Tabú, Einhverfusamtökin og „Fegurð í mannlegri sambúð“ fengu Múrbrjótinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 07:00 Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu. vísir/sigurjón Landssamtökin Þroskahjálp veittu í gær viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Múrbrjóturinn eru veittur þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks. Verðlaunagripurinn er smíðaður á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, afhenti verðlaunin en í ár hlutu þrjú verkefni viðurkenninguna, það eru Tabú – femínísk fötlunarhreyfing, Einhverfusamtökin og þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð.“ Svo segir um þessi þrjú verkefni í tilkynningu vegna verðlaunanna:Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu.Í Hæstarétti klæddist hópur kvenna úr Tabú áberandi, bleikum bolum sem á stóð „Ég er fötluð mamma“ og sýndu þannig stuðning bæði í dómssal og með miklum sýnileika á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.Með þessari aðferð og hvatningu vöktu þær með mjög kröftugum hætti athygli á því hve stór og fjölbreyttur hópur fatlaðra mæðra er, en of oft hefur umræðan verið lituð af fordómumum um að fatlað fólk geti ekki og eigi ekki að sinna foreldrahlutverkinu.Staðreyndin er hins vegar sú að margt fatlað fólk er foreldrar og sinnir hlutverki sínu af stakri prýði.Einhverfusamtökin voru á meðal þeirra sem hlutu Múrbrjótinn í ár.Einhverfusamtökin hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir heimildarmyndina „Að sjá hið ósýnilega“, heimildarmynd um reynsluheim einhverfra kvenna.Myndin var unnin í samstarfi við kvikmyndargerðarmennina Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Kristján Kristjánsson og varpar ljósi á líf og reynslu einhverfa kvenna.Konurnar sautján sem fram koma í myndinni sýna ótrúlegt hugrekki með því að segja sögur sínar og fer myndin með þetta viðkvæma efni af mikilli virðingu. Með framtakinu hafa augu margra opnast fyrir þeirri stöðu sem einhverfar stúlkur og konur eru í, og verður það vonandi til þess að auka skilning og bæta þjónustu við hópinn.Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.vísir/sigurjónÞá hlutu þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.Verkið var unnið í náinni samvinnu við flytjendur þess, sem allir eru ungt fatlað fólk. Í verkinu fóru ungmennin sem leiðsögumenn um Reykjavík og fylgdu áhorfendum um staði sem þeim eru kærir og var ætlunin að skoða borgina með augum annarra, skoða hvað fólk á sameiginlegt og um leið hvernig við upplifum hluti og staði ólíkt.Með verkinu gefa höfundar fötluðum ungmennum rödd og vettvang til þess að lýsa upplifun sinni af umhverfi sínu, deila reynslu sinni, minningum og draumum. Fatlað fólk er hluti af fjölbreytileika samfélagsins, en hópurinn fær ekki nógu oft tækifæri til þess að sýna sig og reynsluheim sinn í jákvæðu ljósi. Félagsmál Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Sjá meira
Landssamtökin Þroskahjálp veittu í gær viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Múrbrjóturinn eru veittur þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks. Verðlaunagripurinn er smíðaður á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, afhenti verðlaunin en í ár hlutu þrjú verkefni viðurkenninguna, það eru Tabú – femínísk fötlunarhreyfing, Einhverfusamtökin og þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð.“ Svo segir um þessi þrjú verkefni í tilkynningu vegna verðlaunanna:Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu.Í Hæstarétti klæddist hópur kvenna úr Tabú áberandi, bleikum bolum sem á stóð „Ég er fötluð mamma“ og sýndu þannig stuðning bæði í dómssal og með miklum sýnileika á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.Með þessari aðferð og hvatningu vöktu þær með mjög kröftugum hætti athygli á því hve stór og fjölbreyttur hópur fatlaðra mæðra er, en of oft hefur umræðan verið lituð af fordómumum um að fatlað fólk geti ekki og eigi ekki að sinna foreldrahlutverkinu.Staðreyndin er hins vegar sú að margt fatlað fólk er foreldrar og sinnir hlutverki sínu af stakri prýði.Einhverfusamtökin voru á meðal þeirra sem hlutu Múrbrjótinn í ár.Einhverfusamtökin hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir heimildarmyndina „Að sjá hið ósýnilega“, heimildarmynd um reynsluheim einhverfra kvenna.Myndin var unnin í samstarfi við kvikmyndargerðarmennina Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Kristján Kristjánsson og varpar ljósi á líf og reynslu einhverfa kvenna.Konurnar sautján sem fram koma í myndinni sýna ótrúlegt hugrekki með því að segja sögur sínar og fer myndin með þetta viðkvæma efni af mikilli virðingu. Með framtakinu hafa augu margra opnast fyrir þeirri stöðu sem einhverfar stúlkur og konur eru í, og verður það vonandi til þess að auka skilning og bæta þjónustu við hópinn.Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.vísir/sigurjónÞá hlutu þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.Verkið var unnið í náinni samvinnu við flytjendur þess, sem allir eru ungt fatlað fólk. Í verkinu fóru ungmennin sem leiðsögumenn um Reykjavík og fylgdu áhorfendum um staði sem þeim eru kærir og var ætlunin að skoða borgina með augum annarra, skoða hvað fólk á sameiginlegt og um leið hvernig við upplifum hluti og staði ólíkt.Með verkinu gefa höfundar fötluðum ungmennum rödd og vettvang til þess að lýsa upplifun sinni af umhverfi sínu, deila reynslu sinni, minningum og draumum. Fatlað fólk er hluti af fjölbreytileika samfélagsins, en hópurinn fær ekki nógu oft tækifæri til þess að sýna sig og reynsluheim sinn í jákvæðu ljósi.
Félagsmál Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Sjá meira