaland - Rúmenía 27-26
Ungverjaland - Senegal 30-20
Stigin: Spánn 8, Svartfjallaland 8, Ungverjaland 4, Rúmenía 4, Senegal 0, Kasakstan 0.
